Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Qupperneq 14
afl til að sjá það fyrir sér að landsmenn geti
brátt lent í sömu stöðu aftur og það verði sögu-
leg nauðsyn að ganga í ESB. Þá munu Íslend-
ingar og Norðmenn líklega verða samskipa í
sambandið, sem er vel við hæfi í ljósi sögunn-
ar. Íslendingar á tuttugustu öld hafa að vísu
haft annað augað á stórveldinu í vestri, Vínlandi
hinu góða, sérstaklega í varnarmálum. En þeg-
ar á skal herða tilheyra Íslendingar Evrópu, þó
að þeir standi næst Ameríku af öllum Evrópu-
þjóðum.
Smáþjóðir hafa ekki efni á sömu dillum og
draumum og stórþjóðir. Íslendingar vilja aðeins
vera gjaldgengir í Evrópu. Þeir gera sér engar
grillur um að afsal fullveldis hér heima fyrir
muni færa þeim völd í málefnum álfunnar. Ef
þeir sjá færi á að taka þátt í evrópsku samstarfi,
fá aðgang að evrópskum stofnunum, án veru-
legra fjárútláta en samt fá að ráða sjálfir sínum
málum hér við ysta haf, þá munu þeir að öllum
líkindum flagga fána Evrópusambandsins – jafn
glaðir og þeir sóru Hákoni gamla hollustu forð-
um. En ef fullveldisafsalið snýst um markverða
hluti – og það sem meira er – ef landsmenn sjá
sjálfa sig sem leiksopp miðstjórnar í Brussel
gæti komið annað hljóð í strokkinn. Þrátt fyrir
allt er mjög erfitt að sjá fyrir sér að landsmenn
gefi frá sér það fullveldi sem þeir hafa notið í
rúm 1100 sumur – jafnvel þó að þeim sé hleypt
að evrópskum kjötkötlum. Spurningin snýst því
í raun ekki um hvað Íslendingar vilja í Evrópu-
málum heldur hvers sambandið krefst fyrir að-
ild – sem liggur ekki ljóst fyrir – og getur reynd-
ar tekið töluverðum breytingum á næstu árum
með stækkun og ef til enn nánari samruna.
Heimildaskrá
Ásgeir Jónsson: Siglt gegn vindi, þjóðhagfræðileg
greining á íslenska hagkerfinu 1400–1600. Fjár-
málatíðindi, 2. hefti 1994.
Diplomatarium Islandicum. Íslenskt fornbréfasafn
I–X. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1857–1949.
Gísli Gunnarsson: Upp er boðið Ísaland. Reykjavík
1987.
Halldór Laxness: Heiman eg fór. Reykjavík, 1976.
Jón Jóhannesson: Íslendinga saga I–II. Reykjavík
1956.
Jón Gizurarson: Ritgjörð Jóns Gizurarsonar um siða-
skipta tímana. Safn til sögu Íslands og íslenskra
bókmennta I (Kh. 1856), 640–701.
Sigurður Nordal: Íslenzk menning I. Reykjavík 1942.
Snorri Sturluson: Ólafs saga helga. Reykjavík, 1893.
Sturla Þórðarson: Íslendinga saga. Reykjavík 1974.
Sturla Þórðarson: Hákonarsaga Hákonarsonar.
Reykjavík 1977.
Ásgeir Jónsson (f. 1970) er doktor í hagfræði. Hann starfar sem
sérfræðingur á Hagfræðistofnun og kennir við Háskóla Íslands.
Gissurarsáttmáli, sá sem samþykktur var
á Alþingi 1262
Það var sammæli bænda fyrir norðan land og sunnan,
1. að þeir játuðu ævinlegan skatt herra Hákoni kon-
ungi og Magnúsi konungi, land og þegna, með
svörnum eiði, tuttugu álnir hver sá maður, sem
þingfararkaupi á að gegna. Þetta fé skulu saman
færa hreppstjórar og til skips og fá í hendur kon-
ungs umboðsmanni og vera þá úr ábyrgð um það
fé.
2. Hér í mót skal konungur láta oss ná friði og ís-
lenskum lögum.
3. Skulu sex skip ganga af Noregi til Íslands tvö sum-
ur hin næstu, en það í frá sem konungi og hinum
bestu bændum landsins þykir hentast landinu.
4. Erfðir skulu upp gefast í Noregi fyrir íslenskum
mönnum, hversu lengi sem þær hafa staðið, þeg-
ar réttir arfar koma til eða umboðsmenn.
5. Landaurar skulu uppgefast.
6. Slíkan rétt skulu íslenskir menn hafa í Noregi sem
þá, er þeir hafa bestan haft, og þér hafi sjálfur boð-
ið á yðrum bréfum og að halda friði yfir oss, svo
sem Guð gefur yður framast afl til.
7. Jarlinn viljum vér yfir oss hafa, meðan hann held-
ur trúnað við yður, en frið við oss.
8. Skulum vér og vorir arfar halda allan trúnað við
yður, meðan þér og yðrir arfar halda oss þess sátt-
argjörð, en lausnir, ef hún rýfst, að bestu manna
yfirsýn.
Eiðurinn:
Til þess legg ég hönd á helga bók, og því skýt ég til
guðs, að ég sver Hákoni konungi og Magnúsi land og
þegna og ævinlegan skatt með slíkri skipan sem nú
erum vér ásáttir orðnir og máldagabréf þar um ger
vottar. Guð sé mér svo hollur sem ég satt segi, gram-
ur, ef ég lýg.
Þessi samningur var síðan endurskrifaður og staðfest-
ur með Gamla sáttmála (1302) þar sem ákvæðið um
sex skip á ári var gert varanlegt, utanstefnur konungs
á hendur íslenskum mönnum voru bannaðar og kveð-
ið á um að embættismenn konungs hérlendis yrðu að
vera af gömlu goðaættunum.
(DI I, 619–625; DI IX, 1–3; DI X, 5–6)
09 ESB og gamli sáttmáli 17.10.2002 10:58 Page 14