Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 19
Þessi orð mælti Faysal I, þáverandi konungur Íraks, árið 1932 þegar um tíu ár voru liðin frá stofnun ríkisins. Óeiginleg merking orðanna var greinilega sú að Írakar væru ekki til. En nú er svo komið að orð Faysals eru næstum orðin bókstafleg, sérstaklega í kjölfar umræðunnar í Bandaríkjunum um væntanlega árás á Írak. Spurningin er hvort í framtíðinni verði til Írakar sem tilheyra landi er nefnist Írak. Þegar grund- vallarstef þessarar umræðu eru skoðuð er ljóst að ýmsir tónar hennar hljóma frekar kunnug- lega úr stjórnmálasögu Mið-Austurlanda. Við- lagið í þessu öllu saman er spurningin um að- gang að olíu og hvaða aðferðum stórveldin í vestrinu beita til að tryggja best hagsmuni sína. Þessi stríðsáætlun er mjög varhugaverð og myndi hafa geigvænlegar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir Írak heldur fyrir heiminn allan. Hún sýnir að sjónarmið heimsvaldastefn- unar (e. imperialism) og nítjándu-aldar viðhorf til fólks í Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum eru enn við lýði. Þó að hugtök eins og „hnattvæð- ing/heimsvæðing“ og „sjálfbær þróun“ séu nýjasta tískan til að lýsa samskiptum – eða tak- „Í Írak eru enn ekki neinir Írakar heldur hópar einstaklinga sem búa ekki yfir neinni föður- landsást. Þess í stað eru þeir uppfullir af trúar- kreddum og öðrum löstum og ekkert tengir þá innbyrðis.“ Endurholdgun Íraks Er sagan að endurtaka sig við Persaflóann? Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson 19 Írak 17.10.2002 11:01 Page 19

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.