Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 45 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER UMRÆÐA Fram kom að því betur sem væntingar sjúklinga um fræðslu voru uppfylltar, því betra var mat þeirra á heilsufari 6­7 mánuðum eftir aðgerðina. Sýnt hefur verið fram á jákvæð tengsl fræðslu við heilsutengd lífsgæði hjá sjúklingum sem fara í skurðaðgerð (Leino­Kilpi o.fl., 2005). Ekki fundust rannsóknir þar sem tengsl uppfylltra fræðsluþarfa og heilsufars voru metin og því má ætla að frekari rannsókna sé þörf á því sviði. Hjúkrunarfræðingar þurfa samt sem áður að vera meðvitaðir um tengsl uppfylltra fræðsluþarfa og heilsufars og nota það sem hvatningu til að sinna sjúklingafræðslu. Sjúklingar í þessari rannsókn telja heilsufar sitt betra 6­7 mánuðum eftir aðgerðina en fyrir, með áhrifastærð 0,39 sem útskýrir þá um leið 39% í dreifingu breytunnar (Levine og Hullett, 2002). Sambærilegar niðurstöður hafa komið fram um mat á heilsufari með EQvas eftir bæklunarskurðaðgerðir (Jansson o.fl., 2005). Fræðsla Sjúklingar höfðu miklar væntingar til fræðslu en misjafnlega tókst að uppfylla þær. Rannsókn Rankinen o.fl. (2007) sýndi minni væntingar til fræðslu fyrir aðgerð en hér kom fram. Fengin fræðsla á sjúkrahúsi eftir aðgerð er meiri hér sem lýsir sér í lægra meðaltali á spurningalista á tíma 2 og 3 heldur en í öðrum rannsóknum (Leino­Kilpi o.fl., 2005; Rankinen o.fl., 2007). Hins vegar virðist fræðsluþörfum vera síður sinnt hér þar sem munur á tíma 1 og 2 er meiri en mælist hjá Rankinen og félögum. Niðurstöður Sveinsdóttur og Skúladóttur (2012) benda einnig til þess sama. Í rannsókn þeirra meðal 137 Tafla 3. Mat sjúklinga á heilsutengdum lífsgæðum sínum eftir tíma (EQ­5D). Tími 1 (fyrir aðgerð) Tími 2 (við útskrift) Tími 3 (6­7 mánuðum eftir aðgerð) Dreifigreining endurtekinna mælinga (n=271) (n=209) (n=205) p­gildi áhrifastærð Hreyfigeta 1,9 (0,3) 1,7 (0,5) 1,3 (0,5) <0,001 0,52 Sjálfsumönnun 1,2 (0,4) 1,7 (0,5) 1,1 (0,2) <0,001 0,62 Venjubundin störf og athafnir 1,8 (0,6) 2,2 (0,7) 1,3 (0,5) <0,001 0,58 Verkir/óþægindi 2,3 (0,5) 2,0 (0,4) 1,7 (0,5) <0,001 0,49 Kvíði/þunglyndi 1,4 (0,6) 1,2 (0,4) 1,2 (0,4) <0,001 0,17 Meðaltöl, staðalfrávik (sf), tölugildi frá 1 til 3, því lægra meðaltal því meiri eru lífsgæðin. Dreifigreining endurtekinna mælinga, p­gildi, áhrifastærð (eta2) með tölugildi frá 0 til 1. Tafla 4. Heilsufar (EQvas) eftir tíma og bakgrunnsbreytum þar sem marktækur munur kom fram. Tími 1 (fyrir aðgerð) Tími 2 (við útskrift) Tími 3 (6­7 mán. eftir aðgerð) Dreifigreining endurtekinna mælinga p­gildi áhrifastærð Heilsufar nú 59 (19,8) [10­95] 63 (17,5) [15­97] 71 (17,6) [5­100] 0,001 0,39 Kyn t­próf Kona 56 (20,9) [10­95] 61 (17,1) [20­96] 71 (17,8) [10­100] p=0,006 Karl 63 (18,0) [20­95] 64 (17,9) [5­100] 72 (17,5) [15­97] Langvinnur sjúkdómur t­próf Já 54(20,5) [10­93] 58 (18,3) [15­90] 65 (19,4) [10­93] p<0,001 Nei 64 (18,0) [65­88] 66 (16,2) [65­88] p=0,003 75(15,3) [65­88] p<0,001 Meðaltöl, staðalfrávik (innan sviga), spönn [innan hornklofa], tölugildi eru frá 0­100, því hærra sem gildið er því betra er heilsufarið. p­gildi, áhrifastærð (eta2), tölugildi frá 0 til 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.