Þjóðmál - 01.03.2012, Side 94

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 94
 Þjóðmál VOR 2012 93 2011 á 200 . afmælisári Jóns Sigurðssonar hlaut Páll Björnsson fyrir bókina: Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Páll Björnsson er dósent í nútímafræði við Háskólann á Akureyri og í kynningu á bókarkápu er sagt að hann hafi „einkum fengist við rannsóknir á þjóðerniskennd, frjáls lynd­ is stefnunni og viðhorfum til kynjanna“ . Hann segir að fyrstu hugmyndir sínar um þessa bók hafi mótast árið 2004 þegar hann kenndi málstofu í sagnfræði við Háskóla Íslands sem nefndist „Jón Sigurðsson: Lífs og liðinn“ og síðustu þrjú ár hafi hann helgað gerð bókarinnar mestallan rannsóknartíma sinn . Hann segir: „Málstofur sem ég hef kennt við skólann, einkum um þjóðerni og sjálfsmyndir, hafa átt þátt í að dýpka skilning minn á efninu .“ Úrslitum um útgáfu bókarinnar hafi ráðið að Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar undir formennsku Sólveigar Pétursdóttur, fyrr­ verandi ráðherra og alþingismanns, hafi veitt styrk til útgáfufélags bókarinnar, Sögufélagsins . Félagið skipaði þriggja manna ritnefnd vegna útgáfunnar og sátu Guðmundur Hálfdanarson, Jón Karl Helgason og Sigurður Gylfi Magnússon í henni . Í eftirmála getur höfundur fjölda manna sem komu að gerð bókarinnar . Bókina, og verðlaunin sem höfundur henn ar hlaut, má skoða sem hluta af bók­ inni, frásögninni um virðinguna sem Ís­ lend ingar hafa sýnt Jóni Sigurðssyni og minningu hans frá því að hann andaðist árið 1879 . Verði rit í sama dúr skráð eftir 100 ár kæmist höfundur þess ekki hjá því að beina athygli að ástæðum þess að afmælisnefndin 2012 ákvað að tryggja útkomu bókar Páls og að hún hefði hlotið viðurkenningu við úthlutun bókmenntaverðlauna vegna ársins 2011 . Í anda bókar Páls þætti tíðindum sæta að kona hefði skipað formennsku í afmælis­ nefndinni og auk þess hefðu tvær konur setið í nefndinni sem tilnefndi bók hans til verðlaunanna en þar var Þorgerður Einars dóttir, prófessor við Háskóla Íslands, formaður . Eins og áður segir hefur Páll Björnsson fengist við rannsóknir á „viðhorfum til kynjanna“ og er það þráður í bók hans að minna lesanda hennar á hver er hlutur kvenna á ólíkum tímum Íslandssögunnar . Hann bendir til dæmis á að aðeins fimm konur, nánir ættingjar Jóns og Ingi­ bjargar Einars dóttur, eigin­ konu hans, fengu að taka þátt hinni þaul­ skipulögðu líkfylgd hjónanna 4 . maí 1880 . Hann segir: „Líkfylgdin endurspeglaði og hnykkti þannig á því hvernig valdinu var skipað í samfélaginu og að því leyti minnti jarðarförin á þjóðernislegar hátíðir á meginlandi Evrópu á þessum tíma . Í þeim var hreyfanleiki karla og áhrifaleysi kvenna undirstrikað með því að karlmennirnir fóru í skrúðgöngur og konur horfðu á .“ Þá lætur hann þess getið að aðeins konur með aðgöngumiða hafi fengið að fara á svalir Dómkirkjunnar til að fylgjast með athöfninni, hafi hermenn af Ingólfi gætt skrúðhúsdyranna og uppgangsins þaðan á svalirnar . Undir lok bókarinnar lýsir höfundur niður stöðu könnunar sem hann lét gera árið 2009 á viðhorfi til Jóns Sigurðssonar . Hann segir: „Kannað var hvort munur

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.