Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 4
Birgir Sigurðsson, rithöfundur Árið 1988 sá ég myndir eftir sænska málarann Lenu Cronquist (f. 1938) í Norræna húsinu. Þessar myndir höfðu mikil áhrif á mig. Þegar ég gekk út úr húsinu var eins og ég hefði fengið ósýnilega samfylgd. Slík reynsla á myndlistarsýningu er jafn dýrmæt og hún er fágæt. Það sem þessar myndir skiluðu til mín hefur í raun aldrei vikið frá mér síðan. Í myndum Lenu Cronquist er nærvera málarans sjálfs svo mikil að hún er næstum líkamleg. En þessi áleitna návist skilar miklu meiru en sjálfri sér. Hún ber vitni um ósvikin, djúpstæð og persónuleg tengsl við lífið, það að vera til. Þótt myndefnið sé oftar en ekki einmanaleiki, sálarangist, sorg eða þá dauðinn sjálfur snýst sköpunin upp í lífsjátningu, óp, ákall, staðfestingu: Ég lifi. Ég er til. Um það leyti sem ég sá í fyrsta skipti myndir eftir Lenu Cronquist komst ég líka í kynni við myndir mexíkanska málarans Fridu Kahlo (1907–1954). Þær hittu mig beint í hjartastað. Það er langt milli Svíþjóðar og Mexikó en líklega er enn lengra milli myndstíls þessara tveggja málara. Verk þeirra eru gjörólík. Samt þarf ekki lengi að leita til þess að finna skyldleika: Báðar mála sjálfsmyndir í margvíslegum tilbrigðum. Myndefnið á sér iðulega uppsprettu í þeirra eigin lífi. Og sé návist málarans sjálfs áleitin í myndum Lenu Cronquist er hún það enn frekar í myndum Fridu Kahlo. Kahlo lifði andlegar píslir og líkamlega kröm. Samt sagði hún: „Lengi lifi lífið.“ Sumar myndir hennar fela í sér sárs- aukafulla lofgerð til lífs- ins. Líklega er ekki fjarri lagi að það gildi einnig um Lenu Cronquist. Það finnst mér að minnsta kosti. Myndir sem lofgerð til lífsins G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:45 PM Page 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.