Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 3

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 3
bls. 3 Meistari Megas ætlar að leggja land undir fót um páskana með Passíusálmana í farteskinu. Stefnan er sett á Skálholt en þar ætlar meistarinn að flytja sálmana (í það minnsta nokkra þeirra) á föstudaginn langa við undirleik valinna tónlistarmanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Megas fæst við sálmana, hann segist hafa burðast með þá frá árinu 1973 þegar hann flutti þá fyrir fullu húsi í Nýlistasafninu. Hann endurtók leikinn tólf árum síðar í Gamla bíói og aftur var húsfyllir. Passíusálmatónleikar í Austur- bæjarbíói ári síðar gengu hins vegar ekki eins vel. „Þeir urðu mér fjárhagslega næstum um megn,“ segir Megas, „enda hef ég enga smjörlíkisgerð á bak við mig.“ Engu síður finnst honum kominn tími til að reyna aftur, því „guð vill það“. „Auðvitað eru Passíusálmarnir mér kærir, þeir eru hluti af Íslendingnum,“ svarar Megas þegar spurt er um viðhorfið til viðfangsefnisins. Í hans huga eru þetta uppreisnarljóð og sýna embættis- mannahatur. „Þemað er að valdsmenn séu af því slæma,“ útskýrir hann. Megas á ekki erfitt með að velja uppáhaldssálminn: „Númer 25, eins og hjá öllum öðrum,“ segir hann en bætir þó við sálmum númer 30, 31 og 36. Það er ýmislegt fleira fram undan hjá Megasi. Strax eftir páska verður dagskrá í kaffistofu Nýlista- safnsins þar sem hann mun kynna og flytja hljómorð af nýjum geisladiski sem ber titilinn Haugbrot: Glefsur úr neó-reykvískum raunveruleika. Efnið er sótt í skáldsögu Megasar, Björn og Sveinn – eða makleg málagjöld (Mál og menning 1994) og í óbirtan prósa eftir hann. Útgáfa disksins er í höndum Eddu en áætlað er að hann komi út um leið og fólk er búið að jafna sig eftir Passíusálmana, eins og Megas orðar það. Hann áréttar að þetta sé ekki kynning á skáldsögunni, aðeins glefsur úr henni. Haugbrot er ekki hefðbundinn tónlistardiskur, undirleik við lestur Megasar annast Pollock-bræður, Michael og Daniel, auk Guðlaugs Kristins Óttars- sonar og Hilmars Arnar Hilmarssonar sem að sögn Megasar „sér um að gera raunveruleikann raun- verulegan með hljóðum“. „Ég sá Mikka (Pollock) einu sinni lífga við annars leiðinlegan texta og hugsaði með mér að ég gæti ekki farið í gröfina fyrr en ég væri búinn að láta hann lyfta undir prósa hjá mér,“ segir Megas um tilurð disksins. Mikið mun einnig bera á Megasi í haust því að um miðjan september verður sett þing í Nýlista- safninu, í samvinnu vefritsins Kistunnar (kistan.is) og safnsins, helgað höfundarverki hans í tónlist, myndlist og ritlist. Þingið mun standa í tvær vikur; haldin verða málþing og efnt til tónlistarkvölda, auk tónleika með Megasi. Fjöldi þekktra listamanna mun koma fram. Nýlistasafnið verður lifandi allan tímann og þar verða uppákomur af ýmsu tagi: Mál- þing, tónlistaratriði, gjörningar, upplestur, kvik- myndasýningar, tónleikar og fleira. Megas sjálfur segist hins vegar ekki hafa hugmynd um hvað gera eigi á þinginu, eða „réttar- haldinu“ eins og hann kallar það. Ó synd, ó syndin arga, hvað illt kemur af þér. Ó, hvörsu meinsemd marga má drottinn líða hér. Þitt gjald allt þetta er. Blindað hold þig ei þekkti, þegar þín flærð mig blekkti. Jesús miskunni mér. Úr 25. Passíusálmi eftir Hallgrím Pétursson Passíusálmar og Haugbrot Passíusálmar og Haugbrot Margmiðlaður Megas G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:45 PM Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.