Þjóðmál - 01.03.2012, Page 74

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 74
 Þjóðmál VOR 2012 73 Tíu dögum eftir að þessi frásögn birtist, skrifaði Bruno Kress Einari Olgeirssyni: Sannleikskjarninn í þessum rógskrifum er líklega, að ég sótti afmælisveislu Brynjólfs 26 . maí í Skíðaskálanum í Hveradölum . Þar hélt ég enga ræðu og varð ekki var við neitt uppnám . Á Íslandi ætti allt að vera vitað um fortíð mína . Ég gekk eins og allt félag Þjóðverja hér (að undanteknum Schopka) í Reykjavík í utanlandsdeild Nasistaflokksins . 1935 var ég rekinn úr flokknum að undirlagi Timmermanns ræðismanns, sem þá var enn á Íslandi . Ég mátti ekki verða lektor í Háskóla Íslands . Það leyfði Hitlers­Þýskaland ekki . Þá fékk ég vinnu hjá Ásgeiri Sigurðssyni í Landssmiðjunni og seinna hjá Pálma Hannessyni í Menntaskólanum . Ég gerði innflytjendum frá Þýskalandi aldrei neitt og myndi ekki gera . Kress vélritaði bréf sitt á þýsku, en bætti við á íslensku á handskrifuðum bréfmiða: „Gerðu Bruno Kress tók við heiðursdoktorstitli frá Háskóla Íslands úr hendi Höskuldar Þráinssonar, þáverandi forseta Heimspekideildar, haustið 1986 . Eftir stríð hafði hinn ákafi nasisti snúist til kommúnisma og orðið forstöðumaður norrænu stofnunarinnar í Greifswald­háskóla .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.