Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Page 57
Bragi Ólafsson: Ljóð bls. 57 Bragi Ólafsson er rithöfundur í Reykjavík. Árið 1999 sendi hann frá sér ljóðaúrval og skáldsöguna Hvíldardaga. Von er á nýrri bók frá Braga innan tíðar. Hliðarvagn Systir mín hefur keypt sér mótorhjól og ég sit í hliðarvagninum. Við rennum eftir Þingholtsstrætinu og ég læt mig hlakka til framtíðarinnar. Hvernig maður hegðar sér meðal innfæddra Allt lýtur eina og sama lögmálinu: lögmáli innfæddra. Barþjónninn á ekki í nokkrum erfiðleikum með að afgreiða fastagesti. En öðru máli gegnir um þá sem hafa villst hingað inn með líf sitt og peninga. Þeir fá sérstaka afgreiðslu: afgreiðslu fyrir aðkomufólk. Það er ómögulegt að segja hvað þessi dagur verður lengi að líða. Allt sumarið er framundan. Síðan kemur haust. Og ég sé ekki betur en verið sé að auglýsa ástralskt hvítvín á hálfvirði. Ég mun verða drukkinn áður en yfir lýkur. Ég mun eignast vini. Ég mun eldast en verða ungur á ný. Ég verð minn eigin herra. Ég heyri sjálfan mig hvísla einhverju fallegu í eyru ókunnugra. Ég mun standa eins og einkennisklæddur á eigin fótum. Ég mun riða til falls og hugsa í fallinu: ég er mikill lukkunnar pamfíll. En hver er þessi maður í horninu. Hann er einhver annar en ég. Hann er með bjórglas hálft, bók fyrir framan sig og flóttaleg augu sem ég skil ekki að hafi ekki þegar flúið þessa hlandkompu. Hann er að lesa um raunir Gilberts Pinfold. Hann er að lesa sér til um mannskepnuna. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:55 PM Page 57

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.