Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 95

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 95
94 Þjóðmál VOR 2012 væri á afstöðu kynjanna til Jóns og reyndist hann ekki mælanlegur . Sú niðurstaða er áhugaverð í ljósi þess að þeir sem koma við sögu í þessari bók eru að miklum hluta aðeins af öðru kyninu – karlkyni .“ Að niðurstaðan þyki áhugaverð kemur lesanda sem ekki hefur lagt stund á kynjafræði á óvart . Var við því að búast að konur hefðu annað viðhorf til Jóns Sigurðssonar en karlar? Er það svo að viðhorf kvenna í samtímanum beri að meta með vísan til þess hvernig staða kvenna var til dæmis 1880? Taldi höfundur líklegt að það sæti enn í íslenskum konum að þær hefðu aðeins fengið að horfa á líkfylgd Ingibjargar og Jóns en máttu ekki taka þátt í henni á annan veg? Kynjafræðin virðist krefjast þess að gripið sé til nýyrða því að í eftirmála nefnir höfundur orðið „karlstaklinga“ til sögunnar í stað einstaklinga til að árétta að hugmyndaheimur Jóns Sigurðssonar hafi einkennst af viðleitni til að „byggja upp sjálfstæða einstaklinga „karlstaklinga“, og búa til sameinaða þjóð“ . Sé litið til baka yfir söguna með augum nútímamannsins kemur margt einkennilega fyrir sjónir og sú spurning hlýtur ávallt að sækja á sagnfræðing hve oft hann eigi að benda lesandanum á að margt hafi verið á annan veg þá en nú . Síendurteknar ábend­ ingar um stöðu kvenna í bókinni um Jón Sigurðsson gefa verkinu sérviskulegan blæ . Raunar er töluvert um endurtekningar að ræða í bókinni, einkum þegar lýst er mannamótum þar sem minningin um Jón er heiðruð . Forvitnilegt er að lesa greiningu höfundar á því hvernig Jón Sigurðsson kemur við sögu í umræðum um helsta hitamál líðandi stundar, spurninguna um aðild Íslands að Evrópusambandinu . Páll segir að eitt elsta dæmið um „notkunina á Jóni Sigurðssyni í Evrópuumræðunni“ sé frá 17 . júní 1988 þegar Jón Sigurðsson, þáverandi dóms­, kirkjumála­ og viðskiptaráðherra, flutti hina árlegu hátíðarræðu á Hrafnseyri og vitnaði til Jóns forseta þegar hann ræddi um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna sem yrði ekki hvað síst háð miklum breytingum í samstarfi Evrópuþjóðanna . Ráðherrann vitnaði árið 1988 ekki í nein sérstök orð Jóns Sigurðssonar máli sínu til stuðnings . Það gerði Þorsteinn Pálsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, í 17 . júní­ræðu á Eyrarbakka árið 1989 . Þorsteinn vitnaði í bréf Jóns forseta til Jens bróður síns árið 1866: „Þú heldur að einhver svelgi okkur . Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti .“ Páll segir að um leið hafi Þorsteinn minnt á að Evrópubandalagið hafi „sett sér markmið um frjáls viðskipti og samskipti á flestum sviðum“ . Íslendingar ætluðu sér fyrst og fremst að verða „Íslend­ ingar í samvinnu frjálsra þjóða í Evrópu“ . Þá er þess getið í bókinni að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, hafi í 17 . júní ræðu 1995 lofað baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir sjálfstæði landsins og bætt við að innganga í Evrópusambandið myndi þýða að staða alþingis yrði eins og það var endurreist árið 1845 . Þá hafi hann lagt áherslu á að „Jón forseti hefði ekki eitt augnablik efast um tilverurétt þjóðarinnar“ . Það sé þess vegna „þyngra en tárum taki, þegar velmenntað og velmeinandi fólk er uppfullt af vanmetakennd fyrir þjóðarinnar hönd .“ Að vilja aðild að ESB jafngilti því svikum við Jón forseta .“ Forvitnilegt er að bera þessa útleggingu Páls saman við það sem Davíð sagði við fót­ stall styttu Jóns Sigurðssonar 17 . júní 1995: „Í gamalgrónari löndum Evrópu sam­ bandsins eru deilurnar einnig harðvítugar . Þeir, sem ákafastir eru Evrópu sinnar, vilja ganga götu Evrópusamstarfsins á enda, aðrir una glaðir við sitt eins og nú er, en þriðji hópurinn vill snúa þróuninni við .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.