Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Page 21
Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson (f. 1966) kennir nútímasögu Mið-Austurlanda og íslams við Hofstra-háskólann í New York. Hann er höfundur bókar um þjóðernishyggju í Írak 1921–1941 sem kemur út á næsta ári hjá University of Texas Press. bls. 21Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson: Endurholdgun Íraks landsins rati í ríkishirslur Vesturlanda er hann lagður inn á einkareikninga í Sviss. Saddam Hussein komst til valda árið 1979 og var í byrjun stjórnartíðar sinnar talinn dæmi- gerður stjórnmálamaður í Mið-Austurlöndum. Hann hafði til dæmis mikla þekkingu á við- skiptahlið olíuiðnaðarins. Þess vegna töldu Frakkar, Rússar, Bandaríkjamenn og Bretar að hann yrði góður og þægur sam- starfsmaður sem myndi tryggja að olían héldi áfram að flæða frá Írak á þolanlegu verði. Eftir að byltingin var gerð í nágrannarík- inu Íran komst Hussein til frekari metorða vegna þess að hann var reiðubúinn að berjast gegn Khomeini og írönsku stjórninni. Stríðið gékk þó ekki eins vel og Hussein vonaði og brátt fór hann að girnast olíulindir Kúveit í suðrinu. Hann taldi sér trú um að Bandaríkjamenn hefðu gef- ið sér grænt ljós til að ráðast inn í Kúveit og við- brögð Bandaríkjanna komu honum því algjör- lega í opna skjöldu. Enn er ekki ljóst hvort um stórfelldan misskilning var að ræða milli Íraks og Bandaríkjanna eða hvort Hussein hafi ein- faldlega tekið málin í sínar hendur. En í kjölfar árásarinnar á Kúveit var Hussein gerður að pólítískum útlaga og er nú orðinn persónugerv- ingur alls hins illa og jafnvel líkt við Adolf Hitler. Útibú Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum? Bandaríkjamenn líta á Írak sem mikilvægan hlekk í efnahagslegri og pólitískri keðju sinni, rétt eins og Bretar litu á landið eftir fyrri heims- styrjöldina. Írak er það land í heiminum sem getur framleitt hvað mesta olíu. Frá sjónarmiði Bandaríkjanna er stjórn Husseins óþægur ljár í þúfu sem getur hamlað bæði framboði og flutningi á olíu um Persaflóann. Þar af leiðandi þarf að koma á nýrri stjórn í Írak að þeirra mati. Rétt eins og Bretum var umhugað um öryggi Indlands eru Bandaríkjamenn staðráðnir í að koma á nýju stjórnarfari í Írak til að tryggja enn frekar öryggi Ísraels. Hugsanleg gjöreyðingar- vopn Íraka ættu erfitt með að rata til Bandaríkj- anna en eiga þeim mun auðveldari aðgang að skotmörkum í Ísrael. Á svipaðan hátt og Ind- land hafði sérstöðu innan breska heimsveldis- ins skipar Ísrael sérstaka stöðu í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna og margir Bandaríkja- menn líta á Ísrael sem einskonar útibú þeirra í Mið-Austurlöndum. Það sem gerir samlíkinguna milli Bandaríkj- anna nú og Bretlands áður fyrr þó enn kald- hæðnislegri er sú hugmynd um framtíðarstjórn í Írak sem nýtur einna mestra vinsælda meðal ráðamanna í Pentagon. Nái þeir að bola Hussein frá völdum er ætlunin að endurlífga konungsdæmi Hashimíta í Írak! Með öðrum orðum: verið er að undirbúa jarðveginn fyrir að Hasan, krónprinsinn í Jórdaníu, taki við stjórn- velinum í Írak. Hasan hefur til að mynda sótt fundi þar sem írakskir útlagar hafa hist en Fay- sal I, fyrsti konungur Íraka, var afabróðir hans. Rétt eins og Bretar vildu ekki gera upp á milli hópa í Írak á sínum tíma sjá áhrifamiklir emb- ættismenn í Bandaríkjunum mikinn hag í því að leita út fyrir landsteinana og styðja Hasan sem hugsanlegan arftaka Saddam Husseins. Hasan yrði upplagður leppur fyrir Bandaríkjamenn því hann yrði þeim ævarandi þakklátur og myndi ekki gera neitt sem ógnaði öryggi Ísraels eða hamlaði útflutningi á olíu. Það er alls ekki óhugsandi að það yrðu fyrst og fremst banda- rísk olíufyrirtæki á borð við Halliburton, sem Dick Cheney varaforseti stjórnaði fyrir skömmu, og önnur vel tengd fyrirtæki í Texas, sem sæju um og fengju að njóta góðs af þeirri umfangsmiklu uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í olíuiðnaðinum að Saddam gengnum. Enn á ný myndu Írakar því upplifa stjórn sem ætti litla sem enga samleið með borgurum landsins. Þannig er sagan að endurtaka sig í Írak. Pólítísk endurholdgun á sér stað á því svæði sem af mörgum er talið vera vagga siðmenningarinnar. Það er heimsvaldastefnan – og allir henn- ar fylgifiskar – sem er ráðandi og mun ráða við Persaflóann. Eftir 11. september Flestir bjuggust við því að atburð- irnir sem áttu sér stað 11. septem- ber 2001 myndu gjörbreyta al- þjóðastjórnmálum og þá sérstak- lega stöðu og stefnu Bandaríkjanna gagnvart Mið-Austurlöndum. En þegar öllu er á botninn hvolft hefur lítið breyst ef frá er talin tilkoma kjörorðsins „stríð gegn hryðjuverkum.“ Hvort sem um er að ræða stefnumál Bandaríkja- manna gagnvart Egyptalandi, Sádi-Arabíu, Íran, Palestínu, Ísrael eða Írak eru viðhorf manna þau sömu og 10. september 2001. Það er þess vegna ljóst að Bandaríkjamenn hafa tekið fá skref á þessu ári til að byggja upp farsæl og friðsæl samskipti við íbúa Mið-Austurlanda. Þess í stað eru þeir að undirbúa hergöngu inn í Írak sem mun vekja frekari tortryggni gagnvart stefnumálum þeirra. Það er hætt við því að olí- unni, sem Bandaríkjamenn þrá og munu fá í kjölfar árásarinnar, verði einnig varpað á eld hatursins gegn Bandaríkjunum með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Það er þess vegna ljóst að Bandaríkja- menn hafa tekið fá skref á þessu ári til að byggja upp farsæl og friðsæl samskipti við íbúa Mið-Austurlanda. Útlendingnum Faysal var falið það verk- efni að mynda heil- stæða þjóð, sann- færa hina nýju sam- borgara sína um réttmæti Íraks og réttlæta (hina vafasömu) skiptingu valds og auðs. 19 Írak 17.10.2002 11:01 Page 21

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.