Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Qupperneq 64
Hrós og skammir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, skammtar. HRÓS: fær Bandalag íslenskra leikara og meðlimir Sinfóníu- hljómsveitar Íslands fyrir að fella nýverið kjarasamninga sem voru þeim engan veginn samboðnir. Væntingar okkar til listamanna hafa stóraukist og í fyrsta sinn í menningarsögunni eigum við full- trúa á alþjóðlegum vettvangi sem vinna til viðurkenninga og lofs. Þessar væntingar eru í engu sam- ræmi við kjör listamanna og þetta misræmi löngu orðið fáránlegt. Það hlýtur að vera metnaðarmál hverrar þjóðar að menningarlíf hennar njóti þeirra aðstæðna sem það þarf til að þrífast. Okkar viðkvæma menningarsjálfsmynd hefur ekki mörg hundruð ára hefð á bak við sig, líkt og flestar Evrópuþjóðir og því mjög mikil- vægt að þau skref sem nú verða tekin í kjaramálum listamanna tryggi áframhaldandi listagóðæri, þótt ekki sé ástæða til bjartsýni, eins og staðan er í dag. SKAMMIR: fær Launanefnd sveitarfélaganna sem í janúar gerði tónlistarkennurum það nauðungartilboð að fresta samningum fram á sumar og hækka laun þeirra um 5%. Þetta var samþykkt treglega, þar sem ekki virtist annar kostur vænlegri. Það er umhugsunarefni af hverju kjör okkar eru eins og raun ber vitni. Hvað gerðist? Af hverju hringdu engar viðvörunarbjöllur áður en í þetta óefni var komið? Hafa tónlistarmenn algerlega sofnað á verðinum gagnvart eigin lífsafkomu? Hvers vegna leyfir samninganefndin sér að koma fram við tónlistar- kennara eins og afgangsstærð við samningaborðið, líkt og olnbogabörn sem verða að bíða eftir því að allir aðrir hafi fengið fylli sína og gera sig svo ánægð með leifarnar? Slík niðurlæging er fáheyrð. Í vikunni las ég viðtal við nemanda sem er að ljúka lokaprófi í tónlist í vor, en hyggur á frekara nám á öðru sviði. Skyldi engan undra. Hún var spurð hvort henni þætti þá ekki að hún hefði sóað þeim árum sem hún hefði eytt í tónlistarnámið. Hún svaraði án hiks, að það dytti sér ekki í hug, því að tónlistin væri það mikilvægasta sem hún hefði tekið sér fyrir hendur. Hún hefði opnað hug sinn fyrir nýjum víddum. Það er erfitt að hvetja nemendur, hversu hæfileikaríkir sem þeir eru, til þess að leggja fyrir sig tónlistarstörf eins og ástandið er. Hvaða kennari, með réttu ráði, getur ráðlagt nokkrum að hefja lífsstarf eftir langt og krefjandi nám fyrir byrjunarlaun sem eru rúmar 97.000 krónur? Í nýafstaðinni umræðu um samninga við kennara var oft talað um „túlkun kjarasamninga“. Þetta þykir mér furðulegt, því að kjarasamningur er ekki tónverk eða tvírætt ljóð sem hægt er að túlka á þennan veginn eða hinn, heldur staðreyndir sem eru annað- hvort til góðs eða ills fyrir þá sem í hlut eiga. Þessi mál eru öll komin í einhverja kreppu sem er erfitt að sjá leiðina út úr. Svo virðist sem fulltrúar ríkis og bæja líti á þessar viðræður sem viðskipti þar sem hinir aumu viðsemjendur hafa ekkert annað að bjóða til að borga með en frítíma sinn og aukið vinnuálag. Á móti koma litlar kjarabætur sem þættu grátbroslegar á öðrum vettvangi atvinnulífsins. Skyldi nokkurn undra þótt listamenn leituðu annarra leiða til að sjá fyrir sér? Það hlýtur að verða þróunin ef ekkert verður að gert. Hvaða áhrif hefur það á menningu okkar og framtíð ef listamenn og kennarar flýja ómögulegar aðstæður? Er það virkilega stefna stjórnvalda og verður hægt að bæta það tjón sem af því hlýst? Það er sorglegt til þess að hugsa að sá árangur sem við höfum náð á stuttri ævi tónlistarlífs í landinu verði að engu og allt það starf sem forverar okkar lögðu á sig verði unnið fyrir gýg. Ég vona sannarlega að þessari þróun verði snúið til betri vegar og að listamenn í landinu verði virtir að verðleikum og gert kleift að lifa af launum sínum. Það ætti engum að þykja óréttmæt krafa. G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:55 PM Page 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.