Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Side 33
Viðtal: Þetta er afar skrítin þjóð! bls. 33 „Það eru pólitíkusar,“ segir Sigurður handviss. „Það þykir fínt að vera í svona nefnd. Ég held að það sé ekki nægilega leitað eftir sérfróðu fólki. Menn eru alltaf að búa til eitthvað sem mun lifa eftir að þeir eru dauðir. Þetta er svo sterkt í Íslendingum, kemur beint úr Hávamálum; orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Við sjáum þetta á minningargrein- unum í Mogganum, við erum afskaplega upptekin af því að það sjáist einhvers staðar hvað við höfum gert“. En hvernig velur Sigurður sjálfur úr, maður sem er að ljúka við að skrifa áttunda bindi æviminninga sinna? „Það er bara þetta fræga og ótrausta minni og svo er hægt að fletta sumu upp,“ svarar hann og eyðir talinu. Spurningin er hins vegar hver velur hvað er þjóðmenning. Eru það pólitískar nefndir? „Þær reyna það en þær ráða ekkert við það,“ segir Sigurður. „Nú koma áhrifin úr öllum áttum. Nú fara allir út. Gömlu rithöfundarnir gerðu það ekki, nema Laxness. Fram á sjöunda áratuginn sagði Laxness að ekkert gengi á Íslandi nema epík. Síðan varð einhver sprenging, rithöfundar fóru til útlanda og Laxness fór að skrifa leikrit og menn hættu að taka mark á honum sem eins konar páfa“. „Býrókratar geta ekki skapað menningu en þeir geta skapað skilyrði fyrir menningu og það hafa þeir gert með ýmsum sjóðum,“ segir Guðmundur. Þingvellir sem táknmynd lýðræðisins Hvað gerðist þá í fyrra þegar fólk skrópaði á kristnihátíð, voru það mótmæli gegn þessari skriffinnsku? Sigurður segist halda að fólk hafi einfaldlega verið orðið gáttað á þessum óstjórnlega fjáraustri. Hann efast um að kirkjan sé orðin svo óvinsæl að fólk forðist hana. „Meginmálið var að kirkjan markaðs- setti sig vitlaust,“ segir Guðmundur. „Fólk er bara ekki svona kristið. Ef hún hefði markaðssett þetta sem þjóðhátíð hefðu miklu fleiri mætt. Árið 1994 voru 60 þúsund manns á Þingvöllum. Varla vissu allir þessir 60 þúsund hverju þeir voru að fagna? „Það er þessi sterka skyldutilfinning að fólk eigi að fagna,“ svarar Guðmundur og bendir á að þeir sem hafi farið á kristnihátíð hafi skemmt sér ljómandi vel. Enginn hafi farið á hátíðina ‘94 vegna skemmti- atriðanna. Þorgerður tekur við: „Kristnihátíðin var eitthvert projekt sem einhver stjórn setti niður og það var ausið í þetta endalausum peningum. Þetta var svo rosalega mikið „að ofan“.“ „Fólk skildi bara ekki hvers vegna það átti að fara,“ segir Guðmundur. „Það var komin upp nei- kvæð umræða sem snerist um fjáraustur og að verið væri að loka vegum og svo var þessum fræga bæklingi dreift um allt sem kostnaðurinn hreinlega skein af“. „Í stað þess að byggja upp „allir eru vinir“ stemningu þá byrjuðu þeir á einhverri vitleysu, ásatrúarmenn máttu ekki einu sinni fara á kló- settið,“ segir Þorgerður. „Gleymdu ekki prestinum sem var rekinn úr nefndinni fyrir að skrifa smásögu,“ segir Sigurður. „Þingvellir eru táknið fyrir sameininguna, þar hittast allir til að rífast ekki,“ segir Guðmundur. „Þing- mennirnir mæta og rétta upp hönd, allir sem einn, þótt þeir þurfi að eyða mánuðum í að finna út hvað það sé sem þeir geta verið sammála um. Svo enda þeir á einhverju sem engu máli skiptir. Það má ekki deila. Þetta er ímynd Íslendinga af þjóðhátíð, hið magíska augnablik þar sem við erum ein heild. Mér finnst mjög gaman að leika mér með hið tvöfalda tákn fimmta áratugarins, lýðveldisstofnunina ´44 og inngönguna í Nató ´49. Þingvelli annars vegar og Austurvöll hins vegar sem eru í raun tákngervingar ímyndar lýðræðisins annars vegar og raunveruleika lýðræðisins hins vegar þar sem grýtt er táragas- sprengjum yfir mótmælendur. 1994 er síðan tákn- mynd fyrir að allt er í góðu lagi aftur“. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:52 PM Page 33

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.