Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 8
Áhugaverðar bækur Prófkjör stjórnmálaflokkanna fyrir Alþingiskosningar fara að skella á. Því er ekki úr vegi að benda á nýlegar ævisögur afar ólíkra stjórnmála- manna sem ættu að geta orðið einhverjum innblástur í kapphlaupinu um kjósendur. Churchill Ævisaga Winston Churchills eftir Roy Jenkins fékk afburðadóma þegar hún kom út í Bret- landi. Virtir fjölmiðlar á borð við Guardian, Independent og Observer voru sammála um að bókin væri: „meistaraverk“, „töfrandi ævi- saga“ og „fyrsta flokks sagnfræði“. Churchill var í framlínu stjórnmálanna í sextíu ár og upp- lifði gríðarlegar breytingar í heiminum. Hann var fréttaritari í Búastríðinu í Afríku og ferill hans nær því í raun frá stofnun Suður-Afríku og fram í kalda stríðið en hug- takið „járntjald- ið“ er einmitt ættað úr smiðju C h u r c h i l l s . Heimsstyrjöldin síðari fær tals- vert vægi í bók- inni og þróun stríðsins er fylgt nákvæmlega , einkum frá því að Churchill tók við af Cham- berlain, daginn sem Bretar hernámu Ísland. Bókin er þó einnig á persónulegum nótum. Jenkins dregur upp skýra mynd af manninum Churchill, kostum hans og göllum. Sem kunn- ugt er fékk Churchill bókmenntaverðlaun Nóbels 1953 fyrir sagnfræðileg skrif sín, eða eins og Nóbelsnefndin orðaði það: „for his mastery of historical and biographical description as well as for brilliant oratory in def- ending exalted human values“. Því má segja að bókarhöfundur feti í fótspor viðfangsefnis síns, þótt hann standi hinum megin í pólitíkinni. Roy Jenkins á sjálfur spennandi stjórnmálaferil að baki, einkum á sjöunda og áttunda áratugn- um. Hann var þingmaður fyrir Verkamanna- flokkinn, gegndi embætti innanríkisráðherra og fjármálaráðherra en klauf sig síðar út úr flokkn- um í uphafi níunda áratugarins og stofnaði flokk sósíaldemókrata, SDP vegna pólitísks ágrein- ings. Hann var forseti Evrópuráðsins, fyrstur Breta, og situr nú í lávarðadeild breska þings- ins. Pan Books 2001 Cicero „Cicero var sá rómverski stjórnmálamaður sem menn óttuðust mest, einn merkilegasti lögfræðingur og stjórnandi allra tíma,“ skrifar Anthony Everitt um söguhetju sína. „Hann var snillingur í pólitísku ráðabruggi en jafnframt mikill hugsjónamaður.“ Cicero hefur oft verið sagður mesti stjórnmálamaður hins forna Rómaveldis enda hafa metnaðarfullir stjórn- málamenn gjarnan kynnt sér feril hans. Machi- avelli, Adam Smith og Winston Churchill eru til að mynda sagðir hafa sökkt sér niður í bréf Ciceros, sem bók Ev- eritts er byggð á. Að sama skapi eru bylting- arhetjur Frakklands og Bandaríkjanna sagðar hafa tekið sér hug- myndir hans um frelsið til fyrirmyndar. „Hann kenndi okkur að hugsa,“ sagði sjálfur Voltaire. Everitt dregur ekki síður upp áhugaverða og oft á tíðum ótrúlega mynd af samfélaginu í Róm, hátterni stjórnmálamanna og hreinlega óþokkaskap. Að lestri loknum er varla hægt að halda því fram að kynlífshneyksli Clintons og Monicu hafi veirð merkilegt, miðað við ýmsar ávirðingar rómverskra ráðamanna til forna. Anthony Everitt er menntaður í enskum bók- menntum og klassískum fræðum. Hann hefur skrifað talsvert um menningarmál og þróun í Evrópu, bæði sem akademíker og greinarhöf- undur hjá The Guardian og Financial Times. Hann vinnur nú að ævisögu Ágústusar keisara. Random House 2001 Mo Mowlam Að lokum áhugaverð stjórnmálaævisaga úr samtímanum. Mo Mowlam, fyrrverandi ráðherra í Bretlandi, skráir sjálf sögu sína sem hún kallar Momentum – The struggle for Peace, Politics and the People. Hún var há- skólakennari þegar hún var kosin á þing 1987 og varð ráðherra Norður-Írlandsmála í fyrstu ríkisstjórn Tony Blairs, réttum áratug síð- ar. Mowlam segir opinskátt frá árunum í ríkis- stjórn, samstarfsmönnum sínum, kosningabar- áttunni sem skóp sigur Verkamannaflokksins 1997 og ekki síst friðarferlinu á Norður-Írlandi og átakinu sem þurfti 1998 til að koma friðar- samkomulaginu sem kennt var við föstudaginn langa í höfn. Mowlam segir einnig frá persónulegri baráttu sinni en hún þurfti að gangast undir erfiða meðferð vegna heilaæxlis í miðri kosningabaráttunni 1997. Mo Mowlam naut gríðarlegra vin- sælda meðal almennings meðan hún sat á ráðherrastóli en var engu að síður færð úr ráðuneyti Norður-Írlandsmála og í það sem kalla má sérverkefni í stjórnarráð- inu. Hún ákvað því að segja skilið við stjórnmálin – að minnsta kosti í bili. Framtíðarplönin og ástæðuna fyrir brott- hvarfinu er að finna í bókinni. Hodder & Stoughton 2002 08 Ahugaverdar 17.10.2002 10:57 Page 8

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.