Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 22
Þjóðmál VOR 2012 21
öllum að vera það ljóst að lækni eru ekki
settar málfrelsisskorður þegar lög heimila
honum ekki að tala opinberlega um
vandamál skjólstæðinga sinna . Samskonar
reglur gilda um margar aðrar starfsstéttir .
Þetta virðist þó sálfræðingur norður í landi
ekki skilja, ef eitthvað er að marka skrif hans
í vikublaðið Akureyri fyrir skömmu .
Seint á 20 . öld taka menn upp á því að finna hugvitsamlegar aðferðir til þess
að setja tjáningarfrelsinu skorður . Þess
sér stað í stjórnarskrárbreytingu frá 1995,
en þá umorða menn lítilsháttar fyrrnefnt
stjórnarskrárákvæði frá 1944 og bæta við:
„Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður
með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis
ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna
eða vegna réttinda eða mannorðs annarra,
enda teljist þær nauðsynlegar og samrým
ist lýð ræðishefðum .“ (73 . gr . núgildandi
stjskr .) Skorðurnar við tjáningarfrelsinu,
sem röt uðu í íslensku stjórnarskrána 1995,
eru auð vitað evrópsk upphefð, sem kann
að opna flóðgáttir heimskulegra málaferla
um mörk tjáningarfrelsisins . Í stað þess að
styðj ast við þá ágætu reglu að allar skoðanir
og hug myndir skuli glíma á markaðstorgi
hugmynd anna var fundið upp á því að
sumar skoðanir væru óæskilegar, uppfullar af
fordómum, meiðandi og særandi . Búið var
að uppgötva fórnarlambið sem ríkisvaldið
þurfti að verja . Vel kann það að vera rétt að
einhverjum þyki sér misboðið vegna skoðana
annarra, en hvaða kröfu á hann á opinberri
vernd, sem í sinni ýktustu mynd getur
kallað yfir aðra atvinnumissi og fangavist?
Alls enga . Aldrei myndi mér detta í hug að
krefjast þess að tjáningar frelsi annarra yrði
takmarkað, svo að mér kynni að líða betur,
eða vera rórra í sálinni . Tjáningarfrelsi hinna
ólíku sjónarmiða hlýtur að vera gagnkvæmt .
Með öðrum orðum — ég get alltaf svarað
fyrir mig, sé að mér sótt .
Nú hefur hið ómögulega gerst, að nafntogaður kennari norður á Akureyri,
Snorri Óskarsson, jafnan kenndur við
Bet el, er settur í leyfi af skólayfirvöldum,
á grund velli skoðana sinna og tilvísana í
Biblí una, vegna þess að einhverjum mislíkar
við skoðanir hans á samkynhneigð, sem
hann viðrar á bloggsíðu sinni . Þúsundir
annarra Íslendinga tjá skoðanir sínar um
allt á milli himins og jarðar á bloggsíðum
og er óhætt að segja að margbreytileikinn
í skoðunum sé undraverður, en sýnir um
leið hvernig umburðarlynd frjálslyndishefð
í lýðræðisríki fær notið sín . Ísland líkt og
önnur frjáls ríki hefur meiðyrðalöggjöf og
setur í lög ýmsar skorður við ónærgætni í
sam skiptum fólks, þótt ekki setji það tján
ingar frelsinu takmörk . Óhætt er þó að segja
að skoðun Snorra á samkynhneigð sé lítt
til vinsælda fallin nú á tímum, að minnsta
kosti opinberlega . Það eru engar ýkjur að
sam kynhneigð hefur um aldir verið litin
horn auga og fólk jafnvel þurft að gjalda
fyrir hana með lífi sínu . Vonandi eru þeir
tímar að baki og eiga ekki afturkvæmt . Hins
vegar mun samkynhneigðin eftir sem áður
verða tilefni spaugsyrða og gamanmála, ef
að líkum lætur .
Nú er ekki meiningin að ræða hér kosti og lesti samkynhneigðar, heldur hitt
hvort mönnum leyfist að hafa skoðun á
henni og hvort að setja beri því skorður
hverjir megi hafa skoðun . Nú er því ekki
til að dreifa í máli Snorra að fjöldahreyfing
á meðal foreldra barna í Brekkuskóla á
Akureyri, þar sem hann hefur kennt í
tíu ár, hafi gert kröfu um brottvikningu
hans úr starfi vegna afstöðu hans til
samkynhneigðar, sem hefur þó verið kunn
um langt árabil . Heldur hefur því verið
haldið fram að málið hafi flokkspólitískan
fnyk, svo ekki sé dýpra í árinni tekið . Árni