Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Side 62
Þeir sem búa í kjallaraíbúðum mega hvorki vera of stórir né of litlir. Ef þeir eru of stórir fá þeir innilokunarkennd og reka jafnvel höfuðið upp undir, þeir sem eru of litlir lenda í vandræðum með að sjá út um gluggana, a.m.k. ef þeir vilja sjá eitthvað annað en ský, himinn, fugla og stöku flugvél frá Icelandair. Að þessu leyti hentaði það Karli Hermannsyni fullkomlega að búa í kjallaraíbúð. Hann var meðalmaður á hæð. Það voru fimm ár frá því að hann flutti þarna inn og í þessi fimm ár hafði þráhyggjan vaxið jafnt og þétt frá því að vera lítil hugmynd, sprottin af snjallri athugasemd, til þess að vera yfirþyrmandi verkefni sem tók allan hans tíma og orku. Klukkan var rúmlega fimm og hægindastóllinn hans í kjallaraíbúðinni snéri í átt að götunni. Það var dregið frá. Karl sat og trommaði með fingrunum á stólarminn. Fötin hans lyktuðu alltaf af Salem lights. Meira að segja eftir þvott. Þannig lyktaði líka Karl. Hann var „Salem lights maður". Hann spratt upp úr stólnum, slökkti loftljósið, henti sér aftur í stólinn og hélt áfram að tromma, allt á innan við fjórum sekúndum. Það sást mikið betur út þegar ljósið var slökkt. Þess vegna er bannað að hafa ljósið kveikt í bílum á ferð. Margir áttu erfitt með að trúa því að íbúðin hefði bara verið auglýst í Dagblaðinu eins og hver önnur íbúð. Hann hafði hringt, fengið að skoða, hitt Björn og flutt inn viku seinna. Það var auðvitað gerður leigusamningur, það kom aldrei neitt annað til greina og Karl vildi það líka. Hann hafði aldrei svikið undan skatti og myndi líklega ekki gera það úr þessu, jafnvel þótt hann fengi tækifæri til þess. Hann myndi ekki gera Birni það. Björn var mjög vingjarnlegur og talaði heilmikið við hann þegar hann kom til að ná í lykilinn. Karl hafði fengið á tilfinninguna að þeir væru gamlir skólafélagar þó svo að hann vissi að þeir væru það ekki. Björn hafði hlýlegt viðmót, spurði hann meira að segja út í vinnuna sem var mjög sjaldgæft og það virtist ekki einu sinni trufla hann að Karl reykti. Honum virtist vera alveg sama. Þeir hittust svo í Kringlunni um mánuði seinna. Karl var að koma af efri hæðinni og kom strax auga á Björn sem var að fara upp í rúllustiganum. Hann beið eftir því að Björn kæmi auga á hann en hann gerði það ekki fyrr en hann kallaði til hans um það leyti sem þeir mættust. Björn leit upp, horfði framan í Karl en svaraði engu. Hafði líklega ekki heyrt í honum eða þá bara ákveðið að svara engu. Það var eins og hann þekkti hann ekki aftur og þó höfðu þeir hist að minnsta kosti þrisvar eða fjórum sinnum og talað saman. „Blessaður Björn!“ kallaði Karl til hans, svona til þess að hann áttaði sig á þessu, en þá var Björn kominn of hátt í rúllustiganum til þess að hann heyrði í honum. Ung kona sem var u.þ.b. sex, sjö tröppum á eftir Birni, glotti til Karls. Hélt líklega að hann væri einhver rugludallur enda vissi hún ekki að I . F l o k k u r - S t a ð i r H a l l g r í m s k i r k j a Ö s k j u h l í ð V i ð e y j a r s t o f a S t i g a h l í ð 6 Ú t v a r p s h ú s i ð R ú l l u s t i g i n n , K r i n g l u n n i A r n a r h ó l l V a r ð s k i p i ð Þ ó r L e i ð 6 , M j ó d d - G r a n d a r L a n d s p í t a l i n n I I . F l o k k u r - M u n i r G l e r a u g u S t e i k a r h n í f u r G i f t i n g a r h r i n g u r G o l f k y l f a F e r ð a t a s k a Framhaldssaga í tíu köflum, skrifuð af tíu höfundum. Hver höfundur Söguhetjurnar eru Karl Hermannsson og Vera Guðmundsdóttir. Um þau Framhaldssaga tmm Saga án fyrirheits Þorsteinn Guðmundsson Það er aldeilis stuð, tautaði Karl G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:55 PM Page 62

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.