Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 23

Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 23
22 Þjóðmál VOR 2012 Johnsen alþm . brást til varnar fyrir Snorra úr ræðustól alþingis og sagði að hér væri á ferðinni árás á hann að undirlagi Sam­ fylkingarinnar . Enginn dómur skal lagður á þessa afstöðu hér, en óneitanlega vekur það nokkra athygli að þeir menn sem mest hafa haft sig í frammi í þessu máli verma báðir sæti á framboðslista Samfylkingar­ innar . En hvað sagði Snorri í bloggfærslu sinni sem varð til þess að hann verðskuldaði leyfi frá störfum úr hendi skólayfirvalda, á launum frá skattgreiðendum? Kálfshjarta hinna óttafullu fulltrúa pólitíska rétttrún ­ aðarins brast við þessi ummæli: „Kjarninn í sjónar miði evangelískra er sá að samkyn­ hneigðin telst vera synd . Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg . Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg .“ Dæmi nú hver fyrir sig . Má ætla, að séu orð af þessu tagi grundvöllur brottrekstrar úr vinnu, að fjöldi fólks í opinberri þjónustu þurfi að afsala sér stjórnarskrárvörðum rétti sínum til frjálsrar tjáningar og skoðanaskipta? Blasir það ekki við? Af yfirlýsingu frá Akureyrarbæ, sem send var fjölmiðlum í kjölfar brottvikningar Snorra, má ráða að tjáningarfrelsi hans hafi verið á skilorði hjá ráðamönnum bæjarins, en í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Það skal upplýst að árið 2010 brugðust skólayfirvöld við ummælum umrædds kennara um samkynhneigð þar sem honum var gert að láta af slíkum meiðandi ummælum . Því var brugðist umsvifalaust og hart við þeim ummælum sem nú eru til umræðu .“ Það er engum vafa undirorpið að skólayfirvöld líta svo á að Snorri, og þá líklega allir starfsmenn bæjarins, megi alls ekki hafa skoðun á samkynhneigð, nema þá til að lofa hana og prísa . Þetta er álíka vitlaust og löggjöfin sem bannar fólki að tala um tóbak, nema illa . Höfuðröksemdin gegn sjónarmiðum Snorra er sú að hann sé að kenna börnum á viðkvæmum aldri og þroskaskeiði . Gott og vel . En hvernig á kennari í grunnskóla að bregðast við ef samkynhneigð ber á góma í kennslustund? Á hann að segja við bekk sinn að hann megi ekki ræða þetta, enda komi fólk frá Sam tök­ unum 78 í skólann til þess að leiða nemend­ ur í allan sannleikann um fyrirbærið; eða á hann að skýra málið og geta þess að deildar meiningar og ólíkar skoðanir fólks á samkynhneigð séu til staðar, auk þess sem flest trúarbrögð líti hana hornauga og fordæmi, en veraldarhyggja nútímans leggi blessun sína yfir hana? Sannleikurinn er sá að það er beinlínis háskalegt að taka tjáningar­ frelsið frá kennarastéttinni, því það er sú stétt, sem á að draga fram andstæð viðhorf um allt á milli himins og jarðar í mannlegu samfélagi, tefla fram andstæðum viðhorfum og rökræða þau . Slík nálgun býr börn best undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi . En vandinn er jafnan sá að „óvinir frelsisins rökræða ekki — þeir skrækja og skjóta“ . Íþessu samhengi vakna ýmsar áleitnar spurningar . Hvað er eðlilegt að ræða við grunnskólabörn og fræða um í grunnskólum? Er eðlilegra að fræða um samkynhneigð en til dæmis klám og vændi eða kristindóm? Hvaða spurningar og álitamál má bera upp í skólastarfi yfirleitt? Hvaða skoðanir mega kennarar hafa og hverjar ekki? Við spurningum af þessu tagi er ekki til neitt einhlítt svar, en mikilvægt er að hafa í huga að umburðarlyndið er einn af hornsteinum hins frjálsa samfélags og ástæðulaust að láta pólitískan rétttrúnað grafa undan frjálslyndishefð lýðræðisríkisins Íslands . Með því að reka kennara úr starfi fyrir skoðanir sínar, taka menn að feta brautir, sem geta bara endað í öngstræti .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.