Þjóðmál - 01.03.2012, Page 26

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 26
 Þjóðmál VOR 2012 25 til sögulegrar þjóðernishyggju . NATO og Keflavíkurstöðin urðu í raun langerfið asta sundrungarefnið í íslenskum stjórn málum um langt skeið . Á 6 . og 7 . áratugn um var það baráttu mál vinstri manna í kosningum að segja varnar samn ingn um upp en þeir féllu frá því þegar þeir komust í ríkis ­ stjórn . Ljóst mátti vera að á þessum árum fékk Ísland sömu afgerandi þýðingu og í ný afstöðnu stríði . Keflavíkurstöðin varð helsta „geó­strategíska“ viðnámsstaðan gegn stór aukn um hernaðarumsvifum Sov­ ét ríkj anna á norður svæðinu . Með ICBM­ eld flaug unum og nýjum, nákvæmum stýri flaugum (ALCM­SLCM) varð stökk­ breyting varðandi ógnina af Norður flot­ anum í Murmansk og flugflota stað settum á mikilsverðum flugvöllum á Kola­skaga á Leningrad­herstjórnarsvæðinu . Um 3000 manna herstyrkur var þá í Kefla vík og meginhlutverk hans var kaf­ báta eftirlit og loftvarnir . Varnaráætlun NATO var að koma í veg fyrir útrás í gegn­ um hafssvæðið austan og vestan Ís lands (svokallað GIUK­Gap) . Á Kefla víkur­ flugvelli hafði aðsetur sveit P­3C Orion­ flug véla til eftirlits á hafinu og allt að 18 F­15­orustuþotur (fighter­interceptors) ásamt AWACS­radarflugvél . Hér var einnig ein öflugasta flugbjörgunarsveit sem Banda ríkja menn höfðu yfir að ráða með full komn ustu þyrlum ásamt Hercules­ birgða flugvél, að ógleymdum afar hæfum áhöfnum . Þessi flugbjörgunarsveit (Search and Rescue Mission­SAR) kom Ís lend ing­ um og öðrum, sem voru í hættu staddir á sjó og landi, oft til bjargar . Komið var upp IADS­radar kerfi nu sem var samtengt við Bandarískir hermenn við æfingar á Íslandi .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.