Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 63
framhaldssagan, Þorsteinn Guðmundsson bls. 63 þeir byggju í sama húsi. Þetta var alls ekkert stórmál en hafði engu að síður setið í Karli lengi á eftir. Hann hafði ekki átt von á þessu frá Birni. Nú sat Karl Hermannsson í hægindastólnum sínum og beið eftir því að Björn Bjarnason menntamálaráðherra kæmi heim til sín í íbúðina fyrir ofan hann. Hann vissi að hann gæti þurft að bíða lengi, jafnvel fram á kvöld og það var alltaf sá möguleiki fyrir hendi að Björn hefði farið til útlanda. Það gerðist oft, með nánast engum fyrirvara. Karl leit á klukkuna en hún hafði aðeins bætt á sig nokkrum mínútum frá því að hann leit á hana síðast. Þetta gæti orðið löng bið, margar sígarettur og margir bollar af koffeinlausu kaffi. Svo átti hann líka von á Veru hvað úr hverju. Karl hagræddi stórum gleraugunum á nefinu á sér og hugsaði um fólkið í landinu. Fólkið og hagkerfið og landslagið og allt á Íslandi. Og svo auðvitað útlönd, því eins og Björn hafði margsinnis bent á í greinum sínum á Netinu þá verður maður að hugsa þetta allt í samhengi. „Í samhengi“, tautaði Karl fyrir munni sér og kveikti sér í sígarettu. Bíll renndi upp að húsinu. Þetta var bíllinn hans Björns, Karl þekkti hann strax. Það er mismunandi vélahljóð í bílum, mismunandi hljóð frá dekkjunum og bíllinn hans Björns var auðþekkjanlegur. Hann malaði eins og köttur. Karl hefði þekkt hann hvar sem væri. Hann spratt upp úr stólnum, stóð bísperrtur á miðju gólfi og horfði út um gluggann, út úr lítillega niðurgröfnum kjallaranum. Þetta var Björn sjálfur. Og hann hafði dregið einhvern ungan mann með sér heim. Mann sem var svo fínt klæddur að hann gat ekki annað en verið utan af landi. Annars væri hann líka sjálfur á bíl og hefði ekki þurft að sníkja far með Birni. Karl hafði aldrei séð hann fyrr. Þetta var ekki einn af aðstoðarmönnum hans. Ekki einn af Heimdellingunum. Þessi var nýr. Björn var í mjög góðu skapi. Það fór ekki milli mála. Hann sagði eitthvað við unga manninn, ungi maðurinn sagði eitthvað til baka og svo hlógu þeir báðir. Það er aldeilis stuð, tautaði Karl án þess að hafa af þeim augun. En jafnskjótt og þeir hurfu inn í húsið stökk hann inn í eldhús, dró fram eldhúskoll og notaði hann til þess að klifra upp á borð. Hann henti sígarettunni í vaskinn svo hún truflaði hann ekki og lagði svo eyrað við loftið. Þetta var timburhús og það var hljóðbært. Hann heyrði trampið í þeim. Þeir drógu til húsgögn og fengu sér að lokum sæti í stofunni. En hann heyrði ekki hvað þeim fór á milli. Þeir töluðu of lágt. Karl rétti úr fætinum og ýtti í ísskápinn sinn. Stundum þurfti að ýta við honum til þess að lækka í honum suðið. Stundum var það ekki nóg. Hann leit á klukkuna, ekki af því að hann vissi ekki hvað tímanum leið heldur þvert á móti til þess að geta skammað Veru fyrir að vera of sein með útprentunina. Vonandi hafði hún ekki gleymt þessu. Það væri gremjulegt vegna þess að núna var kominn tími til að skila þessu af sér. Nú var ekki eftir neinu að bíða lengur. Þorsteinn Guðmundsson er leikari og rithöfundur. Á sl. ári kom út smásagnasafn hans, Klór. K r u l l u j á r n E l d s p ý t u r M y n d a v é l R ó s a v ö n d u r G e r v i t e n n u r I I I . F l o k k u r - T i l f i n n i n g a r R e i ð i Á s t H a t u r K æ t i H u n g u r G r e m j a S o r g Á g i r n d F r y g ð Ö f u n d þarf að velja eitt atriði úr hverjum flokki til að flétta inn í sinn kafla. er ekkert vitað, hvorki hvernig þau tengjast né hvar þau eru stödd í lífinu. án þess að hafa af þeim augun. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:55 PM Page 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.