Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 60
Þjóðmál VOR 2012 59
Sjálfstæðisstefnan er göfug stefna og sönn, sem innblásin er af einu slag orði
frönsku byltingarinnar: „Frelsi, jafnrétti,
bræðralag .“
Á fyrstu áratugum nítjándu aldar hófu
ungir íslenskir námsmenn útgáfu tímarits
sem þeir nefndu Fjölni og hægt er að segja
Jónas Hallgrímsson og félaga, að vissu
leyti, upphafsmenn sjálfstæðisstefnunnar .
Þeir vildu uppfræða alþýðu Íslands og færa
þjóðina í átt til frelsis, en óhætt er að segja að
valdastéttin á Íslandi og bændur tóku frelsis
hugmyndum Fjölnismanna ekki fagnandi .
Á þessum tíma var fólk, sem minna mátti
sín á Íslandi, ekki frjálst . Vinnumenn fóru
á vertíð og bændurnir hirtu launin þeirra .
Þess vegna þjón aði það ekki hagsmunum
bænda að sjávarútvegur yrði sjálfstæð
atvinnugrein á Íslandi, því þá misstu þeir
talsverðar tekjur .
Hagsmunaöfl allra tíma finna alltaf einhver
rök til að viðhalda sjálfum sér og á nítjándu
öldinni heyrðist það sjónarmið ríkjandi
hagsmunaafla, að landið væri of lítið til að
bera fleira fólk . Einnig fannst þeim sem
völdin höfðu líklegt, að ef sjávarútvegur
næði að festast í sessi sem atvinnugrein yrði
mikil ómenn ing í sjávarplássunum, menn
myndu leggjast í drykkjuskap og ýmiskonar
laus ung festast í sessi .
Valdastéttin taldi það hollast fyrir alla,
að bændur myndu sjá vinnufólki sínu
fyrir fæði og klæðum, þá yrði stöðugleiki í
samfélaginu og öllum ætti að líða vel .
Þ að er gömul saga og ný, að fólk óttast nýjar hugmyndir, flestum þykir nota
legast að lifa við óbreytt ástand; „maður veit
þó allavega hvað maður hefur“ .
Fjölnismenn kynntust Jóni Sigurðssyni
í Kaupmannahöfn og vildu gjarna njóta
liðsinnis hans . Jón hafði svipaðar hugmyndir
og þeir, en honum hugnaðist ekki hin
bein skeytta framsetning þeirra, enda var
Jón klókur stjórnmálamaður, en það voru
Fjölnis menn ekki .
Jóni Sigurðssyni tókst að fanga athygli
þjóð ar innar, hann barðist ötullega fyrir
frelsi hennar og sambandsslitum við Dani
eins og flestir þekkja; einnig barðist Jón
fyrir frelsi á markaði .
Eftir að Jón Sigurðsson hvarf af sjónar
sviðinu, héldu skoðanabræður hans bar
áttunni áfram .
Jón Ríkharðsson
Sjálfstæðisflokkurinn
— vegsemd hans og vandi