Þjóðmál - 01.03.2012, Page 91

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 91
90 Þjóðmál VOR 2012 að ríkisstjórn stjórna báðum megin stofn­ un um ríkisvaldsins, Alþingi og Stjórn ar­ ráðinu, og ráðherrasveit flokkanna verður jafnframt hinn pólitíski stjórnandi beggja þessara stofnana“ . Með hliðsjón af því hve meirihlutastjórnir séu algengar hér á landi megi lýsa þing­ ræðisskipan hér með hugtakinu „meiri­ hlutaþingræði“ . Þetta hugtak sé hins vegar sjaldan notað hér á landi . Þorsteinn segir að tvípólun stjórnmálanna, í stjórn og stjórnar­ andstöðu, móti stjórnmálalífið og alla starfsemi alþingis; samheldni stjórnarliða sé þó jafnan meiri en stjórnarandstöðu enda mun meira í húfi fyrir þá sem styðja ríkisstjórn að standa vörð um hana en hina sem hafa ekki sömu hagsmuni að verja . Að mati Þorsteins ber því ekki að skýra hina ráðandi tvípólun með átökum eða árekstrum milli þings og stjórnarráðs, lög­ gjafarvalds og framkvæmdavalds, heldur milli stjórnar og stjórnarandstöðu . Valdið sé hið sama á þingi og í stjórnarráðinu . Þorsteinn nefnir fjölmörg dæmi úr þing­ og stjórnmálasögunni máli sínu til stuðnings og til að benda á ýmsar bábiljur í dægur­ og fjölmiðlaumræðum um störf alþingis og stjórnmálalífið . Hann segir að vanga veltur um hvort framkvæmdavaldið stjórni alþingi eða öfugt skili í reynd litlu . Aðal atriðið sé að sama pólitíska aflið ráði í raun för, flokkarnir sem hafi meirihluta á þingi og myndi ríkisstjórn fái umboð þjóðar innar til að stýra þessum tveimur stofn unum ríkisvaldsins . Þorsteinn ræðir einnig um störf stjórn­ málaflokka og flokksaga . Hann segir að dregið hafi jafnt og þétt úr honum eftir 1970 og rekur það meðal annars til þess að prófkjör kalli ekki á sömu hollustu við forystu flokka og áður . Í stað þess að eiga framtíðarsetu sína á þingi undir ákvörðunum kjörnefnda á vegum flokka leiti frambjóðendur umboðs frá kjósendum sjálfum í prófkjörum . Nú megi lýsa flokksaga á þingi þannig að samflokksmenn standi „yfirleitt saman í atkvæðagreiðslu á Alþingi í öllum „meiri háttar málum““ . Oft verður nokkuð uppnám í þjóðfélag­ inu þegar menn þenja sig yfir því að málþóf sé á alþingi um eitthvert mál . Þorsteinn Magnússon segir: „Málþóf er í reynd inngreypt í umræðuhefð Alþingis . Það er hluti af því að vera í stjórnarandstöðu að leggja rækt við þessa hefð . Það skiptir ekki máli hvaða flokkar eru í stjórnarand stöðu . [ . . .] En þrátt fyrir langa „málþófshefð“ á Alþingi hefur orðið málþóf verið nánast eins konar „tabú“ eða bannorð innan þingsins og minnir stundum á söguna um nýju fötin keisarans .“ Þegar til þessa er litið ber einnig að hafa í huga þá staðreynd að mun stærri hluta af starfstíma alþingismanna er varið í þing­ salnum, á fundum þar frekar en á nefndar­ fundum . Þorsteinn segir: „Í reynd hefur Alþingi verið það sem Helgi Bern ód us son, skrifstofustjóri Alþingis, hefur kallað „salar­ þing“, öfugt við norska og sænska þingið sem hann nefnir „nefnda­þing“ vegna þess að áherslan þar er frekar á nefndastarfið en starfið í þingsalnum .“ Þingsköpum var nýlega breytt með fækk un nefnda og aukinni áherslu á opna nefnd ar fundi . Því má velta fyrir sér hvort sú breyt ing verði til þess að færa þunga þing­ starf nna meira úr þingsalnum í nefndirnar . Það mun mjög ráðast af því hvernig haldið verður á störfum nefndanna á fyrstu misserum hinn ar nýju skipunar . Lofar þar ekki góðu ef menn telja sér til dæmis fært að drepa mál í nefnd eins og tillöguna um að afturkalla lands dóms ákæruna á hendur Geir H . Haarde . Hér verður efni bókarinnar Þingræði á Íslandi – samtíð og saga ekki rakið frekar . Því skal fagnað að forsætisnefnd alþingis réðst í útgáfu bókarinnar og fékk til þess

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.