Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Side 24
sama ár, gerist að miklu leyti í hringiðu næturlífsins
í Reykjavík en henni til grundvallar liggur þó gamla
sagan af sveitastúlkunni sem kemur til borgarinnar
og fer í sollinn. Þessi sögunálgun er nákvæmlega
það sem Óskar fer hæðnislegum höndum um í sinni
mynd. Titillinn sjálfur hendir gaman af hinum
margumrædda solli – og Óskar bætir um betur með
því að láta karlmann vera í hlutverki sakleysingjans
sem dreginn er á tálar en sá sem kynnir hann fyrir
hóglífi stórborgarinnar er ung stúlka. Þarna eru á
ferðinni róttæk hlutverkaskipti í ljósi söguhefðar-
innar. Í þessu samhengi er líka áhugavert að það er
með tilkomu ungra leikstjóra á tíunda áratuginum,
manna eins og Óskars Jónassonar, Júlíusar Kemp
og Jóhanns Sigmarssonar, sem Reykjavík verður
meira áberandi í íslenskum kvikmyndum. Borgin er
skoðuð út frá sjónarhorni fólks sem tilheyrir henni
og þekkir kannski engan annan veruleika.
Í Sódómu gerist það líka í fyrsta sinn að
áhorfandinn fær á tilfinninguna að Reykjavík sé orðin
svo stór að sum úthverfin séu hreinlega langt í
burtu. Það er tilfinning sem ágerist í nýlegri
myndum þar sem áðurnefnd þróun hefur haldið
áfram. Hápunktinum er kannski náð í kvikmynd
Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík, en aðalpersóna
hennar, Hlynur Björn (Hilmir Snær Guðnason),
ferðast aðeins nauðugur viljugur út úr miðbænum.
Landafræði Íslands utan borgarmarkanna er honum
líka algjörlega ókunn. Sagan gerist að mestu leyti í
miðbænum og næturlífi Reykjavíkur er gefinn allt að
því goðsögulegur blær, enda það eina sem
aðalpersónan sýnir nokkurn áhuga.
Í Hlyni kynnumst við nýrri persónugerð í
íslenskum kvikmyndum – miðbæjarrottunni.
Miðbæjarrottan er eins konar sambland af nítjándu
aldar flandraranum, sem spígsporaði um iðandi
borgarstrætin og veitti athygli listinni sem felst í
mannlífinu, og x-kynslóðar „slackernum“, eða
slæpingjanum. Hlynur er húðlatur, selur flöskur til að
eiga fyrir sígarettum en er engu að síður nokkuð
næmur og meðvitaður áhorfandi borgarlífsins.
Atriðið þar sem hann kemur stöðumælaverði á óvart
með því að borga í mælinn fyrir aðra bílaeigendur er
bráðskemmtilegt dæmi um uppreisnarandann sem
blundar í Hlyni og næma sýn hans á tæknivætt
borgarlífið.
Nýbreytnin í persónusköpun sem greina má í
myndum „íslenska kvikmyndasumarsins“ er
nefnilega kannski fyrst og fremst sú að sögu-
persónurnar eru þátttakendur í dægurmenningunni,
tala tungumál líðandi stundar og samtímatengingar
eru margar. Tóti í Íslenska drauminum er gott dæmi
um persónu af þessu tagi. Hann er á kafi í dægur-
menningunni og ekkert alltof mikið að velta
hlutunum fyrir sér. Á hinn bóginn felur metnaðar-
leysi Hlyns í 101 í sér nokkuð kröftuga höfnun á því
borgaralega gildismati og lífsgæðakapphlaupi sem
Tóti tekur heilshugar þátt í . Meðan draga þarf Hlyn
í fjölskylduboð upp í Grafarvog, þar sem hann síðan
ímyndar sér að hann aflífi fjölskyldu sína í miklu
blóðbaði í anda nýjustu tölvuleikjanna, má ímynda
sér að Tóti yrði himinlifandi við tilhugsunina um að
flytja í einbýlishús í úthverfi.
Svipaðar hræringar má reyndar sjá í bókmennta-
verkum ungra höfunda síðustu ár, sérstaklega hvað
varðar miskunnarlausar lýsingar á undirheimum
Reykjavíkur. Höfundarnir Stefán Máni, Kristjón
Kormákur Guðjónsson og Mikael Torfason hafa allir
sent frá sér bækur sem falla í þennan flokk. Hörð
eiturlyfjaneysla, grimmilegt ofbeldi og siðleysi eru
byggingarþættir skáldverkanna. Borgarlífið birtist
sannarlega í sinni verstu mynd en raunsæi af þessu
tagi er engu að síður löngu orðið tímabært í
íslenskum skáldverkum. Þegar kvikmyndirnar hins
vegar hætta sér inn á lendur íslenskra glæpamanna
og reykvískra undirheima er útkoman gjarnan löguð
að erlendum fyrirmyndum; Foxtrot (1988), Nei er
ekkert svar (1995) og Sporlaust (1998?) er hægt að
nefna sem dæmi um það. Öllu sjaldgæfara er að
sjónum sé beint að ófegruðum borgarveruleika
íslenskra ungmenna líkt og gert er hjá ofantöldum
rithöfundum. Blossa (1996) eftir Júlíus Kemp má
kannski að nokkru leyti sjá sem tilraun til þess.
Myndin fjallar um ungt par sem leggur á flótta
undan illvígum eiturlyfjasala í höfuðborginni en
stærsti hluti hennar fellur hins vegar inn í vegamynda-
formið. Auk þess á sagan að gerast í einhverjum
óskilgreindum framtíðarveruleika sem einkennist
helst af því að hægt er að kaupa áfengi í Bónus.
Óskabörn þjóðarinnar í leikstjórn Jóhanns
Sigmarssonar er hins vegar sú íslenska kvikmynd
sem mest á skylt við verk rithöfunda á borð við
Mikael Torfason. Áhersla er lögð á að gefa
áhorfendum innsýn í veröld sem fæstir þekkja af
eigin raun og hafa kannski lengstum neitað að trúa
að sé til á Íslandi. Að vísu er formið ærslakennt en
tilviljanakennd framvindan er þó laus við tilgerð og
raunsæið er á köflum sláandi. Fólk fær sér t.d. í fötu
í stað þess að notast við jónurnar sem meiri hefð er
fyrir í kvikmyndalýsingum á hassneyslu. Sagt er frá
hópi vina sem eiga það sameiginlegt að velkjast
stefnulaust um lífið, kannski með einhverja drauma
um að „meika það“ í farteskinu, en metnaðurinn er
af því taginu sem fæðist á kvöldin í áfengis- og
eiturlyfjavímu en fjarar út daginn eftir í þynnku.
Leiðtogi hópsins er Simmi (Óttar Proppé) sem í
upphafi myndarinnar er sparkað út af kærustunni
eftir langa sukknótt. Ásamt félaga sínum Óla
(Grímur Hjartarson) og tveimur öðrum smá-
krimmum skipuleggur hann stórfellda innkaupaferð
til Amsterdam. Margt fer þó á annan veg en ráðgert
var og ferðin reynist þeim félögum dýrkeypt.
Handrit myndarinnar er þó heldur losaralegt og fellur
stundum niður í hálfgerðan aulahúmor en margt
annað, líkt og hótelferð félaganna eða refsing
dópjöfursins í Bláfjöllum, hefur blæ áþreifanleika og
hrárrar nálægðar sem kannski vill tapast þegar
„unnið“ er meira með miðilinn.
III. Ævintýri í gamla bænum.
Engin þeirra mynda sem fjallað hefur verið um lofar
þó jafn góðu um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar
og Fíaskó sem frumsýnd var snemma árs 2000.
Hún kom í kjölfar Engla alheimsins og hlaut því
kannski ekki þá athygli sem hún verðskuldaði en
þarna steig ungur leikstjóri og handritshöfundur,
Ragnar Bragason, fram á sjónarsviðið með verk
sem enginn byrjendabragur var á. Þvert á móti, hér
er á ferðinni heilsteypt kvikmynd sem vart er
snöggan blett á að finna. Handritið er kunnáttu-
samlega unnið og leikstjórinn hefur einkar gott auga
fyrir myndrænum sviðsetningum.
Myndin gerist í gamla bænum og lýsir atburðum
í lífi þriggja kynslóða Bardal-fjölskyldunnar. Elsti
meðlimur fjölskyldunnar, Karl (Róbert Arnfinnsson),
kynnist fyrir tilviljun Helgu (Kristbjörg Keld), gamalli
stjörnu sem enn heldur í minninguna um forna
frægð. Milli þeirra sprettur allsérstakt ástarsamband
sem hefur örlagaríkar afleiðingar í för með sér fyrir
Karl. Steingerður (Margrét Ákadóttir), dóttir Karls,
gegnir trúnaðarstörfum í sértrúarsöfnuði séra
Samúels (Eggert Þorleifsson) og rennir auk þess
hýru auga til eldklerksins, án þess þó að hafa
nokkurn tíma viðurkennt það. Júlía (Silja
Hauksdóttir), dóttir Steingerðar, er sjálf á kafi í
vandasömum karlamálum þótt þau séu af öðru tagi.
Hún er með tvo karlmenn í takinu, sjómann og
bankastarfsmann, og hefur nýverið misst fóstur,
sem verður til þess að hún ákveður að greiða úr
ástarmálunum.
Í gegnum frásögnina flögrar svo verðmætur
lottómiði sem birtist á ólíkum stöðum líkt og dag-
blaðið sem flýtur eftir Dyflinnaránni í Ódysseifi. Í
handritinu eru þessir þættir, og ýmsir aðrir, fléttaðir
saman á máta sem brýtur upp hina línulegu
frásagnarhefð sem áhorfendur eiga að venjast.
Stokkið er fram og til baka í tíma, frásögninni er
skipt í þrjá kafla sem aðgreindir eru með nöfnum
aðalpersónanna og virðist myndin í fyrstu brota-
kennd. Tengingar skapast þó smám saman milli
ólíkra atburða. Smáatriði á einum stað gefur atriði
seinna í myndinni aukna dýpt og það sem ein
persóna gerir í upphafi reynist hafa úrslitaáhrif á
aðra persónu seinna í myndinni.
Frásagnaraðferð á borð við þá sem Ragnar
Bragason notast við í Fíaskó er býsna krefjandi og
hefur ekki sést áður í íslenskri kvikmynd þar sem
sterkt handrit er algjört grundvallaratriði fyrir notkun
hennar. Ástæðan fyrir því er að ákveðin merkingarbil
myndast sjálfkrafa milli kaflanna sem í upphafi eru
aðskildir, bil sem handritshöfundurinn verður að
brúa jafnfætis því sem hann fleytir frásögninni
áfram. Þetta verkefni leysir Ragnar afar vel.
Formgerðina sjálfa sækir hann til erlendra samtíma-
hræringa sem birtust kannski á hvað eftirminni-
legastan hátt í kvikmynd bandaríska leikstjórans
Quentin Tarantinos, Pulp Fiction frá árinu 1995, en
hefur upp frá því verið nokkuð algeng. Ragnar reynir
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:49 PM Page 24