Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 62
Þjóðmál VOR 2012 61
töldu þjóðinni enn á ný trú um, að þeir
gætu stjórnað . Ekki sér fyrir endann á þeim
ósköpum öllum, en vonandi nær Sjálf stæðis
flokkurinn vopnum sínum á ný, þannig að
þjóðin nái að koma sér upp úr þeim forarpytti
sem vinstri öflin hafa grafið hana í .
Helsta vegsemd Sjálfstæðisflokksins og jafnframt helsti vandi hans er, að
hann hefur borið gæfu til að eiga mestu
stjórnmálaleiðtoga þjóðarinnar innan sinna
raða . Án þess að gert sé lítið úr öðrum
formönnum flokksins, en allir hafa þeir átt
sína góðu kosti, þá er það staðreynd að Jón
Þorláksson, Ólafur Thors, Bjarni Benedikts
son eldri og Davíð Oddsson eru sterkustu
og bestu leiðtogar síðustu aldar; reyndar sat
Davíð fram á þessa öld en hann er nú hættur
afskiptum af pólitík, þótt hann tjái skoðanir
sínar í frábærum ritstjórnargreinum sem
vekja alltaf mikla athygli .
Það er óvanalegt að svona lítil þjóð eignist
fjóra afburðaleiðtoga á sömu öldinni, en
vandi fylgir víst vegsemd hverri . En segja
má það Sjálfstæðisflokknum til hróss, að
sterkustu leiðtogarnir leita ávallt þangað .
Ástæðan er vitanlega sú, að Sjálfstæðis
flokkurinn á sér, einn flokka hér á landi,
alvörustefnu til að fara eftir . Alvörumenn
nenna ekki að taka þátt í einhvers konar
þvælu sem helst gengur út á að ljúga sem
mestu upp á pólitíska andstæðinga eins og
vinstri flokkarnir gerðu og gera enn .
Vandinn við góðan og sterkan leiðtoga er
sá, að flokksmönnum hættir til að sofna á
verðinum og þeir treysta um of á leiðtogann,
fáir nenna að læra af honum og flokkurinn
verður eins og strá í vindi þegar skipta þarf
um forystu .
Ýmsar umræður hafa átt sér stað innan
flokksins, sumir vilja ástunda svokölluð
samræðustjórnmál sem engu skila eða færa
flokkinn inn á hina svokölluðu miðju .
Samræðustjórnmál eiga ekki að þekkjast,
því það eru svik við kjósendur að segja eitt
í kosningabaráttu og breyta svo um stefnu
til að þóknast öðrum flokkum þegar kjöri
er náð . Sjálfstæðisflokkurinn á heldur ekki
að færa sig inn á miðjuna, hún er ekki hans
staður, enda er miðjan ekkert annað en
vettvangur til þjónkunar við kjósendur og
aðra flokka .
Færa má rök fyrir því, eins og í upphafi
var haldið fram, að Fjölnismenn hafi verið
fyrstu boðberar sjálfstæðisstefnunnar, en
það má aldrei hætta og aldrei gefast upp
á að berjast fyrir frelsinu . Það er skylda
okkar sjálfstæðismanna að standa vörð um
sjálfstæði þjóðarinnar og að vera eldheitir
boðberar frelsis, til athafna jafnt sem orða .
Á tímum sem þessum, þegar margir vilja að
þjóðin lúti erlendu valdi, þá er þörf á sterku
afli sem berst gegn öllum hugmyndum
sem takmarka frelsi okkar og möguleika til
vaxtar og þroska .
Sjálfstæðisflokkurinn verður að berjast fyrir frelsinu og aldrei má hvika frá
því, hann á að tileinka sér eldmóðinn, sem
Fjölnismenn áttu, í bland við stjórnvisku
og kænsku Jóns Sigurðssonar . Vegsemd sína
hlýtur hann af því, að sannfæra þjóðina um
að tímar þóknunarstjórnmála séu liðnir
undir lok . Framleiðslan stendur ekki undir
loforðaflaumi stjórnmálamanna, við þurfum
að hverfa frá eyðslustefnunni og hætta að
þóknast ákveðnum hagsmunahópum, við
eigum að þóknast stefnu okkar, heildar hags
munum þjóðarinar og íslenskum ófæddum
þegnum um ókomna tíð .
Þetta gerum við með sparsemi og fyrir
hyggju, lágum sköttum og frelsi á markaði
og með því að varðveita sjálfstæði landsins .
En við þurfum að vinna með öðrum
þjóðum og eiga góð samskipti við þær,
annars skríðum við í daunilla moldarkofa
á ný .
Góð og farsæl samskipti við aðrar þjóðir