Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 21

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 21
20 Þjóðmál VOR 2012 Gústaf Níelsson Ber að setja skoðana­ og tjáningarfrelsinu skorður á grundvelli stéttar og stöðu? Flestir myndu svara þessari spurningu neitandi og jafnvel segja hróðugir, að hið sama ætti að gilda um þjóðerni, litarhátt, ætt og uppruna, kynhneigð, trúarbrögð og jafnvel bæta við fötlun, offitu, geðveiki og drykkjuskap, svo öllu réttlæti væri nú fullnægt . En allur augljós einfaldleiki er að víkja úr löggjöf okkar í þessu efni smátt og smátt, og hin flóknu atriði hártogunar að taka við . Í 72 . gr . lýðveldisstjórnarskrárinnar frá 1944 segir: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi . Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða .“ Klippt og skorið og öllu sæmilega læsu fólki auðskilið . Þessi grein var samhljóða 54 . gr . stjórnarskrárinnar frá 1874, en hún var þýðing á 86 . gr . dönsku grundvallarlaganna frá 1866, sem átti fyrirmynd sína í 11 . gr . mannréttindayfirlýsingarinnar frönsku frá 26 . ágúst 1789 . Þessi regla um hugsun, skoðun og tjáningu gekk með miklum ágætum á Vesturlöndum langt fram eftir 20 . öldinni, þótt hún hefði átt í vök að verjast þar sem kommúnistar og önnur stjórnlynd stjórnmálaöfl komust til valda . Vantaði þó ekkert upp á mannréttindakaflana í stjórnarskrám ríkjanna sem þeir stjórnuðu . Hornsteinn hinnar frjálsu hugsunar, skoðunar og tjáningar var lagður af franska heimspekingnum Voltaire með orðunum, sem ævisöguritari hans endursagði: „Ég er ósamþykkur því, sem þú segir, en ég mun fórna lífinu fyrir rétt þinn til að segja það .“ Þessi meitluðu orð eru afdráttarlaus, þótt við höfum sjálf sett okkur skorður eða þá löggjafinn eftir atvikum, af ástæðum trúnaðar, velsæmis og kurteisi . Þannig ætti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.