Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 14
Myndir þýða eitthvað
–um ljósmynd ársins, Ara Magg og Leni Riefenstahl
Ásgrímur Sverrisson
Er ég sá eini sem finnst ljósmyndin sem nýlega var
kjörin „besta mynd ársins“ af blaðaljósmyndurum
orka tvímælis? Þarna er um að ræða auglýsinga-
mynd vegna uppsetningar á tónverkinu Baldri eftir
Jón Leifs. Á henni sjást tveir föngulegir ljóshærðir
karlmenn niður að brjóstkassa og beinist mynda-
vélin mót þungbúnum himni. Ekkert er við ljós-
myndina að athuga, nema síður sé, að undanskildu
einu atriði: því sögulega samhengi sem hún vísar í.
Fagurfræði hennar kemur beina leið úr skóla Leni
Riefenstahl, þeirrar merku kvikmyndagerðarkonu,
hvers nafn og verk eru órjúfanlega tengd hinum
þýska nasisma og drauminum um þúsund ára ríkið.
Nú er í sjálfu sér ekkert að því að fá lánað; „ef þú
þarft að stela, steldu frá þeim bestu,“ segir mál-
tækið og kannski er það tilfellið hér. Ef við gefum
okkur að ljósmyndarinn, Ari Magnússon, og/eða
aðrir hugmyndasmiðir í kringum hann, þekki söguna
og séu meðvitaðir um hvað þeir eru að vitna í, má
ætla að þankagangurinn hafi verið eitthvað á þessa
leið: „Baldur – norræn goðafræði – ragnarök –
nasisminn – Leni Riefenstahl – Jón Leifs –
Þýskaland á nasistatímanum – hálfgerð ragnarök hjá
honum líka ha? Flott tenging, ekki spurning, kýlum
á þetta.“ Hér væri þá semsagt um að ræða einhvers
konar „Nazi chic“, að vitna í íkónógrafíu þjóðernis-
sósíalista vegna ákveðinnar yfirborðstengingar en
ekki síður vegna flottheitanna. Þetta var jú ansi
smart hjá þeim á sínum tíma – svona fagurfræðilega
séð.
Útkoman er plakat fyrir merkan menningar-
viðburð sem dreift var um alla borg síðasta sumar.
Ljósmynd sem er eins og klippt út úr Olympíu eða
Sigri viljans, þessum tveimur meistaralega gerðu
heimildarmyndum sem skópu orðstír Riefenstahl og
myndgerðu nasismann.
Þekki ljósmyndarinn hins vegar ekki söguna er
það þyngra en tárum taki og nær að verðlauna mynd-
ina sem „klúður ársins“ eða eitthvað þess háttar.
Hins vegar tel ég þetta ekki vera tilfellið því ekki þarf
annað en að horfa til þeirrar ljósmyndar sem valin
var „tískuljósmynd ársins“ og er eftir sama mann til
að átta sig á uppruna andagiftarinnar.
Ég veit að nú er pólitísk afstæðishyggja lenska
og allt sem máli skiptir dregið stórlega í efa. Það er
gott og blessað en hér vil ég staldra við. Mér hættir
nefnilega til að taka fullt mark á myndmáli sem
tjáningarmáta og hér fæ ég ekki varist þeirri hugsun
að ef til vill sé verið að færa mér skilaboð sem mér
hugnast lítt – hugmyndir um æðri kynþætti, ofur-
mennarækt, skipulögð þjóðarmorð, þrælahald,
einræði hins sterka og fleira miður geðslegt – en allt
einhvern veginn óvart og jafnvel fyrir misskilning.
Eða hvað? Er þetta ekki bara sniðug hugmynd,
vel útfærð og framsett? Er ekki of langt gengið að
saka höfund myndarinnar um að breiða út
fagnaðarerindi nasista? Jú, enda er það fjarri mér.
En hvar afstaða hans liggur til þeirra hugmynda sem
verk hans vísar í er mér ekki alveg ljóst. Finnst
honum samhengið rökrétt? Er þetta ádeila? Ögrun?
Eða finnst honum þetta bara smart?
Þá er hægt að spyrja á móti: Dæmir ekki hver
fyrir sig? Segir ekki meðal annars í úrskurði
dómnefndar að myndin veki „fjölda spurninga um
tilveru mannsins og vegferð hans“? Er ekki bara
ágætt að myndin veki mann svona til umhugsunar?
En til umhugsunar um hvað? Hvaða spurningar eru
það sem vakna um tilveru mannsins og vegferð
hans þegar horft er á þessa ljósmynd? Norræn
goðafræði geymir vissulega margar slíkar vanga-
veltur og látum heita að verið sé að vísa þangað í
orðum dómnefndar. En hvað með afstöðu ljósmynd-
arans / listamannsins til viðfangsefnis síns? Leyfist
honum að valsa um listasöguna og fá hitt og þetta
lánað sem honum finnst smart? Án tillits til þess
samhengis sem slík verk voru gerð í? Og án tillits til
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:47 PM Page 14