Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 67
66 Þjóðmál VOR 2012
þá, sem töldust óvinnufærir, en leið þeirra
lá oftast beint í gasklefana . Öll börnin í
lestinni voru send þangað, þar á meðal
Denny litli Rosenthal, sem var að verða
fjögurra ára . Til að forðast alla rekistefnu
töluðu varðmennirnir vingjarnlega við þá
fanga, sem merktir voru dauðanum . Þeir
vísuðu þeim inn í skála og sögðu, að þeir
ættu að taka sér steypibað og yrðu þess
vegna að afklæðast . Fangarnir voru leiddir
inn í sérstaka klefa, sem var snögglega læst,
og banvænu gasi síðan hleypt á . Líkum
var brennt samdægurs . Siegbert var í hópi
hinna, sem ekki voru myrtir strax, af því
að þeir töldust vinnufærir . Þeir voru sendir
í sótthreinsun, hár þeirra rakað af, þeim
fengnir búningar með svörtum, lóðréttum
röndum og kennitala flúruð í húð þeirra .
Siegbert bar töluna 107933 .8 Hann
stundaði þrælavinnu í Bunaverksmiðjunni,
sem var innan búðanna í Auschwitz, en þar
framleiddi þýska fyrirtækið I . G . Farben
gervigúmmí, aðallega til hernaðarnota .
Dagurinn í Auschwitz var tilbreytingar
snauður . Vinnuþrælarnir voru reknir á fætur
við sólarupprás og látnir gegna nafnakalli
úti fyrir, og gat það tekið langan tíma í
misjöfnum veðrum . Þegar hlé var gert á
stritinu, biðu þeir í löngum röðum eftir
mat sínum, sem var naumt skammtaður .
Við sólarlag sneru þeir aftur til svefnskála
sinna, gegndu öðru nafnakalli og gengu til
hvílu .9 En einn góðan veðurdag í júní 1943
var Siegbert Rosenthal kvaddur frá vinnu
sinni . Hann var ásamt hátt í tvö hundruð
öðrum föngum látinn bíða við sjúkraskýli
í húsi nr . 28 í búðunum . Þar birtist maður
í einkennisbúningi höfuðsmanns í SS og
skipaði föngunum að afklæðast . Hann tók
upp mælitæki og kallaði fangana fyrir sig
hvern af öðrum, horfði á þá þegjandi í eina
eða tvær mínútur, fyrst andlitið, en renndi
síðan augum eftir líkömum þeirra . Sumum
vísaði hann burt formálalaust, en aðra mældi
hann hátt og lágt, sérstaklega höfuðlagið .
Alls voru 115 fangar valdir úr, nær allir
gyðingar . Konurnar í hópnum voru sendar
í einn skála og karlarnir í annan . Næstu
daga skoðaði SSmaðurinn fangana nánar
ásamt aðstoðarmanni, og voru jafnvel tekin
mót af höfðum sumra þeirra . Taugaveiki
hafði stungið sér niður í búðunum, og voru
fangarnir settir í einangrun í nokkrar vikur .
Siegbert Rosenthal og samfangar hans voru
síðan reknir inn í flutningalest 30 . júlí 1943 .
Hún hélt vestur á bóginn, til Natzweiler
fangabúðanna í Elsass, nálægt Strassborg .
Höfuðsmaðurinn í SS, sem valdi úr
Sieg bert Rosenthal og samfanga hans,
hét Bruno Beger . Hann var í Auschwitz á
vegum rann sóknarstofnunar SS, Ahnenerbe,
sem kalla mætti Arfleifðina á íslensku .
Foringi SS, Heinrich Himmler, hafði sett
þá stofnun upp árið 1935, og var Wolfram
Sievers framkvæmdastjóri . Átti stofnunin
að rannsaka germanskan menningararf,
en einnig muninn á kynþáttum . Veitti
hún fræðimönnum styrki til rannsókna
og sendi jafnvel leiðangra í fjarlæg lönd . Í
stríðinu hóf stofnunin tilraunir á mönnum .
Rann sakaði hún meðal annars kuldaþol
einstaklinga og viðbrögð við eiturefnum .
Voru mörg tilraunadýrin gyðingar, og létu
sumir lífið eða hlutu ævilöng örkuml af
þeim sökum . Í miðju stríði uppgötvuðu
sérfræðingar Ahnenerbe, að þeir ættu ekki
nógu margar höfuðkúpur af gyðingum
til kynþáttarannsókna . Erindi Brunos
Begers í Auschwitz var að bæta úr því . Áttu
rannsóknirnar að fara fram undir umsjón
SSlæknisins Augusts Hirts, prófessors í
líffærafræði í Strassborgarháskóla . Þegar
Siegbert Rosenthal og samfangar hans komu
í Natzweilerbúðirnar í júlílok 1943, lét
Hirt taka röntgenmyndir af höfuðkúpum
þeirra allra . Hann notaði líka tækifærið til
að fylgja eftir einu áhugamáli nasista, en
það var, hvernig gera mætti karla ófrjóa .