Þjóðmál - 01.03.2012, Page 87

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 87
86 Þjóðmál VOR 2012 Bókadómar _____________ Skyldulesning um stjórnarhætti, alþingi og stjórnmál Ragnheiður Kristjánsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Stefanía Óskarsdóttir og Þorsteinn Magnússon: Þingræði á Íslandi – samtíð og saga. Forlagið, Reykjavík, 2099, 497 bls . Eftir Björn Bjarnason Þess var minnst á hátíðlegan hátt 1 . febrúar 2004 að 100 ár voru liðin frá því að heimastjórn kom til sögunnar á Íslandi og Stjórnarráð Íslands var stofnað . Í tilefni af því var meðal annars efnt til athafnar í Þjóðmenningarhúsinu og þrjú bindi af rit verkinu Stjórnarráð Íslands 1964–2004 afhent . Ríkisstjórnin beitti sér fyrir ritun verksins undir ritstjórn Sumarliða Ísleifs­ sonar sagnfræðings . Opinberir aðilar létu ekki við þetta eitt sitja við fræðiritun og rannsóknir í tilefni af hinum merku tímamótum í stjórnmála­ og stjórnskipunarsögunni . Upphaf þingræðis á Íslandi er formlega rakið til þess að ráð herr­ ann varð íslenskur með búsetu hér á landi 1 . febrúar 1904 og í tilefni 100 ára afmæli þingræðisins ákvað forsætisnefnd al þingis að standa að ritun bókar um þing ræði á Íslandi í 100 ár . Þriggja manna ritstjórn verksins var skipuð í desember 2005 . Í henni sátu Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði, Ragnhildur Helgadóttir, laga­ prófessor og formaður ritstjórnar, og Þor­ steinn Magnússon, stjórnmálafræðingur og að stoðar skrifstofustjóri alþingis . Setti rit stjórn sér það markmið að „ritið yrði heild stætt, læsilegt og m . a . yrði fjallað um upp runa þingræðisins, eðli og inntak þing­ ræðis reglunnar, sögu þingræðis almennt og á Ís landi og framkvæmd þess hér á landi“ . Þessari stefnu ritstjórnarinnar var hrundið í framkvæmd á þann veg að bókinni er skipt í fjóra hluta: I . Þingræði í sögulegu og al­ þjóðlegu samhengi; II . Þingræðisreglan í ís lenskri stjórnskipun; III . Þingræði í fram­ kvæmd á Íslandi og IV . Staða Alþingis í meiri hluta þingræði . Fjórir höfundar skipta því á milli sín að skrifa um þetta efni: Ragnhildur Helgadóttir prófessor ritar II . hluta bókarinnar í tveimur köflum: Þing­ ræðis reglan og staða hennar í stjórn skip un­ inni og Framkvæmd þingræðis regl unnar . Þorsteinn Magnússon aðstoðarskrifstofu­ stjóri ritar fyrsta kafla bókarinnar: Almenn merking orðsins þingræði og síðan loka­ hluta hennar þar sem kaflarnir eru þrír auk inn gangs: Samþætting meginvaldaþátta rík­ isins; Samþætting valdaþáttanna og hlut­ verk Alþingis; Samþætting valdaþáttanna og þróun Alþingis auk niðurstöðukafla . Ragnheiður Kristjánsdóttir ritar þrjá kafla í I . hluta bókarinnar: Drög að þjóðríki á 19 . öld og þingræði 1904; Þing, konungsvald og stjórn 1904–1918 og Efasemdir um þingræði . Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræð­ ingur ritar tvo kafla í I . hluta: Þingræði

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.