Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 89

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 89
88 Þjóðmál VOR 2012 ins . Hér á landi eru umræður um lýðræðis­ halla innan EES­samstarfsins . Þeir sem helst kvarta undan honum vilja rétta hann af með því að ganga í Evrópusambandið! Stefanía gerir grein fyrir inntaki forseta­ valds í ýmsum ríkjum og ber saman við Ísland . Almenna niðurstaða hennar er að forseti Íslands hagi sér í samræmi við „venjur þingræðisins“ í almennum skilningi . Undan tekningar séu þó þrjár, þegar Ólafur Ragnar Grímsson hafi neitað að staðfesta samþykkt lög alþingis . Hún segir að með því hafi forsetaembættið verið „sveigt inn á nýjar brautir“ . Forseti hafi með því þó ekki haft „áhrif á ríkisstjórnarmeirihlutann og þar með ekki á þingræðisregluna“ . Hins vegar telur hún augljóst að með því að beita synjunarvaldinu skerði forseti „svigrúm þingmeirihlutans til að setja lög“ . Þarna víkur Stefanía annars vegar að þingræðinu í þröngum stjórn skipunarlegum skiln ingi, það er að synjun forseta hafi ekki leitt til þess að ríkisstjórn segði af sér, og hins vegar að hinum víðari skilningi á þingræðinu, það er að þingið skuli eiga síðasta orð um efni laga . Í þessu ljósi er ónákvæmt að segja að athafnir Ólafs Ragnars hafi ekki haft áhrif á þingræðisregluna . Hitt er síðan annað mál að fram til þess tíma að Ólafur Ragnar tók að beita synjunarvaldinu var það álit þeirra sem ræddu beitingu þess að hún mundi annaðhvort verða til þess að ríkisstjórn félli eða forseti neyddist til að segja af sér vegna þess að þingmenn mundu ekki láta slíkt yfir sig ganga . Hvorugt hefur gerst . Risið á alþingi og þar með þingræðisreglunni hefur hins vegar lækkað vegna afskipta Ólafs Ragnars . Alþingismenn rétta ekki hlut sinn nema með því að breyta ákvæði 26 . gr . stjórnarskrárinnar . Ragnheiður Kristjánsdóttir segir að efa­ semdir um þingræðið komi einkum úr þremur áttum . Í fyrsta lagi frá hægri­ og íhalds mönnum en í öðru lagi frá byltingar­ sinnuðum vinstri mönnum . Gagn­ rýni þessara hópa beinist að lýðræðis­ fyrirkomulaginu í heild sinni, þeir vilji afnema fulltrúalýðræðið . Í þriðja hópnum séu hins vegar lýðræðissinnar sem vilji að fulltrúalýðræðið hopi fyrir beinu lýðræði eða þeir vilja skarpari skil milli löggjafar­ valds og framkvæmdavalds . Ragnheiður segir: „Umræðan um galla þingræðisins hefur nánast því alltaf verið sett fram í tengslum við gagnrýni á stjórnmálakerfið eða umræður um breytingar á íslenskri stjórnskipun og þá sérstaklega einkenni á íslenskri stjórnmálamenningu (og stjórn­ kerfi) sem hefur verið nefnt flokksræði .“ Íhaldsmenn eru dæmdir harkalega og ranglega með því að skipa þeim í þann flokk manna til hægri (nasista og fasista) sem vilja afnám lýðræðis . Að kenna íhaldsmenn við andstæðinga þingræðis rökstyður Ragn­ heiður með því að benda á að á sínum tíma hafi verið hreyft hugmyndum um úrvals­ stjórn (elítustjórn) í anda Plat ons og nefnir hún til sög unnar Frederik Vinding Kruse, lagaprófessor í Danmörku, sem hefði haldið fram kostum sérfræðingastjórnar um fram þingræði og almennan kosningarétt . Það er næsta langsótt að nefnda Vinding Kruse til sögunnar á þennan hátt . Hann sætti ásökunum eftir síðari heimsstyrjöldi na fyrir að hafa dregið taum nasista . Nær hefði verið að benda á stjórnskipun Evrópusambandsins sem dæmi um tilraun til að koma á fót elítustjórn . Þar fer fram­ kvæmdastjórn sambandsins, skipuð einum fulltrúa hvers aðildarríkis, með frumkvæðis­ og eftirlitsvald . Hún sætir ekki kjöri þótt ESB­þingið geti ýtt henni eða einstökum framkvæmdastjórum frá völdum . Rannsóknir Ragnheiðar Kristjánsdóttur leiða hana til þeirrar niðurstöðu að meira sé rætt um endurbætur á íslensku stjórnarfari og stjórnkerfi þegar miklar sviptingar séu í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.