Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 35
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 31
Bæklingurinn sem kom kynfræðslunni af stað
í Bandaríkjunum.
rétt þeirra til þess að stjórna barneignum
sínum. Hún hugsaði einnig til móður
sinnar sem varð þunguð 18 sinnum. Á
þessum tíma var ólöglegt að dreifa og
selja getnaðarverjur og einnig ólöglegt að
dreifa upplýsingum um getnaðarvarnir.
Litið var á kynfræðslu sem hið versta
klám. Það varð núna hennar ætlunarverk
að lögleiða getnaðarvarnir.
Kynfræðsla
Kvenlíkaminn tilheyrir ekki kirkjunni,
Bandaríkjunum eða ríkinu neins staðar,
sagði Margret Sanger í grein í mánaðar
lega fréttablaðinu The Woman Rebel sem
hún sjálf stofnaði 1914. Konan á sjálf
að geta ákvarðað hvort og hvenær hún
vill verða móðir. Sama ár skildi hún við
eiginmann sinn. Hún umgekkst nokkra
menn, meðal annars rithöfundinum H.G.
Wells, áður en hún giftist olíukónginum
James Slee. Hann varð hennar helsti
stuðningsmaður þegar hún nú hellti sér
út í kvennabaráttuna með fullum þunga.
Margaret leitaði víða upplýsinga um kyn
fræðslu og getnaðarvarnir en það sem hún
fann á bókasöfnum og öðrum stöðum í
Bandaríkjunum var úrelt og ónothæft. Hún
fór þá til Frakklands og Hollands og hitti
þar fyrir lækna og ljósmæður, heimsótti
lyfjabúðir og talaði við verkakonur sem
voru virkar í kvennabaráttunni. Hún safnaði
öllum upplýsingum sem hún komst yfir og
skrifaði svo bæklinginn „Family Limitation“
en hann var í andstöðu við ríkjandi lög.
Bæklingurinn var prentaður í leyni og gekk
milli kvenna.
Göngudeild opnuð
Í október 1916 opnaði Margaret fyrstu
göngudeildina á sviði fjölskylduáætlunar
í Bandaríkjunum. Með henni á stofunni
var systir hennar, Ethel Bryne, en hún
var einnig hjúkrunarfræðingur. Móttakan
var opin í tíu daga og náði þá að sinna
448 manns. Langar biðraðir mynduðust
snemma morguns. Margaret og Ethel
uppfræddu konur og karla um notkun
getnaðarvarna og bentu svo á apótek
sem þær höfðu samið við um að eiga
til nóg af hettum. Ólöglegt var að nota
þær sem getnaðarvörn en þær voru
einnig notaðar við framfalli og fleiri
kvennavandamálum og því löglegt að
selja þær í apótekum. Svo kom lögreglan,
handtók Margaret og Ethel og lokaði
móttökunni. Þær voru dæmdar í mánaðar
fangelsis vist fyrir að brjóta Comstock
lögin svonefndu en sam kvæmt þeim
mátti ekki selja, dreifa eða veita fræðslu
um getnaðar varnir. Hand takan vakti hins
vegar mikla athygli og varð til þess að
margir gengu til liðs við hennar málstað.
Baráttan fyrir bættu frelsi kvenna
Nokkrum árum seinna ákvað dómstóll
í New Yorkríki að læknar mættu ávísa
getnaðarvörnum og 1923 gat Margaret
Sanger opnað nýja og löglega móttöku
sem læknir veitti forstöðu. Í millitíðinni
hafði hún stofnað fyrstu samtökin um
takmörkun barneigna, The American
Birth Control League. Þessi samtök urðu
seinna að fjölskylduáætlunarsamtökum
Bandaríkjanna, Planned Parenthood
Federation of America. Fljótlega urðu
móttökurnar fleiri og Margaret varð einnig
upptekin af því að ferðast um landið og
halda erindi um getnaðarvarnir. Einnig
var opnuð skrifstofa í Washingtonborg
til þess að hafa áhrif á Bandaríkjaþing.
Margaret átti þó eftir að verða handtekin
mörgum sinnum fyrir að halda fyrirlestra
um rétt kvenna til að stjórna eigin frjósemi.
Eitt atvik 1936 hafði miklar afleiðingar.
Margaret Sanger pantaði þá getnaðar
varnir og fékk þær sendar í pósti. Slíkar
vörur voru þá enn taldar klám samkvæmt
Comstocklögunum. Hún gaf sig sjálf
fram og var handtekin. Málsmeðferð
lauk með því að dómari ákvað að nýjar
upplýsingar um skaðsemi óæskilegra
þungana yllu því að getnaðarvarnir gætu
ekki lengur talist vera klámfengnar.
Dómsorðið gilti hins vegar bara í New
York, Connecticut og Vermontríkjum.
Getnaðarvarnir og arfbótastefna
Margaret Sanger hefur verið gagnrýnd
fyrir að hallast að arfbótastefnunni. Sú
stefna var reyndar mjög vinsæl meðal
menntamanna í Bandaríkjunum á milli
stríðs árunum. Sumir samstarfsmenn
Margaretar voru talsvert skæðari en hún.
Hugsan lega hafa arfbótamenn séð sér leik
á borði með að nota starf hennar til þess
að undirbúa jarðveginn fyrir fóstureyðingar
og ófrjósemisaðgerðir meðal fólks sem
þeir töldu hafa lakara erfðaefni. Það voru
aðallega fátækir innflytjendur sem áttu
mörg börn og sumir álitu þá vera verr
gefna en afkomendur innflytjenda frá
NorðurEvrópu nokkrum áratugum fyrr.
Margar arfbótahugmyndir, sem menn nú
tengja við Þýskaland á Hitlertímanum,
komu upphaflega frá Bandaríkjunum.
Blökkumenn voru af þessum sökum
tortryggnir gagnvart Margaret Sanger og
töldu að hún vildi útrýma þeirra kynstofni.
Nokkrir samstarfsmenn hennar bjuggu
því til áætlun um að finna bandamenn
meðal þekktra blökkumanna til þess
að ná athygli þeirra. Það sem vakti fyrir
Margareti var fyrst og fremst réttur kvenna
til sjálfsákvörðunar en þær hugmyndir,
sem ríktu á þessum tíma um ágæti
ýmissa kynstofna, lituðu að einhverju leyti
hugmyndafræði hennar. Enginn vafi er á
því að hún trúði á arfbótastefnuna og hún
skrifaði um hana fjölda greina í fræðiritið
Birth Control Review sem hún kom sjálf
á fót 1917.
Norræn baráttusystir
Á ráðstefnu í Zürich 1930 var Margaret
Sanger kynnt fyrir konu frá Svíþjóð að
nafni Elise OttesenJensen. Ottar, eins
og hún var ævinlega kölluð, stofnaði
þremur árum seinna RSFU eða lands
samtök um kynlífsfræðslu en það
eru sænsk samtök sem sam svara
fjölskylduáætlunarsamtökum Banda