Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 29

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 29
28 Þjóðmál VOR 2012 (global) eða þver þjóð lega (trans national), sam félagslega og mannlega áhættu þætti (risks), eins og skipulagða glæpa s tar f semi, hryðju verk, efnahags kreppu, ólög lega fólks flutninga, mansal, mat væla öryggi, nátt úru hamfarir, farsóttir, um hverfi s slys og fjar skipta­, net­ og orkuöryggi . Þá markast stefna Ís lands í öryggis­ og varnar málum svipað og er með önnur vestræn ríki einkum af aðild að NATO og tvíhliða samstarfi við önnur ríki; varnar samningnum við Banda­ ríkin og samkomulagi við grann ríki varðandi loft rýmis gæsluna á vegum NATO . Öryggismál okkar tengjast því stefnu Banda ríkjanna varðandi Norður­ At lant s hafi ð sem mestu máli skiptir fyrir NATO . Sé litið vestur um haf er það höfuð atriði, að þar á bæ er vissulega í fleiri horn að líta en til norðurslóða . Í hrakandi fjárhags stöðu Banda ríkjanna munu varn ­ ar mála útgjöld mæta niðurskurði . Brott­ hvarf frá stríðs rekstri í Austurlöndum fjær er boðað 2013 en mælt fyrir forgangi á Kyrrahafssvæðinu vegna Kína . Einnig ber að hafa í huga að einangrunarstefnan á sér gamla hefð vestra . Þá gætir þess svo að áber­ andi er, að því er haldið fram að Íraks stríð ið hafi verið hin alverstu mistök . Á gaml aárs­ dag 2011 var birt grein í Washington Post eftir tvo virta sér fræðinga í alþjóða málum, þá William H . Luers, fv . sendi herra og síðan lengi for manns bandaríska Sameinuðu þjóða­félags ins, og Thomas R . Pickering, fv . vara utan ríkis ráðherra og sendiherra víða, m .a . hjá Sameinuðu þjóðunum og í Moskvu . Þeir leggjast mjög eindregið gegn stríði við Íran, að ekki sé talað um beitingu kjarna vopna: „Höfum við gleymt því hvað Írak og Bandaríkin hafa mátt líða eftir 2002? Væri það ekki vegna þessa vanhugsaða stríðs (e . that ill­begotten war) gætu þúsundir Banda ríkjamanna (og Íraka) verið á lífi . Ameríka væri trilljón dollurum auðugri og við enn verið stolt, virt og efnahagslega vel stödd eins og heimurinn þekkti til .“ Stefnumörkun Bandaríkjanna í utan ríkis­ og varnarmálum er ævinlega breyt ing um háð vegna kjörs nýs forseta og ríkis stjórnar á hverju fjögurra ára kjör tímabili eða við endurkjör eftir átta ár . Hvað demókrata varðar á þetta greinilega miklu frekar við vegna forsetakosninganna 2012 en var við kjör Obama, þótt hann nái endurkjöri . Stefna repúblikana, ef þeir vinna forseta­ kjörið, er þeim sem þetta ritar ráðgáta . Það verður að leggja áherslu á að eftir að nýr forseti hefur útnefnt ráðherra sína fylgja breytingar á flestum lykilstöðum í stjórn kerfinu .2 Breytingar ná yfirleitt til svokallaðra að stoð ar vara ráðherra (Deputy Assistant Secretaries) og allra bandarískra sendiherra . Þannig fáum við sem aðrir stöð ugt nýja viðræðuaðila sem þarf að setja inn í málin og er nema von að stofn ana legt minni þar sé takmarkað? Í Wash ington er núna vara ráðherra í varnar mála ráðu neytinu sem var þar neðar í stiganum í minni tíð og er sagður einn um það í stjórnsýslunni að þekkja vel til Íslands mála . Og þá eru í Washington um 200 sendiráð, sum risavaxin með fleiri hundruð manna starfslið og öll með sínar þarfir eða erindrekstur enda sam­ keppnin um athygli hörð . Þetta er tíundað hér til að gera grein fyrir því að í höfuð­ borg slíkri sem Washington er ærið verk að vinna fyrir lítið sendiráð á vegum fámennr­ ar utan ríkis þjónustu . A ð lokum nokkur orð um það mikla mál sem er þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland: 2 Clinton var endurkjörinn í minni sendiherratíð í Washington og hélt ég þá að ég myndi halda áfram samskiptum við sömu aðila í ráðuneytunum . Svo var aldeilis ekki . Skipt var um þá ráðherra sem mestu máli skiptu fyrir mig og þar með alla lykilaðila í stjórn­ sýslunni um leið . Ég varð að fara í leiðangra að kynna mig og málefni Íslands eins og nýkominn væri!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.