Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Blaðsíða 18
Soffía Auður Birgisdóttir (f. 1959) er bókmenntafræðingur, aðjúnkt í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands og gagnrýnandi hjá Morgunblaðinu. sögur sem allir vilja heyra?). Einnig segir sagan frá voveiflegum atburðum sem gerðust á ís- lensku prestssetri í óljósri fortíð og hún segir frá ógnartímum plágu og stríðs í Evrópu. Þá er einnig sögð hér saga sem minnir á riddarasög- ur miðalda og svo auðvitað sú sem lýsir lífi sögukonu á ofanverðri tuttugustu öld. En allar fléttast þessar sögur saman á einhvern hátt, þær spegla hverja aðra um leið og þær miðla ákveðnum gildum. En Álfrún gætir þess vand- lega að láta „boðskap“ aldrei yfirskyggja hina listrænu framsetningu enda virðir hún „lesand- ann sem sjálfstæða og fullveðja manneskju er geti gengið óstudd“.5 Þráhyggja minninganna Í Hringsóli (1987), skáldsögunni sem kom á undan Hvatt að rúnum, hittir lesandinn einnig fyrir manneskju sem lítur til baka yfir farinn veg og reynir að fá botn í það líf sem hún hefur lif- að. Hér er það gömul kona, Elínborg að nafni, sem er á leiðinni til æskustöðva sinna í þeim til- gangi að ljúka þar lífi sínu. Elínborg hefur eng- an sérstakan áhuga á að rifja upp fortíðina en minningarnar knýja á og undan þeim verður ekki flúið. Og það eru ekki aðeins hennar eigin minningar sem ásækja Elínborgu því hún rekur í frásögninni einnig minningar Daníels, látins eiginmanns hennar. Líkt og hjá Elínborgu ásóttu minningar Daníels hann þegar hann var orðinn gamall og veikur. Hann sat í hornstóln- um við gluggann á heimili þeirra og lét dæluna ganga yfir konu sína, rifjaði upp sömu atvikin aftur og aftur en frásagnir hans stangast gjarn- an á og erfitt er að henda reiður á sannleikan- um í þeirri orrustu orða sem hjónin há. Daníel deyr, en eitt óveðurskvöldið knýr hann dyra hjá Boggu, afturgenginn, sest í gamla sætið sitt og áfram halda þau að rifja upp, kýta og takast á í illsku. Hvað gengur þeim til? Erum við dæmd til að lúta þráhyggju minninganna þegar við eld- umst? Því er erfitt að svara en í orðastríði Elín- borgar og Daníels byggist smám saman upp saga af ævi sem virðist tilþrifalítil í fyrstu en tekur á sig ógnvænlegar myndir eftir því sem fleiri brot bætast í heildarmyndina. Saga Elínborgar er saga af stúlku utan af landi sem missir móður sína ung og er send í fóstur til Reykjavíkur þar sem hún elst upp við strangan aga og ástleysi, þar sem ímyndunarafl hennar er brotið á bak aftur og hvergi huggun að fá, nema hjá Daníel. Hann virðist þó stjórn- ast fyrst og fremst af girnd í garð stúlkunnar þótt hann sé kynslóð eldri og í hlutverki „frænda“, enda mágur húsmóðurinnar sem fóstrar hana. Ástarsamband þeirra ber því keim af sifjaspelli, enda verður orðið „frændi“ bann- orð sem hún stríðir Daníel með. Eins og kyn- hneigð hans er flest við Daníel öfugsnúið. Hann reynist eiga skuggalega fortíð sem Elín- borg reynir í lengstu lög að bægja frá sér. Við fyrstu sýn virðist hún vera í stöðu fórnarlambs- ins sem illmennið Daníel leikur sér að eins og köttur að mús. En eftir því sem lengra líður á frásögnina kemur í ljós að þau eiga margt sam- eiginlegt – og stundum er óljóst hvort er fórn- arlambið og hvort böðullinn. Daníel hafði dvalið á Spáni á yngri árum, tekið þátt í stríðinu og var hugsanlega sekur um að hafa svikið fólk í hend- ur nasistum. Hann er margsaga um þennan tíma, en óhugnaður stríðsins ásækir hann og í minningum hans blandast stöðugt ofbeldi og losti, afbrigðilegar hneigðir hans skýrast á sviði ofbeldis og dauða. Þannig er texti Álfrúnar aldrei einfaldur, oft tvíræður og alltaf flókinn eins og lífið sjálft. Hún kemur lesanda sífellt á óvart, kollvarpar fyrri ályktunum hans og læðir inn í frásögnina áleitnum efa um að hægt sé að segja „ævisögu“ sína (og annarra) svo mark sé á takandi. Tilbrigði um stef Segja má að í Hringsóli vinni Álfrún Gunnlaugs- dóttir nánar úr ýmsum þeim hugmyndum sem greina mátti strax í fyrstu verkum hennar, Af manna völdum og Þeli. Undirtitill fyrstu bókar- innar er: „Tilbrigði um stef“. Þeir sem fjölluðu um verkið á útgáfuári þess bentu gjarnan á að stefin sem Álfrún ynni með í sögunum tengd- ust ótta, ofbeldi og flótta. Sömu stef hafa end- urómað í gegnum allt höfundarverk Álfrúnar frá fyrstu bók til þeirrar nýjustu. En stefin eru mun fleiri og þau tengjast einnig frásagnaraðferð höfundar og fagurfræðilegri sýn hennar. Þá má kannski halda því fram að „eintalsformið“ sé endurtekið stef í gegnum höfundarverk Álfrún- ar. Sögumenn hennar eru gjarnan „hvattir að rúnum“, hvort sem þeir sitja á eintali við aðra manneskju (eða draug), eins og sögukonur Hvatt að rúnum og Hringsóls, eða við sjálfa sig og fortíðina eins og sögumenn Þels og Yfir Ebrofljótið (og gildir reyndar einnig um Hring- sól). Þegar litið er yfir skáldverk Álfrúnar í heild má sjá hvert þeirra sem brot í mynd sem fram- kallast æ betur eftir því sem bókunum fjölgar. Vonandi eiga eftir að bætast við fleiri brot, fleiri verk, því sú mynd sem Álfrún Gunnlaugsdóttir teiknar upp er að mörgu leyti einstæð í íslensk- um samtímabókmenntum. Og þótt hún haldi því fram fullum fetum (og að sjálfsögðu með nokkrum rétti) að: „Lífsreynsla eða raunveru- leiki í skáldskap [sé] tálsýn og blekking,“6 þá vil ég engu að síður halda því fram að lesandi verka hennar sé snöggtum fróðari um lífið og raunveruleikann að lestrinum loknum. Við biðj- um ekki um að bækur hafi „endaskipti á veröld- inni“ heldur aðeins að þær eigi „örlítinn þátt í að breyta stöðnuðum viðhorfum okkar“.7 Tilvísanir 1 Titill greinarinnar er ekki úr lausu lofti gripinn. Í við- tali við Dagnýju Kristjánsdóttur í Tímariti Máls og menningar 1. hefti 1994, segir Álfrún Gunnlaugs- dóttir „að mannkynssagan [geti] komið til manns í formi samtímaskáldsagna“. Tilefni þessara orða er umræða þeirra tveggja um sögulega vídd skáld- sagna Álfrúnar. 2 Álfrún Gunnlaugsdóttir. „Að blekkja og blekkja ekki.“ Skírnir, hausthefti 1994, bls. 491. 3 Sjá Roland Barthes. Le Plaisir du texte. Paris: Éditions du Seuil 1973 eða The Pleasure of the Text. (Ensk þýðing: Richard Miller.) New York: the Noonday Press, Farrar, Straus & Giroux, Inc. 1975. 4 Álfrún Gunnlaugsdóttir. „Að blekkja og blekkja ekki.“ Skírnir, hausthefti 1994, bls. 482. 5 Sama stað, sjá niðurlagsorð bls. 491. 6 Sama stað, bls. 490. 7 Enn er vísað til Skírnisgreinar Álfrúnar, bls. 491. 15 Álfrún Gunnlaugs Ebro 17.10.2002 11:00 Page 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.