Þjóðmál - 01.03.2012, Side 34
Þjóðmál VOR 2012 33
til Steingríms og lífeyrissjóðanna . Greiða
þarf til skattsins virðisaukaskatt, tekjuskatt
og tryggingagjald . Barna og vaxtabætur
skerðast á tímabilinu og lífeyrissjóðurinn
(með jaðaráhrif sín þegar hann fær loks að
njóta þeirra) fær sitt . Myndin sýnir þróun
jaðarskatta þessa einstaklings annars vegar
m .v . skatta 2007 og hins vegar 2012 .
Þarf að fara mörgum orðum um hinar
óæskilegu afleiðingar háskattastefnunnar?
Í þessum útreikningum er ekki tekið tillit
til þess að þegar smiðurinn kaupir mat
vöru, bensín, raftæki eða sígarettur fyrir sín
20% er vænn hluti þeirrar upphæðar ýmiss
konar skatt lagning eins og tollar, sykurgjald
og bensíngjöld (hér er ekki rétt að nefna
aftur virðis aukaskattinn) . Taka mætti líka
dæmi um launamann sem fær greidd laun
en sama niður staða yrði í hans dæmi, en
þar þyrfti að bæta við virðisaukaskatti
þegar hann kaupir vörur og þjónustu og
draga fram í dagsljósið hinn falda skatt
sem nefnist tryggingagjald . Vefþjóðviljinn
tók sem dæmi sambærilega reikninga í
Helgarsproki 7 . ágúst 2011 .
Þjóðfundurinn virðist ekki hafa rætt þetta
á fundi sínum, krúttin ræða ekki svona mál .
Þau vilja jöfnuð og himnaríki á jörðu . Það
eru engir skattar hjá Guði . Jay W . Richards
bendir okkur hins vegar á, í bók sinni
Peningar, græðgi og Guð, að Guð einn átti að
koma á himnaríki á jörðu, ekki maðurinn .
Við erum ekki ein!
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um ástandið í heiminum . Fjölmörg ríki
eru of skuldug . Jafnvel vígi kapítalismans,
Bandaríkin, er of skuldugt . Taflan hér að
ofan (3 . mynd) sýnir gegndarlausan vöxt
ríkisreksturs í nálægt eina og hálfa öld . Ef
krúttin mættu ráða myndum við eflaust
lenda í þakinu sem Svíþjóð virðist hafa
lent í um 1980 . Hærra í skattpíningu en
60% af þjóðarframleiðslu er eflaust ekki
hægt að fara .
3 . mynd: Gegndarlaus aukning ríkisumsvifa í nær eina og hálfa öld .