Þjóðmál - 01.03.2012, Side 30
Þjóðmál VOR 2012 29
• Á vandasömum tímum er þing manna
nefnd falið að móta á nokkrum mán
uð um tillögur um þjóðaröryggis stefnu
sem væntanlega munu taka mið af fyrri
reynslu og núverandi viðhorfum . En á
tímum stöðugra breytinga er það aðal
atriði að þjóðaröryggi sé málefni sem
íslensk stjórnvöld hafi sem reglu bundið,
skipulagt viðfangsefni . Um slíka fram
kvæmd mála þarf sem fyrst að nást sátt .
Íslendingar verða, svo lengi sem þeir vilja
vera sjálfstæðir og full valda, að takast á
við þá spurningu hvaða þjónustu ríkið
megnar að veita og hvað verður að
sækja í samstarf við aðrar þjóðir . Þjóðar
öryggisstefna á grundvelli íslensks her
og vopnleysis er á hættu legum villigötum
enda ástæðan fyrir herleysi okkar smæðin
en ekki að við séum friðsamari en aðrar
þjóðir .
• Öryggis og varnarmál hafa löngum
verið tilefni togstreitu og deilna á Íslandi .
En nú er mál að linni og að farið verði
að móta heildarstefnu um þjóðaröryggi
Íslands . Við lifum tíma hraðfara breytinga,
ekki síst hvað tækni framfarir í hernaðar
aðgerðum hvers kyns varðar . Hugsan leg
ógn við tilvist okkar getur alltaf verið fyrir
hendi .
• Aðildin að NATO og tvíhliða samstarf
við Bandaríkin hvíldu á fyrri forsendum
um ógn . Þótt það tilheyri liðinni tíð
verður engu síður að taka mið af ýmsu
sem hefur ekki breyst við að skilgreina
megin forsendur þjóðaröryggisstefnunnar
í næstu framtíð og greina markmið og
leiðir . Það sem hafa ber hugfast er að við
verðum ætíð smáþjóð í stóru landi og
höfum enga möguleika til að halda uppi
eigin her . Vegna smæðarinnar hljótum
við að leita til annarra um hervernd .
• Íslendingar hafa tekið að sér ný verkefni
varð andi varnir landsins eftir brottför
varnar liðsins . Árið 2007 tóku íslensk
stjórn völd að sér að kosta og reka sjálf
ís lenska ratsjárkerfið sem er ómissandi
hlekkur í eftirliti NATO á Norður
Atlantshafi . Á smækkuðu varnarsvæði,
sem nú lýtur Íslendingum, er viðeigandi
aðstöðu við haldið og Ísland sér um gisti
ríkis þjónustu fyrir flugsveitir annarra
NATOríkja sem hingað koma til loft
rýmis gæslu . Banda ríski flugherinn er
þar þýð ingar mesti þátt takandinn . Her
æfingarnar NorðurVíkingur, sem fallið
höfðu niður, hófust aftur 2011 og mjög
þýðingarmikið er að þær haldi áfram .
• Þá ber að líta til þess að á vettvangi Norð
ur skautsráðsins væri hugsanlega hægt að
stofna til varanlegrar björgunarsveitar en
einnig til eftirlits gegn mengunarhættu .
Landhelgisgæslan og Landsbjörg yrðu
öflugir samstarfsaðilar .
• Við þurfum að finna nýjar leiðir til
þátttöku í sameiginlegum vörnum félags
ríkja okkar í NATO . Vel hefur tekist til
með þátttöku Íslands í friðargæslustarf
semi bandalagsins . Þar höfum við getað
lagt til ýmsa borgaralega sérþekkingu, til
dæmis á sprengjuleit, torfæruakstri og
jeppa smíði, heil brigðismálum, jafnréttis
málum, flug flutn ingum, flugvallarrekstri
og lög gæslu .