Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Page 18
tengslum við og það er þessi líkami sem skapar líf
og hlýju í verkin hans þó að umgjörðin virki tæknileg
og kaldranaleg.
Verkið Pocket Ocean er óður til vatnsins. Við
erum vatn og við sækjum í vatn meðal annars til
þess að upplifa kyrrðina. Vatnið býr einnig yfir
hreyfingu og hraða rétt eins og líf okkar í erli stórborg-
anna. Í verkinu Pocket Ocean var tækni skemmti-
lega beitt til þess að skapa upplifun af vatni.
Nafn verksins og markmið þess komust vel til
skila bæði í sterkri sviðsmynd og frábærum dansi.
Vatnið birtist okkur í sviðsmyndinni á tvennan hátt.
Öðrum megin á sviðinu hékk skermur niður úr
loftinu og á hann var varpað upptöku af beljandi
fljóti. Hinum megin var svartur renningur fram sviðið
með vatni í. Tilvist vatnsins þar varð þó ekki skýr fyrr
en einn dansarinn sullaði meira vatni í renninginn og
gáraði vatnsflötinn. Vatnsrenningurinn var á góðum
stað, því annars vegar skapaði hann orku í sýning-
una með því að dansararnir þurftu að stökkva yfir
vatnið á leiðinni út af sviðinu og hins vegar skapaði
spegilslétt vatnsyfirborðið kyrrð og ró. Dansinn inn
og út af sviðinu var einnig í samhljómi við straum
árinnar á tjaldinu. Tengsl myndbandsupptöku og
dans er orðið þekkt tæknileg útfærsla í danssýn-
ingum sem og tengsl dansins við aðra nútímatækni
eins og skuggamyndir, hljóðblöndun, tölvugrafík
o.s.frv.. Gömul útfærsla og ný var síðan að láta
skuggamynd dansara birtast í straumiðu beljandans.
Speglun á hreyfingu vatnsins á gólfinu upp á
vegginn skapaði mynd sem minnti á það þegar barn
leikur sér í flæðarmálinu og var yndisleg leið til þess
að tengja tæknina við náttúruna.
Pocket Ocean er í grundvallaratriðum óhlut-
bundið verk. Í því leitast höfundur við að skapa
stemningu með hjálp tækni og hreyfinga fremur en
að segja sögu eða að tjá mannlegar upplifanir.
Verkið bjó samt yfir mannlegum og hlýjum skírskot-
unum. Dansinn sjálfur er fjölbreyttur; í hópatriðum
dansa dansararnir í ákveðinni samfellu einfaldar og
endurteknar hreyfingar. Síðan eru kaflar þar sem
leikræn tjáning og raddbeiting gegnir mikilvægu
hlutverki. Í samdansatriðum (kontaktdansi) má bæði
sjá fallegt samspil á milli karl- og kvendansara og
líka kröfugra samspil tveggja karldansara. Að lokum
voru sóló sem drógu fram persónulegan stíl þeirra
sem dönsuðu.
Fjölbreytni í þjálfun lykilatriði
Rui Horta tekur fram í viðtali að íslensku dansararnir,
sérstaklega þeir þrír sem fara með aðalhlutverkin,
hafi persónulega lagt mikið af mörkum í sýninguna.
Þessi orð endurspegla vel hve samvinna dans-
höfunda og dansara er mikilvæg þegar nútíma-
dansverk eru samin. Áhersla er lögð á persónulega
túlkun dansaranna og danshöfundurinn sækir
hugmyndir að útfærslu atriða í færni og stíl þeirra
dansara sem hann vinnur með hverju sinni.
Fjölbreytni í þjálfun og kennslu er lykilorð í dans-
menntun auk þess sem nemendur fá bæði að
kynnast því að dansa og skapa dans í náminu. Bæði
er það til þess að einstaklingurinn geti skapað sér
sinn eigin stíl sem dansari og unnið með ólíkum
danshöfundum og til þess að hver og einn geti bæði
samið og sýnt. Nútíma danssköpun byggist ekki á
neinni fyrirfram skilgreindri fagurfræði eða
líkamlegum tjáningarmáta heldur hefur hver dans-
höfundur sína sérstöðu.
Þó að verkin tvö sem Íslenski dansflokkurinn
frumsýndi 3. mars væru eftir ólíka höfunda þá
myndaði sýningin heild. Það mátti finna samhljóm í
tónlistinni í báðum verkunum. Í fyrsta lagi komu
fram kaflar þar sem tónlistin minnti á upptökur úr
vélsmiðju, þung og taktföst högg og bakgrunnshljóð
eins og í rafsuðutækjum. Í öðru lagi var tal notað
sem undirspil í báðum sýningunum. Báðar eru
þessar útfærslur algengar í nútímadanssýningum.
Sviðsuppsetning og búningar voru samsvarandi. Í
báðum tilfellum var sviðið í grundvallaratriðum í
svart/hvítu og ferningsformið áberandi. Hjá Horta
var það hvíti skermurinn og vatnsferningurinn en hjá
Strömgren ljósgeislarnir sem gáfu fernings-
tilfinninguna. Í báðum verkum voru dansararnir í
venjulegum fötum. Í Pocket Ocean voru það sport-
leg strandföt í dempuðum gulum og bláum litum en
í Kraak voru strákarnir í jakkafötum og stelpurnar í
buxum og blússum. Vatnið er mikilvægt tákn í
báðum verkunum. Hjá Rui Horta er vatnið sýnilegt
sem mikilvægur hluti af sviðsmyndinni en hjá Jo
skynjum við nálægð þess með eyrunum. En þrátt
fyrir sameiginleg einkenni voru verkin ólík því
Pocket Ocean var eins fágað og dýrasti demantur
en Kraak Een, Kraak Twee líktist meira skartgripum
sem fást á götutorgum Evrópu, hrátt og ópússað í
afslappaðri umgjörð.
Líta má á veröld vestræns nútímalistdans sem
heild óháða landamærum. Danshöfundar og
dansarar og danshópar ferðast mikið milli landa og
skapa með því sterk tengsl og sameiginleg
markmið. Sýning Íslenska dansflokksins fellur innan
þessarar skilgreiningar því að þar voru tveir
danshöfundar af ólíku þjóðerni að semja verk fyrir
flokk sem hefur bækistöðvar í þriðja þjóðlandinu.
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:48 PM Page 18