Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 42
Þjóðmál VOR 2012 41
Icelandic Group
Fleiri dæmi eru um falið eignarhald Ólafs Ólafssonar . Hinn 10 . júní 2005
var birtur listi yfir tíu stærstu hluthafa
í Icelandic Group, sameinuðu félagi
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH) og
Sjóvíkur .
Þar kom fram að sjötti stærsti hluthafinn
væri Fordace Limited og réði það félag
fyrir 4,47 prósenta hlut . Uppfærður listi
var birtur nokkrum dögum síðar og þá var
Fordace dottið út af honum, en tilkynnt
í Kauphöllinni um viðskipti í Icelandic
Group fyrir tæpa 1,2 milljarða króna . Nýir
á listanum voru Lífeyrissjóðir Bankastræti 7
og Arion safnreikningur sem réðu samtals
fyrir 4,5 prósenta hlut . Fjölmiðlar leituðu
eftir upplýsingum um það hver eigandi að
sjötta stærsta hlutnum hefði verið . Jón Krist
jánsson í Sundi, stjórnarformaður Icelandic
Group, kvaðst ekki hafa vitneskju um málið .
Kauphöllin veitti ekki upplýsing ar um það
og forstjóri Fjármálaeftirlitsins vildi ekki
segja hvort hann vissi hver hefði átt hlutinn .
Þó var ljóst að umrætt félag hafði eignast
hlutinn eftir sameiningu SH og Sjóvíkur,
en eigendur Sjóvíkur fengu þriðjungshlut
í nýstofnuðu félagi, Icelandic Group . Sund
voru stærstu eigendur Sjóvíkur, en heimildir
hermdu að annar eigandi Sjóvíkur, Serafin
Shipping, hefði eignast um sex prósenta
hlut í sameinuðu félagi .19 Fari félag yfir
fimm prósenta markið verður að gera
grein fyrir eignaraðild með tilkynningu til
Kauphallarinnar, en eignarhluta Serafin
var skipt á tvö félög sem hvorugt fór yfir
fimm prósenta markið . Ólafur Ólafsson, þá
stjórnarformaður SÍF, réð fyrir hlut Serafin
Shipping í Sjóvík . Þegar blaðamaður
Markaðs ins, fylgirits Fréttablaðsins, spurði
Ólaf um eignarhluta sinn í Sjóvík vísaði
19 „Huldufélag í Icelandic Group“ . Fréttablaðið,
Mark aðurinn, 22 . júní 2005 .
Listi yfir stærstu hluthafa í Icelandic Group hf . 10 . júní 2005
Burðarás hf . 450 .534 .353 20,78%
Landsbanki Íslands hf . 398 .811 .243 18,39%
Sund ehf . 265 .597 .774 12,25%
Straumur Fjárfestingarbanki hf . 259 .098 .899 11,95%
Landsbankinn Luxemborg S .A . 201 .690 .266 9,30%
Fordace Limited 96 .907 .296 4,47%
Fjárfestingarfélagið Grettir hf . 91 .575 .09 4,22%
SÍF hf . 88 .438 .077 4,08%
Ellert Vigfússon 59 .819 .319 2,76%
Ísfélag Vestmannaeyja hf . 36 .630 .037 1,69%
1.949.102.356 89,90%
Aðrir hluthafar 218.989.026 10,10%
Hlutafé samtals: 2.168.091.382
heimild: heimasíða Kauphallarinnar, news.icex.is, fyrirtæKjalisti.