Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Síða 37
Viðtal: Þetta er afar skrítin þjóð! bls. 37
Var þetta viðhorf til Dana ekki nauðsynlegt til að
koma sjálfstæðismálum í gegn?
„Þetta var ákveðin sjálfstyrking,“ viðurkennir
Guðmundur.
Kannski er þetta að snúast við. Samsamar unga
fólkið sig ekki fremur útlendingum en fortíðinni?
Þorgerður tekur undir það að vissu leyti. „Það er
auðvitað í gangi ákveðin markaðssetning á landinu,“
segir hún, „og þá er ekki verið að höfða til sögunnar.
Það er hreinleikinn sem gert er út á, hreinleiki
náttúrunnar. Það eru enn einhverjar hugmyndir í
gangi um þjóðgarðinn Ísland. Því er haldið fram að
Reykjavík sé hreinasta borg í Evrópu sem er mikið
kjaftæði. Það liggur við að maður þurfi stundum
grímu á leið í vinnuna á morgnana. En þetta er samt
eitthvað sem við erum að reyna að markaðssetja.“
Guðmundur minnir á að markaðssetning sé samspil
milli markaðarins og þess sem verið er að selja.
Annar aðilinn reyni að selja það sem hinum finnist
hann þurfa á að halda. „Útlendingar hafa engan
áhuga á íslenskri sögu síðari tíma og því þýðir ekkert
að selja hana,“ segir hann. „Við getum hins vegar selt
sögurnar á einhvern hátt en náttúran er það sem
menn vilja. Fólki sem býr í borgum erlendis finnst
notalegt að vita af því að til sé land sem er hreint.“
„…Og með nægilegt olnbogarými,“ bætir
Sigurður við.
„Þess vegna eru ferðamálafrömuðir mjög reiðir
yfir því að verið sé að byggja álver þar sem sést til
þeirra,“ segir Guðmundur, „það þykir hins vegar allt
í lagi ef þau eru í felum, jafnvel þótt mengunin sé sú
sama. Það er í lagi að eyðileggja náttúruperlur ef
þær sjást ekki.“
Nútímamenningin vekur mikla athygli
Sigurður situr hugsi og skerpir á kaffinu. „Er það
tilfellið að ungt fólk hugsi meira um útlönd en
Ísland?“ spyr hann.
„Ég held að það sé örugglega rétt að það
samsami sig meira útlendingum en Íslendingum
fortíðarinnar,“ svarar Guðmundur. „Ég held að ungt
fólk hafi bara ekki minnsta áhuga á þessari nálægu
sögu, Jóni Sigurðssyni og sjálfstæðisbaráttunni til
dæmis.“
„Það breytir samt ekki samkennd okkar sem
þjóðar,“ segir Sigurður og vill líta jákvæðum augum
á erlenda strauma, sem hann minnir á að skili sér í
báðar áttir. Hingað sé til dæmis að safnast
menntafólk úr öllum áttum. Hann nefnir líka þá
byltingu sem hefur orðið í þýðingum á íslenskum
bókmenntum. Yfir sjötíu íslenskir höfundar hafi
fengið heil verk eftir sig birt á ýmsum tungumálum.
Íslenskar bækur séu lesnar út um allan heim.
Guðmundur tekur undir með honum og bendir á
að íslensk nútímamenning veki heimsathygli, til að
mynda Björk og íslenskar popphljómsveitir.
„Viðurkenningin kemur þó alltaf að utan,“ segir
Sigurður. „Sjáið þið Jón Leifs. Nú er hann viður-
kenndur um allan heim.“
„Það þarf nú að skoða Jón Leifs og hvernig hann
er búinn til sem þjóðartónskáld á síðustu tíu árum,“
segir Guðmundur. „Maður setur þetta nú ekki
beinlínis á fóninn þegar maður kemur heim á
kvöldin.“
„Þetta er eins og ég sagði með speglunina,“
segir Þorgerður.
„Það er eitthvað í íslenskri list sem menn finna
ekki í sinni eigin list,“ segir Sigurður. „Töfraraun-
sæið til dæmis er jafngamalt bókmenntahefð okkar,
fyrir mörgum útlendingum er þetta framandi. Það
var töfraraunsæi í Íslendingasögum og Laxness
notaði það í Sjálfstæðu fólki.“
„Enda var það ein af forsendunum fyrir
Nóbelsverðlaununum að hann væri að túlka gamla
sagnahefð,“ segir Guðmundur.
Róttæknin er ekki til lengur
Við höfum verið að leita að einkennum þjóðarinnar,
er ekki eitt þeirra að Íslendingar tuða yfir öllu?
„Ekki alveg öllu,“ svarar Sigurður. „En jú við erum
ógurlega þrasgjörn. Auðvitað er stéttaskipting í
„Þið eruð að rústa mína eigin ímynd um Íslendinga sem ótrúlega vinnusama.”
Þorgerður Þorvaldsdóttir
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:53 PM Page 37