Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Síða 16
Hann útskrifaðist sem dansari og danshöfundur og hóf feril sinn í nútímadansflokknum Carte Blanche. Seinna stofnaði hann sinn eigin dansflokk, eingöngu skipaðan karlmönnum. Það er ekki óalgengt að nútímadansarar og kannski sérstaklega danshöf- undar byrji seint að dansa. Þetta er mikil breyting frá klassíkinni þar sem mikilvægt er að dansarar þjálfi balletttæknina frá unga aldri. Menntun í danssköpun hefur heldur ekki verið tengd klassískri dansmenntun. Strømgren hefur hlotið fjölda verðlauna sem danshöfundur og sýnt víða, bæði með sínum eigin dansflokki og sem sjálfstæður danshöfundur. Hann hefur verið afkasta- mikill, samið þrjátíu verk á síðustu fimm árum. Strømgren segir sjálfur að karllegt sjónarhorn hafi einkennt verk sín og karlmennska verið í brenni- depli. Húmor segist hann líka leggja áherslu á. Í dansverkinu Kraak Een, Kraak Twee reyndi hann að beina sjónum sínum að konum með það að markmiði að kynnast þeim og læra að skilja þær. Vilji hans varð þó heldur yfirborðskenndur þegar á sviðið var komið því að Kraak Een, Kraak Twee sýnir frá karllegu sjónarhorni frumstæða tilraun karlmanna til að nálgast konur og einnig sálarkreppu karlmanns vegna óvissu um kynhneigð sína. Karlmennskan var í fyrirrúmi en lítið fór fyrir kvenlegri nálgun. En húmor- inn var aldrei langt undan. Tusk þriggja karldansara með einn kvendansarann og stól vakti til dæmis hlátur, en aðfarir piltanna lýstu óöryggi og árásar- hneigð og minnti atriðið á þá fyndni sem tengja má einelti. Niðurlæging eins skapar hlátur hjá öðrum. Kraak Een, Kraak Twee er samsuða tveggja tengdra verka. Sýning þeirra tekur um 45 mínútur sem er óvenju langt fyrir nútímaverk. Algengt er að þau taki 20–30 mínútur og venjulega eru sýnd nokkur stutt verk á sömu sýningu. Kraak Een byrjar á því að þrjár stúlkur nútímalega klæddar í gráum buxum og svörtum blússum dansa hver í sínum ljós- geisla. Áhersla er á smáar hreyfingar handleggja og handa. Á sviðinu birtast síðan þrír heldur lummulegir herramenn, tveir í gráum jakkafötum en einn í hvítri skyrtu og gráu prjónavesti. Athygli þeirra beinist strax að stúlkunum og reyna þeir að nálgast þær á fremur einfeldningslegan og klaufalegan hátt. Verkið snýst síðan um samskipti kynjanna, nálgun piltanna, svörun stúlknanna, spennuna og ögrunina. Í Kraak Twee færist þema verksins yfir á tilveru einstaklings- ins í kynblönduðum hópi, hverjir eru „inni“, hverjir „úti“ og hvað þarf til þess að falla í hópinn. Upp koma áleitnar spurningar, til dæmis um kynhneigð. List án landamæra Nútímadans, afsprengi borgarlífsmenningar Sesselja G. Magnúsdóttir Þegar Katrín Hall tók við listrænni stjórn Íslenska dansflokksins árið 1996 var tekin sú ákvörðun að hann skyldi sveigja út af braut klassíkurinnar og freista þess að skapa sér nafn sem nútíma- dansflokkur. Þáttur í þessari nýju stefnumörkun var og er að kynna flokkinn á erlendri grund og verða með því þátttakandi í alþjóðlegri veröld nútímadansins. Þekktir erlendir danshöfundar hafa komið til landsins og sett upp verk sín með flokknum auk þess sem flokkurinn hefur farið utan með sýningar. Sýningin sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi laugardaginn 3. mars síðastliðinn er gott dæmi um þessa nýju stefnu. Þar voru sýnd dans- verkin Kraak Een, Kraak Twee eftir Norðmanninn Jo Strømgren og Pocket Ocean eftir Portúgalann Rui Horta en hann er íslenskum dansáhorfendum einnig að góðu kunnur fyrir verkin Diving og Flat Space Moving. Bæði verkin á sýningunni voru samin sérstaklega fyrir dansflokkinn. Karlmennska og húmor Jo Strømgren höfundur Kraak Een, Kraak Twee hóf á unglingsárum dansnám við Statens Ballethøg- skolen í Oslo en áður hafði hann stundað íþróttir. Afslappað og kæruleysislegt Samdans (Contact...) þar sem lyftur og náin snerting eru undirstaðan er mikið notaður í öllu verkinu og byggist meðal annars eitt atriðið á því að karldansararnir þrír dansa með einn kvendansarann. Þessi stíll sem skapar mikla líkamlega orku og útgeislun er áberandi í sýningum dansflokksins. Oftast fer hann fram innan ramma hefðbundinna kynjahlutverka. Par dansar saman á hugljúfan hátt, karldansarar sýna styrk í lyftum en kvendansararnir mýkt, liðleika og fegurð, eða þá að tveir karldansarar dansa/tuskast saman. Stundum er þetta þó samspil eða átök kynjanna þar sem stelpurnar fá að sýna líkamlegan styrk en tveir kvendansarar sýna afar sjaldan dans/tusk þar sem líkamlegur styrkur og útgeislun er í fyrirrúmi. Í heild virkaði Kraak Een, Kraak Twee frekar kald- ranalegt bæði hvað varðaði umgjörð og efni. Sviðið var svart í grunninn og einu leikmunirnir voru rautt sófasett og ljósahundur sem gekk á milli manna í síðari hlutanum. Gráleitir búningarnir sköpuðu einsleitni og lýsingin sem var að mestu hvít en með gulleitari skotum varð einhæf á köflum. Samskipti kynjanna voru frekar ópersónuleg, stemningin minnti á laugar- dagskvöld á bar í Reykjavík þar sem gestir koma til að sýna sig og sjá aðra. Framsetning verksins var afslöppuð og kæruleysisleg, það átti greinilega ekki að vera of svalt. Byggt var á leikrænum hæfileikum dansaranna ekki síður en danslegri færni þeirra og áhorfendum gefið tækifæri til að samsama sig verkinu. Í vali á tónlist fer höfundur heldur ótroðnar slóðir því hann hefur valið að nota eins og hann orðar það „týnda tónlist“, gamla útvarpstónlist, austur-evrópska tónlist og „vonda“ tónlist. Í stíl við samtíma sinn notar hann einnig hljóðeffekta eins og vatnsnið og raddir. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:48 PM Page 16

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.