Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 55
Halla Sverrisdóttir: Í krafti orðsins bls. 55 sögunnar, þriðja tjaldið sem á er varpað myndbrotum úr lífi Irisar og Lauru. Óumdeilanlega snilldarverk Þrjú form útheimta þrjár mismunandi frásagnar- aðferðir. Frásögn Irisar er í annálastíl og laus við tilfinningasemi, full af látlausum vísbendingum sem lesandinn hefur engar forsendur til að skilja fyrr en undir það síðasta. Sumar þessara vísbendinga eru í formi blaðafrásagna sem ýtir enn frekar undir sagn- fræðilegan stíl frásagnarinnar. Saga elskendanna, skáldsaga Lauru, er hins vegar ákaflega huglæg, þrungin spennu og tilfinningum og úr samhengi við ytri tíma. Og frásagnaraðferð þriðju sögunnar vísar til blómatíma „pulp“ vísindaskáldsagna 5. og 6. áratugarins á sjálfshæðinn og meðvitaðan hátt, enda vinnur sögumaðurinn – elskhuginn – við að skrifa slíkar sögur fyrir tímarit. Þó að The Blind Assassin sé óumdeilanlega snilldarverk í stíl og frásagnartækni er persónusköp- un Atwood nokkuð einhliða. Þrátt fyrir ítarlegar frásagnir Irisar af lífi sínu og systur sinnar vantar talsvert upp á að þær verði skýrar og lifandi persónur í huga lesandans. Atwood veitir okkur afar takmarkaða innsýn í hvað það er í fari Irisar sem gerir hana viljalaust verkfæri föður síns, eiginmanns og mágkonu, eða samfélagsins í heild ef út í það er farið. Sömuleiðis virðist einstrengingsleg og sjálf- stæð skapgerð Lauru henni fyrirfram ásköpuð. Aðrar persónur, svo sem eiginmaðurinn Richard, mágkonan Winifred og utangarðsmaðurinn Alex, koma fyrir sem daufar svipmyndir án sértækra eiginleika annarra en þeirra sem afmarka hlutverk þeirra í sögunni – kaldlyndi, tækifærissinnaði eiginmaðurinn, grunnhyggna og illkvittna mágkonan og rómantíski hugsjónamaðurinn. Þessar persónur eru í raun dregnar svo fáum dráttum að þær ættu eins vel heima í einfeldningslegum hugmyndaheimi Zycron-fantasíunnar – og þegar haft er í huga hvernig sögusviðin þrjú kallast í sífellu á er vel hugsanlegt að það séu einmitt áhrifin sem Atwood reynir að ná fram í persónusköpun sinni. Þannig má segja að fábrotin persónusköpun sögunnar sé óhjákvæmileg afleiðing af forminu, að þar sé ekki rúm fyrir margbrotnar persónulýsingar. Að þessu sögðu er rétt að ítreka að „The Blind Assassin“ er ekki stílæfing, heldur óvenju heilsteypt og þéttriðin skáldsaga um mannleg örlög. Kannski fjallar þessi bók, þegar upp er staðið, þó aðallega um mátt orðsins og frásagnarinnar. Iris endurskapar líf sitt og fjölskyldu sinnar með því að setja á blað sögu hennar í orðum og staðfestir þannig tilvist sína, og með því að gefa út skáldsöguna eftir dauða Lauru færir Iris systur sinni framhaldslíf og frægð langt út yfir gröf og dauða. Kjarninn í sambandi elskendanna í „Blinda launmorðingjanum“ er hið talaða orð á meðan elskhuginn segir söguna er sambandið lifandi, líkt og hjá Sjerasade og Harún Al- Rasjid í 1001 nótt. Og jafnvel á eyðilegum söndum plánetunnar Zycron verða orð að vopnum: þar býr ættbálkur sem heyr orrustur með gátum, og áður en hin árlega meyjarfórn fer fram í Sakiel-Norn er stúlkan sem fórna á hlutgerð með því að skera úr henni tunguna. Slíkur er máttur hins talaða og skrifaða orðs, og það er sá máttur sem persónur Atwood reyna að beisla. Halla Sverrisdóttir er bókmenntafræðingur. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:55 PM Page 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.