Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 15
Ásgrímur Sverrisson: Myndir þýða eitthvað bls. 15 þess sögulega samhengis sem viðfangsefnið er í? Allt þetta leiðir hugann að hinni klassísku spurningu um tengsl listsköpunar og pólitíkur, fagurfræði og merkingar. Það vill einmitt svo til að sú spurning hefur ávallt brunnið heitt á fröken Riefenstahl. Hún er enn á lífi konan þegar þetta er skrifað, orðin 99 ára gömul, og hefur ávallt haldið því fram að myndir hennar hafi verið gerðar á listrænum og fagurfræðilegum forsendum eingöngu, ekki til dýrðar nasismanum. Hún sagðist líka aldrei hafa haft hugmynd um þau ódæði sem nasistar stóðu fyrir og hefur því alltaf þvertekið fyrir að taka nokkra ábyrgð á þeirri vítisvél. Enginn getur dregið í efa listamannshæfileika hennar sem reyndar eru svo einstakir að hún á helst heima í hópi endurreisnar- málaranna hvað varðar sýn hennar á mannslíkam- ann. Sjónarmiðum hennar er þó erfitt að kyngja orðalaust, sérstaklega þegar haft er í huga hver fjármagnaði verkin. Er semsagt verjandi að vinna fyrir hvern sem er ef listamaðurinn er trúr sjálfum sér? Getur listamaðurinn gefið hjarta sitt í verk til dýrðar þeirri stefnu sem hann segist ekki þekkja haus eða sporð á? Er þetta ekki kjarni málsins? Myndir þýða eitthvað, færa okkur vísanir, samhengi, hugrenn- ingatengsl, minningar og svo framvegis. Þess vegna geta myndasmiðir ekki flúið ábyrgð sína, frekar en þeir sem tjá sig í töluðu eða rituðu máli. Þeir geta ekki falið sig á bakvið fagurfræðina sem slíka, því hún er aldrei án einhvers konar merkingar – sérstaklega ekki í þessu tilfelli. Nasistar vísuðu óspart í norræna goðafræði hugmyndum sínum til stuðnings. Tákn þeirra, haka- krossinn, er sömuleiðis þaðan fengið og stendur fyrir sólina/eilífðina/hringrás lífsins. Eimskipafélagið hafði notað þetta sama tákn (sneri reyndar öfugt) frá 1912. Þeir lögðu það loks niður fyrir um áratug eða svo og báru því við að ekki væri við hæfi að flagga þessu merki samfara auknum umsvifum á alþjóðlegum vettvangi – semsagt, þeir komust að þeirri niðurstöðu að merki þetta hafði „merkingu“. Þó að ekki sé annað hægt en dást að því listfengi sem birtist í fyrrnefndum myndum Leni Riefenstahl er ekki hægt að horfa framhjá því að þær tengjast náið einhverjum mestu glæpamönnum veraldarsög- unnar og hugmyndafræði þeirra. Af þeim sökum ber að feta varlega þann stíg sem liggur að smiðju hennar og vera með það alveg á hreinu hvers vegna förinni er þangað heitið. Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:47 PM Page 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.