Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Síða 30

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Síða 30
Þetta er afar skrítin þjóð! Hringborðsumræður í Þjóðmenningarhúsinu „Því segi ég skál fyrir Fróni og Fjölni og allt það, og firðum snjöllum sem þar hafa skrimt og hrokkið, við minnumst Ingólfs Arnarsonar í veislum, en óskum þess að skipið hans hefði sokkið.“ Svo kvað Megas og kannski voru það þessar línur sem færðu honum íslenskuverðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Það er nefnilega ýmislegt til í því að hápunktar í sögu þjóðarinnar séu ekki annað en hnyttnar setningar í tækifærisræðum. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði, Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, og Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur, þáðu kaffi og kökur í nýstandsettu Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu og skiptust á skoðunum um kvikindið sem þar er geymt. Það er við hæfi að bjóða til sætis í bókmennta- stofunni þar sem er útsýni vestur yfir nútímann; strætóstöðina, Kolaportið og McDonalds. Stofan er tileinkuð Hinu íslenska bókmenntafélagi og forsetar þess stara stoltir af veggjunum. Fjórar fullar hillur í þrem stórum bókaskápum gefa til kynna að félagið hyggi á gríðarlega útgáfu á næstunni – nema menn hugsi til næstu hundruð ára. Hér eru upprunalegu lestrarborðin en kaffið er nýtt og bakkelsið volgt. 17 sortir eins og á Snæfellsnesinu. Gestunum vefst tunga um tönn þegar þeir eru spurðir hvernig þeim líði í húsinu. Guðmundur segist velta fyrir sér hvað eigi að vera í húsinu fyrst Þjóðminjasafnið verður opnað aftur og handritin eru áfram í Árnastofnun. Sigurður er ekki eins varkár í orðum: „Þetta er óttalegt pjatt,“ segir hann. Guðmundur tekur fram að hann sé mjög hlynntur menningarhúsum, eins og á landsbyggð- inni, en það þurfi þá að vera hús þar sem menningin er lifandi. Dauð menning sé einskis virði. „Ég veit ekki hver það er sem þarf á þessu að halda,“ segir hann. „Þeir sem þurfa á þessu að halda höfðu ábyggilega lítið um það að segja.“ Öll eru þau sammála um að sjálf hefðu þau farið öðruvísi að til að varpa ljósi á þjóðmenninguna, standandi sýningar heyri fortíðinni til. Sigurður bendir á að Írar hafi búið til gríðarlega vinsælt rithöfundasafn þar sem menn fái heyrnartól og geti valið hvað þeir hlusta á um leið og þeir ganga um. Þannig verði sýningarnar lifandi. „Ég kalla þetta líkhús,“ segir hann og svipast um. „Þetta er líflaust hús og enginn veit hvað á að gera með þetta. Fólk fer hingað einu sinni og síðan ekki söguna meir.“ Er þjóðmenningin þá orðin líflaus? „Það er góð spurning,“ segir Sigurður hugsi en Guðmundur er fullviss um að hún sé afskaplega lifandi og síbreytileg. „Það er hins vegar verið að gera tilraunir til þess að drepa hana,“ segir hann, „eins og þegar reist eru minnismerki eða styttur að einhverjum látnum,“ bætir Sigurður við. „Þetta er eins og bautasteinn í kirkjugarði.“ „Ég held að þetta tengist því að hér eru tvær aðalsýningar frá síðastliðnu ári,“ segir Þorgerður, „valin sagnfræðileg efni sem ríkisstjórn Íslands ákvað að eyða milljónum eða milljörðum í – landafundirnir og kristnihátíðin. Þetta er það sem menn halda að seljist í útlöndum. Landafundirnir eiga sérstaklega að vera söluvænn atburður, 1000 ára gömul ímynd sem engir Íslendingar kannast við á neinn hátt. Guðríður Þorbjarnardóttir er allt í einu orðin ofsaleg þjóðhetja, fyrsta konan sem eignaðist hvítt barn í Ameríku. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma heyrt á þessa konu minnst.“ „Ásmundur Sveinsson gerði gifsstyttu af henni fyrir heimssýninguna í New York 1939. Hún týndist víst en Ásmundur átti litla frummynd af henni,“ skýtur Sigurður inn í. Þorgerður heldur áfram: „Þetta er eins og með víkingana. Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur, hélt því fram á fundi sem ég var á um daginn að þessi G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:52 PM Page 30

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.