Þjóðmál - 01.03.2012, Page 75

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 75
74 Þjóðmál VOR 2012 þetta sem allra fyrst, því sumum félögum finnst vera matur í þessu móti mér . Það er hart að þurfa að láta níða sig í erlendum blöðum, en hálfu verra, þegar slík skrif leiða til þess, að manni er sýnt vantraust .“43 Einar brást strax við beiðni Kress . Hann skrifaði í októberbyrjun 1959 til trún­ aðar manns flokksdeildar kommúnista í Greifswald og kvað Kress hafa unnið ötul­ lega að menningartengslum Íslands og Þýska alþýðulýðveldisins . Hann bætti við: Ég tel mig hins vegar vita, hvernig þessi ljóta saga hefur komist á kreik . Í þessari afmælisveislu var eiginkona eins félaga okkar . Hún er gyðingatrúar og flýði frá Hitlers­Þýskalandi . Hún ber þungan hug til flestra Þjóðverja og tók því illa, að félagi Kress var staddur þar . Tal hennar varð að þeirri fjöður, sem sást í hænunum fimm í Dem Nordschleswiger . Rógurinn í þessari grein er staðlaus . Mér er kunnugt um, að framsæknir, borgaralegir menntamenn, sem þekktu best félaga Kress fyrir stríð, til dæmis Pálmi Hannesson, rektor Mennta­ skólans í Reykjavík, og Einar Ól . Sveinsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, töldu Kress ekki nasista í skoðunum . Og vegna þess að nasistarnir hérna litu hann óhýru auga, gat hann ekki orðið lektor í Háskólanum . Og mér er kunnugt um það, að eftir stríð, þegar hann var í Austur­ Þýskalandi (fyrir 1949), var lagt fast að honum að snúa aftur til Íslands og taka við góðri stöðu hér, en hann kaus frekar að vera um kyrrt í Austur­Þýskalandi, þar sem ástandið var þá mjög erfitt .44 Bruno Kress þakkaði Einari kærlega fyrir aðstoðina og kvaðst sjálfur ekki hafa orðið neins var í afmælisveislu Brynjólfs forðum . „Mér þykir ólíklegt, að íslensk blöð taki þennan þvætting upp úr hinu þýsk­danska blaði, því á Íslandi vita menn sannleikann af eigin þekkingu og lygin yrði mjög skammæ .“45 Í ársbyrjun 1960, skömmu eftir þessi bréfa­ skipti Brunos Kress og Einars Olgeirssonar, kom Brynjólfur Bjarnason við í Greifswald og hélt fyrirlestur í háskólanum um „sögu íslensku verkalýðshreyfingarinnar“ . Alþýðu­ blaðið taldi af því tilefni kynlegt, að íslenskir kommúnistar færu í pílagrímsgöng ur til gamals nasista . Einhverjar spurnir hafði blaðið líka af atvikinu í sextugsafmæli Brynjólfs Bjarnasonar, líklega úr vestur­þýska blaðinu: „Í maí 1958 kom Kress til Reykjavíkur, og gerðu kommúnistar mikið veður með hann . En gyðingakona ein í Reykjavík þekkti fyrri feril hans og mótmælti .“46 Samband Kress og íslenskra sósíalista var áfram dágott . Kress sat í stjórn Eystrasaltsvikunnar, sem var árlegt vináttumót austur­þýskra kommúnista og norrænna gesta þeirra, og sumarið 1960 hélt Sósíalistaflokkurinn flokksskóla í Rostock í tengslum við Eystrasaltsvikuna . Þar flutti Kress erindi um „uppbyggingu sósíalismans og Þýskalandsmálið, einkum baráttuna við vestur­þýsku hernaðarhyggjuna“ .47 Margir njósnarar Austur­Þýskalands á Norður­ löndum á sjöunda og áttunda áratug hlutu menntun sína í Norrænu stofnuninni í Greifswald, en Kress veitti henni forstöðu til 1963 .48 Hann hætti kennslu 1972 og sinnti eftir það aðallega þýðingum úr íslensku . Hann varð heiðursdoktor frá Háskóla Íslands haustið 1986 á sjötíu og fimm ára afmæli skólans . Skömmu áður en Kress tók við þessari nafnbót, andaðist Henný Goldstein­ Ottósson, 24 . ágúst 1986 . Sonur hennar, Pétur Goldstein, féll frá sjö árum síðar, 1993, frá konu og fimm dætrum . Hann var líklega sá íslenski ríkisborgari, sem helför gyðinga á tuttugustu öld komst næst og snerti sárast: Faðir hans, móðurbróðir og systkinabarn við hann féllu þar öll fyrir morðingja höndum . Heiðursdoktorinn frá Háskóla Íslands, Bruno Kress, lést níræður að aldri 15 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.