Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Side 13
Engill alheimsins bls. 13 Blóm á leiðið Vitfirringurinn segir að það sé búið að jarða sig Á hverjum sunnudegi fer hann upp í kirkjugarð og setur blóm á leiðið Frelsi Þið sem talið um frelsi, maður getur verið frjáls innan fangelsismúra eða í spennitreyju. Frjáls að lesa blóm hugans, frjáls í hengingarsnöru, frjáls í myrkri, frjáls á sorphaug lífsins. Elskað og verið elskaður, sameinast og verið sameinaður, lifað og verið útlifaður, dáið og endurfæðst, skynjað hjól tilverunnar, sem er allt allsstaðar. Halldór Laxness Í gljúfrasteini býr hann ljúfastur manna öðlingurinn mikli sei sei jú mikil ósköp Heim ég hann sótti með vini mínum í 14 stiga gaddi Inn var oss boðið spjölluðum saman sei sei jú mikil ósköp Betri mann hvar er að finna stórskáldið góða Hundurinn minn er orðinn gamall og hættur að bíta og trén í garðinum eru orðin stór sei sei jú mikil ósköp Gaf okkur kaffi vindla og kökur brosti svo blíður og sagði okkur sögur sei sei jú mikil ósköp G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:47 PM Page 13

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.