Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 6
inni. Asni er asni þótt hann sé steiktur í smjöri. Fredriksson er Fredriksson jafnvel þótt hann fái prósentur fyrir það! Ég skolaði fiskinn við brunninn, stráði á hann salti og stakk fatinu með honum inn í ísskáp- inn. Ég fór út og startaði skellinöðru systu, Cres- cent 2000, og ók hring á hlaðinu. Til þess að hetjan Hannes sæi líka að nú væri ég orðinn fullorðinn. Á leiðinni burt þó að ég væri grannur og lágvaxinn. En hafði ég ekki séð pínulítinn hýjung daginn áður? Og hafði hann ekki komið um nóttina? Ég vildi fara burt frá þessu, smæðinni og frá bróður mínum sem var bara einu ári eldri en ég en gekk í stígvélum og pokabuxum. Fiskurinn hafði tekið vel. Heimurinn var fag- ur, sumarið eilíft og ég 15 ára. Strákarnir myndu standa við skellinöðruna, sparka í hana og biðja um að fá að prófa. Ég myndi glotta við og segja „þegar þið eruð orðnir þurrir á bak við eyrun!“ Mamma hafði skrifað óskalagaþættinum á lýtalausri skólasænsku og beðið um afmælis- kveðju til mín með Tommy Steele laginu Water water everywhere. Umsjónarmaður þáttarins las nafnið og bar það svolítið vitlaust fram og allir hlógu að því allan daginn. „Hugsa sér að þeir geta ekki einu sinni farið rétt með það! Hahaha! Ja, þið hreinræktuðu Svíar!“ Ég var búinn að fá kveðju í útvarpinu og fór nú til móðurbróður míns til að segja frá veiði næturinnar og frá Osmo Lalli Ismael Ivarsson. Að það væri lýst eftir honum. Að hann hefði ef til vill drepið bróður sinn. Að hann væri hugsan- lega í nágrenninu. Að ég hefði kannski séð hann dorga í nótt á svæðinu sem Rauði herinn gætti. Hjá móðurbróður okkar hlustuðum við meira á finnska útvarpsleikhúsið en nokkrir aðrir í okk- ar aflanga landi. Við fórum á bíó í þorpinu, lás- um bækur og rökræddum mál Chessmans af lögfræðilegri þekkingu. Við rökræddum Kóreu- stríðið og lásum Sáðmanninn. Ég stansaði á brúnni yfir Tupojoki, stóð klof- vega yfir skellinöðrunni, vonaði að Marianne kæmi á hjólinu sínu eða hver sem væri. Þá gæti ég kveikt í stolinni sígarettu og sagt „tja, kannski maður skreppi eitthvað í kvöld!“ Ég kveikti í einni Boston og reykti hægt. Eins og James Dean. Eins og Tommy Steele. Eins og Tapio Rautavaara með dimmu röddina, bjórkrús- ina og sígarettuna. Maður gæti keypt sér bjór og stungið undir hnakkinn á skellinöðrunni. Þar komust fyrir tvær flöskur. Það sagði bróðir minn. Ég stend á brúnni, í gættinni að lífi fullorð- inna, á leiðinni burt en kemst þó ekki neitt. Ég er fermdur og kominn með naimalupa, leyfi til að sofa hjá. Ég læt sígarettustubbinn fljúga, sé hvernig hann kastast til á flúðunum og lendir á bak við stein. Hann snýst í straumnum. Á leiðinni burt en samt kyrr. Eins og James Dean, Eins og hetjan Hannes sem er enn í stríðinu. Eins og Osmo Lalli Ismael Ivarsson í sögunni um sjálf- an sig. Í straumsogi. Ég sest á skellinöðruna og ek af stað. Það syngur inni í mér. Osmo Lalli Ismael Ivarsson. Þýski herforinginn Lothar Rendulic og Mari- anne. Róbert ræningi. Þá heyri ég í bíl fyrir aftan mig og lít um öxl. Þetta er stór bíll, lögreglubíll. Það er Fredriks- son. Og frú Fredriksson. Hún er kennslukona. Ég sé andlitið, há kinnbeinin og svipinn. Ég finn hvítkálsbragð í munni og hönd á enni mér. Ég vil ekki hvítkál. Jafnvel þótt allir í kring- um mig borði hvítkál þá vil ég það ekki. Jafnvel þótt kóngurinn byði mér hvítkál þá kæmi ég því ekki niður. Mér þykja góðir tómatar og annað grænmeti en ekki hvítkál. Það veit hún, hún frú Fredriksson, þess vegna biður hún einn karlinn í kennaraliðinu að neyða því í mig. Ég sit með hvítkálið fyrir framan mig, tuggan stækkar og kennarinn treður meira káli upp í mig. Ég tygg og tygg en get ekki kyngt. Ég slefa á nýju peys- una mína og græt, hljótt og örvæntingarfullt. Frú Fredriksson fer en snýr sér við í dyrunum og horfir á mig og hermir eftir því hvernig ég tygg. Ég held ég pissi á mig. Svona ert þú! Hún bendir á mig. Þú getur ekki einu sinni borðað hvítkál. Hvers konar fólk eruð þið? Haha!! Ekk- ert grænmeti heima hjá ykkur! Engir borðsiðir!! Þið getið sjálfsagt ekki einu sinni pakkað inn jólagjöfum! Sitjið í úlpunum inni!! Hahaha!! Getið ekki skrifað óskalagaþættinum. Þú ert ekki neitt og verður aldrei neitt! Hvítkál! Hvít- kál! Hvítkál allan endilangan daginn! Ég sit enn með hvítkálið fyrir framan mig og er niðurlútur því að ég kann enga borðsiði, kann ekki að borða, ekki að lesa upp, ekki að halda ræðu, ekki að lesa ljóð því að það segir frú Fredriks- son og hún er fín því að hún talar bara sænsku, Frú Fredriksson fer en snýr sér við í dyrunum og horfir á mig og hermir eftir því hvernig ég tygg. Ég held ég pissi á mig. Svona ert þú! Hún bendir á mig. Þú getur ekki einu sinni borð- að hvítkál. Hvers konar fólk eruð þið? 04 Smásaga Bengt 17.10.2002 10:57 Page 6

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.