Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 4
Et helvetin aamuna – Fari það í ... Smásaga. Aðalsteinn Davíðsson þýddi og ritaði formála Bengt Pohjanen Bengt Pohjanen er fæddur 1944 í Kassa, Pajala, við finnsku landamærin. Hann er doktor í guð- fræði og heimspeki og gaf út fyrstu skáldsögu sína árið 1979. Sagan „Fari það í . . .“ er skrifuð á Tornedals- sænsku. Sænskan í Tornedal er mjög blönduð finnskum orðum enda hefur finnska verið móð- urmál verulegs hluta íbúa á því svæði. Langt fram eftir 20. öld var háð þögult stríð gegn finnskunni í Tornedal. Það var ekki nóg með að börn finnskumælandi íbúa norður eftir Lapplandi fengju enga kennslu í móðurmáli sínu. Þeim var harðbannað að tala móðurmál sitt innan veggja skólans og á skólalóðinni. Þau fengu hvarvetna að heyra að tungumál þeirra væri ómerkilegt og ætti að hverfa. Hins vegar gekk finnskumælandi börnum misjafnlega vel að tjá sig á máli „herraþjóðarinnar“. Tornedals-mállýska finnskunnar sker sig þó nokkuð frá því máli, sem gengur sem opinbert mál í Finnlandi, máli finnskra fjölmiðla. Höfundur sögunnar, Bengt Pohjanen, mót- aðist í skugga þessara ofsókna gegn mállýsk- unni. Sagan er runnin af þeirri rót, í henni tjáir hann beiskju unglingsins sem finnur að hann er að verða undir í baráttunni vegna þess að mál hans og menning mætir fyrirlitningu og hroka yfirvalda og skólans. Í samtali drengsins og lögreglufantsins Fredriks- sons koma fram ýmis einkenni á finnskum fram- burði, samhljóðum og sérhljóðum, sérkenni sem við getum brosað að og fundist skemmti- leg en sem hafa verið sársaukafull fyrir þá sem urðu að athlægi fyrir „asnalegt tungutak“. Finnskan gerir ekki greinarmun á p/b, t/d eða k/g. Því getur „vandaður“ framburður Finna orðið blásið p, t, k þar sem á að vera b, d, g og svo öfugt. Og eðlileg finnsk aðferð við erlend orð er að setja „i“ aftan á þau orð sem enda á samhljóða. Þess vegna kallar sögumaður syst- ur sína Gaarini í stað Karen á sænsku. Í finnsku er ekki til „f“ heldur aðeins „v“, svo að Finnum hættir til að ruglast á því hvenær rétt er að segja „f“ og hvenær „v“ (rétt eins og Íslendingar ruglast á „s/z“ og „v/w“ í ensku). Því segir drengurinn „vimtán“ í stað „fimmt- án“ og systir hans „finnur“ í Pajala í stað þess að „vinna“ þar. Og drengurinn segir „sustir“ þar sem hann ætti að segja „systir“. Fleira er það sem gerir mál hans óbjörgulegt ef krafist er af honum fullkomins framburðar á sænsku. Þegar drengurinn reynir að standa fyrir máli sínu er með öðrum orðum af nógu að taka fyr- ir þann sem vill gera gys að honum og draga dár að þeim sem bágt á með að tjá sig á fram- andi máli. Sögumaður okkar er útlagi í tungumálum. Jafnvel nafn hans á hvergi heima. Hann heitir „Bengt“ á sænsku, „Pentti“ á finnsku en „Pänktti“ á eigin tungu, svo „skringilegar“ orð- myndir eru hvorki viðurkenndar vestan né aust- an landamæra Svíþjóðar og Finnlands. Finnska mállýskan í Tornedal, sem þeir sem hana tala nefna meän kieli (okkar mál) hefur til skamms tíma notið takmarkaðrar virðingar. Lífsreynsla Bengts af hrokafullum kennurum og málfyrirlitningu yfirvalda er ótrúlega ofarlega í huga hans og hefur skilið eftir sig ör. Því komst þýðandi að þegar hann skrifaði honum til að spyrja hann um smáatriði í málinu. Bréf Bengts afhjúpaði nokkuð af sársaukanum sem leynist undir bókstöfunum í þessari stuttu sögu. Bengt Pohjanen er maður sem vill snúa vörn í sókn. Fyrir nokkrum árum ofbauð hann Tornedals-búum með því að ganga fram fyrir skjöldu og setja fram opinberlega kröfu um að meän kieli fengi sérstöðu sem opinbert mál í Svíþjóð, að Tornedals-mállýskan teldist eftir- leiðis eitt af málum þjóðarinnar en ekki innflytj- endatunga. 04 Smásaga Bengt 17.10.2002 10:57 Page 4

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.