Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 60

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 60
 Þjóðmál VOR 2012 59 Sjálfstæðisstefnan er göfug stefna og sönn, sem innblásin er af einu slag orði frönsku byltingarinnar: „Frelsi, jafnrétti, bræðralag .“ Á fyrstu áratugum nítjándu aldar hófu ungir íslenskir námsmenn útgáfu tímarits sem þeir nefndu Fjölni og hægt er að segja Jónas Hallgrímsson og félaga, að vissu leyti, upphafsmenn sjálfstæðisstefnunnar . Þeir vildu uppfræða alþýðu Íslands og færa þjóðina í átt til frelsis, en óhætt er að segja að valdastéttin á Íslandi og bændur tóku frelsis­ hugmyndum Fjölnismanna ekki fagnandi . Á þessum tíma var fólk, sem minna mátti sín á Íslandi, ekki frjálst . Vinnumenn fóru á vertíð og bændurnir hirtu launin þeirra . Þess vegna þjón aði það ekki hagsmunum bænda að sjávarútvegur yrði sjálfstæð atvinnugrein á Íslandi, því þá misstu þeir talsverðar tekjur . Hagsmunaöfl allra tíma finna alltaf einhver rök til að viðhalda sjálfum sér og á nítjándu öldinni heyrðist það sjónarmið ríkjandi hagsmunaafla, að landið væri of lítið til að bera fleira fólk . Einnig fannst þeim sem völdin höfðu líklegt, að ef sjávarútvegur næði að festast í sessi sem atvinnugrein yrði mikil ómenn ing í sjávarplássunum, menn myndu leggjast í drykkjuskap og ýmiskonar laus ung festast í sessi . Valdastéttin taldi það hollast fyrir alla, að bændur myndu sjá vinnufólki sínu fyrir fæði og klæðum, þá yrði stöðugleiki í samfélaginu og öllum ætti að líða vel . Þ að er gömul saga og ný, að fólk óttast nýjar hugmyndir, flestum þykir nota­ legast að lifa við óbreytt ástand; „maður veit þó allavega hvað maður hefur“ . Fjölnismenn kynntust Jóni Sigurðssyni í Kaupmannahöfn og vildu gjarna njóta liðsinnis hans . Jón hafði svipaðar hugmyndir og þeir, en honum hugnaðist ekki hin bein skeytta framsetning þeirra, enda var Jón klókur stjórnmálamaður, en það voru Fjölnis menn ekki . Jóni Sigurðssyni tókst að fanga athygli þjóð ar innar, hann barðist ötullega fyrir frelsi hennar og sambandsslitum við Dani eins og flestir þekkja; einnig barðist Jón fyrir frelsi á markaði . Eftir að Jón Sigurðsson hvarf af sjónar­ sviðinu, héldu skoðanabræður hans bar­ áttunni áfram . Jón Ríkharðsson Sjálfstæðisflokkurinn — vegsemd hans og vandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.