Þjóðmál - 01.03.2012, Page 32

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 32
 Þjóðmál VOR 2012 31 mala og mala og telja upp óskalistann sinn og hneykslast yfir núverandi ástandi . Margrét Tryggvadóttir sagði í Kryddsíld 2011 þegar formenn flokkanna voru bún ir að skammast hressilega: „Mér finnst stjórn­ mál á Íslandi eiginlega vera svolítið þannig eins og menn myndu vakna upp eins og Láki jarðálfur og ákveða að vera vondur allan daginn og skemma fyrir öðrum og reyna að koma höggi á andstæðing inn sko við þurfum að búa öll saman í þessu landi … við eigum öll sömu hags mun ina við eigum öll börn og viljum búa á Íslandi . . .“ Jó hanna Sigurðardóttir, smali, kink aði kolli yfir þessum orðum enda veit hún vel hvernig hún nýtir sér krúttin . Smala krúttum Krúttunum er smalað saman af valda­gráðugum og málefnalausum ein­ staklingum sem hafa valið sér að vinna vinstra megin við línuna því að þangað er oft auð velt að sækja atkvæði . Með kerfis­ bundn um hætti er þeim smalað saman og lofað að himnaríki á jörðu sé í seilingar­ fjarlægð . Áherslur vinstri manna hljóma vel með slagorðum þeirra; allt fyrir ekkert . Himna ríki hinnar kommúnísku hugsjónar . Þjóðfundurinn er bæði dæmi um snilld­ ar lega mis notkun vinstri manna á krútt­ unum og góða smalamennsku . Niður staða þessa fundar birtist í 1 . mynd (sjá að ofan), 1 . mynd: Niðurstaða „þjóðfundarins“, kröfur krúttanna .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.