Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 9
Brynhildur Þórarinsdóttir: Er glansmyndin að upplitast? bls. 9
sem eðlilegt er að fólk eignist fjöldann allan af
börnum. Þær hafa margar hverjar aldrei unnið utan
heimilisins og veigra sér við að yfirgefa það skjól
sem þær eiga þar. Þær eru heima og ala upp börn og
umgangast fáa nema hver aðra. Þær ná aldrei
tökum á sænskunni og börn þeirra verða af
leikskólavist sem hefði getað hjálpað þeim að læra
málið. Margt þessa fólks fer aldrei út fyrir sitt hverfi.
Það er komið um langan veg og vill vera í friði. Það
kynnist hvorki Svíum né öðrum innflytjendum
heldur einangrar sig – eða er einangrað! – frá um-
heiminum. Í Rinkeby eru 73 af hverjum 100 íbúum
innflytjendur, Sómalir, Tyrkir, Eþíópíumenn, Íranir og
Írakar. Börn þeirra sem fædd eru í Svíþjóð teljast
sænsk svo þau eru ekki inni í þessari hlutfallstölu.
Meðan innflytjendum fjölgar og þeir halda áfram
að fjölga sér hraðar en innfæddir er alveg ljóst að
Svíþjóð verður sífellt litríkari. Nú er níunda hver kona
í Svíþjóð af erlendum uppruna. Langflestar erlendu
konurnar koma frá Finnlandi en einnig er mikill fjöldi
frá löndum á borð við gömlu Júgóslavíu, Íran, Írak,
Tyrkland, Sómalíu, Eþíópíu og Líbanon.
Þó að um talsverðan fjölda innflytjenda sé að
ræða er engan veginn einfalt að komast inn í sænskt
samfélag. Til að fá ID-kort, eða nafnskírteini, sem er
alveg bráðnauðsynlegt fyrirbæri, þarf að mæta í
fylgd „alvöru“ Svía á opinberu skrifstofuna sem
gefur út kortin. Án þessa skírteinis er lítið hægt að
gera, það er lykillinn að öllu kerfinu, hvort sem um
er að ræða vinnumarkaðinn eða vídeóleiguna á
horninu. Það er með öðrum orðum ekki fyrr en fólk
hefur kynnst að minnsta kosti einum góðhjörtuðum
Svía, sem vill ábyrgjast það, að samfélagið opnast.
Litríkari menning
Það gefur augaleið að sænsk menning verður
stöðugt fjölbreyttari eftir því sem mannlífið skiptir
litum. Margir innflytjendur hafa áunnið sér virðingu í
menningarlífinu. Feven hefur skotist á topp vinsælda-
listans, hún er sænsk og svört, með rætur í Eritreu
og rappar. Textarnir fjalla um samfélagsástandið og
misréttið, ekki þó kynþáttamisrétti, heldur kynja-
misrétti. Dom tio budorden heitir plata Feven. –
Boðorðin tíu.
Við Guldbagge-verðlaunahátíðina, hina sænsku
Eddu-hátíð, fyrir fáeinum vikum drógu innflytjendur
að sér mikla athygli. Fjölmargar innflytjendamyndir
voru tilnefndar eða leikarar, leikstjórar og framleið-
endur með rætur í framandi löndum. Myndir á borð
við Nya Landet, sjónvarpsþætti sem sýndir voru á
RUV fyrir skemmstu, og Jalla Jalla sem gerð er af
ungum innflytjendadreng en helstu leikendur eru
amma, hans, faðir og bróðir. Kvikmyndin Vingar av
Glas fékk þó mestu athyglina en aðalleikari hennar
var valinn besti leikarinn á hátíðinni. Hann er frá Íran
og flutti þakkarræðu sína á móðurmálinu.
Í sænska útvarpinu er rætt um nauðsyn þess að
fréttir verði fluttar á öðrum tungumálum fyrir alla
útlendingana, til dæmis mikilvægar fréttir um hættu-
ástand eða mengun. Krafan um að allir tali sænsku
er á undanhaldi. Svíar voru fyrir um áratug mjög
áhugasamir um „rétta“ sænsku. Nú er eins og
umburðarlyndi málhreinsunarfólks hafi aukist.
„Invandrar svenska“ eða innflytjendasænska er
hugtak sem flestir þekkja núna. Innflytjenda-
sænskan er sérstök mállýska, málfræðilega er hún
ekki frábrugðin „hinni sænskunni“ en söngurinn er
horfinn. Þetta er flöt sænska og fjarskalega auð-
skiljanleg.
Ítalskur málvísindamaður sem ég hitti í Stokk-
hólmi hefur fylgst með þróun mállýskunnar. Hann
segir að það sé eins og innflytjendurnir vilji á
einhvern hátt halda sérkennum sínum. Jafnvel
annarrar kynslóðar innflytjendur tali innflytjenda-
sænsku þótt þeir hafi alist upp í sænska skóla-
kerfinu. Það bendi því allt til þess að innflytjenda-
sænskan hafi náð að skjóta rótum. Það er þó langt í
að stefnuræða sænska forsætisráðherrans verði
flutt flöt og sönglaus.
Fólk sem er stolt af uppruna sínum notar
mállýskuna sem sitt vörumerki ef svo má segja. Það
er nefnilega ekki bara erfitt að vera innflytjandi, það
getur líka haft sína kosti. Hið framandi er oft æði
spennandi og það sannast á sænskum unglings-
stúlkum. Í sumum grunnskólum eru sænsku
strákarnir alveg úti í kuldanum því stelpurnar vilja
bara dökkeygðu „nýju“ strákana. Eins og unglinga
er vandi reyna sænsku strákarnir allt til að fá sömu
athygli og þar með lokast hringurinn því sumir
sænsku strákanna hafa farið að tala innflytjenda-
sænsku til að reyna að halda í við útlendingana.
Aðrir taka upp á því að sletta innflytjendasænsku í
tíma og ótíma.
Þeir eru þó fleiri sem líta á kvenhylli innflytjend-
anna sem enn frekari ástæðu til að vera á móti
þeim. Málin eru því orðin ótrúlega flókin.
Svartir innflytjendur og hvítir gestir
Í huga fólks er ímynd innflytjenda mjög skýr. Þeir
eru öðruvísi, tala öðruvísi, hugsa öðruvísi og líta
öðruvísi út. Þetta síðast talda er lykilatriði. Inn-
flytjendur eru svartir eða gulir. Íslensk kona sem
búsett er í Stokkhólmi segir Svía bregðast við í
forundran þegar hún kalli sjálfa sig innflytjanda. „Já
en ég er innflytjandi,“ segir hún ákveðin við sænska
vini sína en þeir sussa á hana og segja „Látt’ekki
sona“. Hún er útlendingur, búsettur í Svíþjóð en
ekki innflytjandi þótt hún hafi búið þar í tuttugu ár.
Þegar innflytjendakonurnar eru spurðar hvað
gæti gert Svíþjóð að betra landi nefna nær allar fyrst
og fremst viðmótið gagnvart útlendingum, síðan
kemur þörf fyrir betri blöndun menningarheima og
aukið umburðarlyndi.
Það þarf með öðrum orðum að ala Svíana betur
upp. Þeir sjálfir eru hins vegar síður en svo sammála
um að eitthvað sé að. Svíar vilja einfaldlega líta vel
út. Þjóðernishyggja er ekki stefna sem menn vilja
láta bendla sig við og fólk er á varðbergi. Það er ekki
sama hvað sagt er eða hvernig hlutirnir eru orðaðir.
Þannig vildi skólastjórn Ljungbyskólans banna
nemendum sínum að syngja þjóðsönginn vegna
þess að henni fannst grunsamlegt að þá skyldi langa
til þess. Reyndar eru níu ár síðan en óttinn við
rasismann hefur aukist ef nokkuð er.
„Það er erfitt að ræða rasismann því vandinn
hefur aldrei verið gerður upp, honum hefur alltaf
verið ýtt til hliðar,“ segir maður sem ég spjalla við á
veitingastað. „Svíar hafa svolítið svarta fortíð úr
stríðinu þótt þeir reyni að halda ímynd hlutleysis og
sakleysis. Þeir sem harðast gagnrýna skinhelgina
ganga svo langt að draga ályktanir um fjölskyldu
drottningarinnar. Hvers konar fólk var það sem flutti
frá Þýskalandi til Suður-Ameríku eftir stríðið?“ En
svonalagað segir enginn nema í myrkrinu á barnum.
Nýnasistar eru nokkuð áberandi í Svíþjóð enda er
starfsemi þeirra ekki bönnuð. Svíar segja að
auðveldara sé að hafa eftirlit með starfsemi þeirra
þegar hún er leyfileg en ef hún yrði að einhvers
konar neðanjarðarstarfsemi. Þó eru til lög um
ofsóknir gegn þjóðfélagshópum, „hets mot
folkgrup,“ sem gefa yfirvöldum færi á að grípa inn í
ef í óefni stefnir. Ekki er vanþörf á. Nýnasistar í
Svíþjóð hafa ofsótt og drepið, lögreglumenn hafa
fallið og blaðamenn verið myrtir. Þeir sem vilja ræða
þessi mál eru margir á því að kannski hafi Svíar lagt
of mikið upp úr því að láta allt líta vel út og ekki gert
nógu mikið til að finna vandamálin og leysa þau.
Svíþjóð er jú fyrirmyndarríki í huga flestra þjóða,
frjálst og óháð, og þar býr félagslega meðvitað fólk
sem elur börn sín vel upp. Á þá mynd hefur ekki
mátt falla skuggi. Það ætti að vera óhugsandi að
sænski sósíalurinn hafi alið af sér fordóma og
útlendingaótta.
Þegar spjallað er við Svía um málefni innflytjenda
er augljóst að þeir skiptast í þrjár fylkingar, þá sem
vilja taka á málunum og opna umræðuna, þá sem
vilja „hreinsa“ landið af útlendingum, og loks þá
sem vilja sem minnst af vandanum vita og halda að
hann hverfi með þögninni. Þangað til menn komast
að sameiginlegri niðurstöðu eru lituðu útlend-
ingarnir „geymdir“ í gettóum á borð við Rinkeby.
Hvítu útlendingarnir ganga hins vegar lausir um
götur kóngs og drottningar og njóta góðs af
verðstríði tyrknesku grænmetissalanna á torginu.
Höfundur dvaldi í Stokkhólmi í byrjun vetrar og tók púlsinn á viðhorfi
Svía til útlendinga. Norðurlandaráð styrkti verkefnið og fær þakkir fyrir.
Heimildir: Sænskir vegfarendur og fjölmiðlar. Kent Lindahl: Exit.
Norstedts Förlag, 2000. Patrik Asplund: Med hadet som drivkraft.
Hjalmarson & Högberg, 2000.
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:47 PM Page 9