Þjóðmál - 01.03.2012, Side 18

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 18
 Þjóðmál VOR 2012 17 Fyrstu merki um að samskipti for sætis­ ráðherra og hins nýja forseta kynnu að verða erfið birtust almenningi áður en Ólafur Ragnar tók formlega við embætti í byrjun ágúst 1996 . Ákvað forsætisráðherra að forsetaskrifstofan, sem verið hafði um langt árabil í húsi forsætisráðuneytisins, gamla Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, skyldi þegar flutt á brott . Keypti ráðuneytið virðulegt hús við Sóleyjargötu undir for­ setaembættið og lét með hraði innrétta það svo það uppfyllti þarfir forsetans og yrði tilbúið sama dag og hann tæki við embætti . Ekki hreyfði hinn nýi forseti mótmælum við þessu opinberlega, heldur lét sér vel líka í samtölum við fjölmiðla . Samskipti forseta og forsætisráðherra næstu misserin verða ekki gerð að umtalsefni hér . Þau voru jafnan kurteisleg opinberlega en ljóst er að forsætisráðherra var oft ósáttur við einstakar gerðir og ummæli forsetans . Á þessum tíma beittu forsætisráðherra og fleiri ráðherrar sér fyrir því að lagaákvæði þar sem getið er um að forseti skipi embættismenn væru markvisst afnumin . Embættaveitingar voru oft umdeildar og væntanlega hafa Drengskaparheit ráðherra frá 1991 . Drengskaparheit ráðherra frá 2003 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.