Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 5

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 5
4 Þjóðmál VOR 2012 gangi mála sýndi líka að skrumskæling og sleggjudómar helstu álitsgjafa átti sér enga stoð í veruleikanum . Af þessum ástæðum ber nú í raun að fagna réttar höldunum yfir Geir . Það sem þar kemur fram er í æpandi mótsögn við það sem haldið hefur verið að þjóðinni í þrjú ár . Landsdómurinn gefur þannig tækifæri til að rétta myndina af hruni bankanna í huga almennings . Margir eru áreiðanlega búnir að fá sig fullsadda af eintóna svarta­ gallsrausi, enda hefur það ekki leitt til neins nema niðurrifs og örvæntingar . Íslendingar eru í eðli sínu bjart sýnismenn og vonandi finnst þeim bráðlega tími til kominn að hrista af sér hlekki niðurrifsaflanna og senda hina mislukkuðu álitsgjafa aftur út í horn þar sem þeir eiga heima . Það nær engri átt að halda því fram að íslensk stjórnmál séu spilltari en stjórn­ mál í öðrum löndum . Ekki er heldur stætt á því að fullyrða að íslenskir embættismenn séu almennt óhæfari en kollegar þeirra annars staðar . Ísland er að ýmsu leyti frá­ brugðið öðrum löndum vegna smæðar sinnar . Smæðin getur verið kostur en henni fylgja ýmsir ókostir sem við þurfum að horfast í augu við . Ókostirnir felast aðal­ lega í óæskilegum áhrifum fjölskyldu­ og kunn ingja samfélagsins og vanmætti stjórn­ kerfi sins til að uppfylla skyldur sem þykja sjálfsagðar í stærri ríkjum . Það er hins vegar út í hött að setja samasemmerki milli þessara ókosta og spillingar eins og óspart hefur verið gert á undanförnum misserum . Okkur Íslendingum hefur tekist á fáum áratugum að byggja upp nútímalegt sam­ félag sem stenst samjöfnuð við hvaða land sem er í heiminum . Því miður höfðum við ekki vit á að átta okkur á glæpsamlegu framferði eigenda og stjórnenda bankanna og hefur það sett þjóðfélagið úr skorðum og kallað hörmungar yfir tugþúsundir lands­ manna . En það þýðir ekki að allt sem gert hefur verið í landinu hafi verið til einskis . Við lærum vonandi af þessum skelli . En þá þarf að gera upp við hina raunverulegu hrun valda . Það verður að gera ítarlega rann sókn á starfsháttum bankanna, sækja eig endur þeirra og stjórnendur til saka og gera ránsfeng þeirra upptækan . Jafnframt þarf að rannsaka hvað fór úrskeiðis í eftir­ lits hlutverki Fjármálaeftirlitsins, en það var sú ríkisstofnun sem átti að tryggja að starfs ­ hættir bankanna væru lögum sam kvæmt . Í kjölfarið þarf að setja skynsamlega löggjöf um fjármálastarfsemi og koma á markvissu eftirliti svo að féflettar fái ekki að leika laus­ um hala . Kröfum álitsgjafanna, sem allt í einu komust í sviðsljósið við hrunið, um nýja stjórnar skrá, beint lýðræði, breytt hlutverk for seta embættisins, nýtt flokkakerfi, nýtt fisk veiði stjórnunarkerfi og guð má vita hvað, ber hins vegar að vísa á bug, enda kemur ekkert af þessu falli bankanna við á nokkurn hátt . Nú ríður á að horfa fram á veginn og hleypa nýju lífi í atvinnustarfsemi í land inu . Með aukinni verðmætasköpun gefst svig ­ rúm til að létta undir með þeim sem verst hafa farið út úr hruninu . Þá skapast líka skil yrði fyrir þær þúsundir Ís lend inga sem neydd ust til að flýja „norrænu vel ferðar­ stjórn ina“ og fluttu úr landi til að snúa aftur heim . Við þurfum á því fólki að halda . Ein­ ungis með þróttmiklu at vinnulífi náum við okkur aftur á strik — og aðeins með aukinni verðmætasköpun getum við hjálpað frekar þeim sem höllum fæti standa . Ekki kemur á óvart að Baldur Guð laugs­son, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, skuli ætla að áfrýja nýföllnum hæstaréttar dómi til mannréttindadómstóls Evrópu . Hæsta ­ réttar dómurinn sýnist brjóta gegn helstu réttar reglu Vesturlanda eins og fram kom í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.