Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 29
Sigurður A. Magnússon: Kona allra tíma! bls. 29 mánuðum 1793 hitti hún ungan og ævintýraleg- an fésýslumann frá Bandaríkjunum, Gilbert Imlay að nafni. Hann fékk spilaborg allra hennar fyrirfram mynduðu kenninga um ástina til að hrynja. Í fyrsta sinn fannst henni að hún væri raunverulega elskuð. Um samband þeirra má kannski segja, að hún hafi klifrað alltof hátt uppí draumatréð og hann hafi aldrei fengið af sér að segja satt. Sterk? Var hún það? Má ekki segja að hún hafi verið þungt blóm á alltof veikum stilk? Imlay var ákaflega opinskár um kvennamál sín – var með öðrum orðum að gorta. Hugsa sér hvað hann var yndislega opinskár! Þetta hlaut að vera strangheiðarlegur maður. Reynd- ar var hann alla tíð ástfanginn – af hinni nafn- toguðu Wollstonecraft. En hún lét glepjast af ástríðunni sem hún hafði svo þrálátt vantreyst. Reyndar áttu þau saman nokkra unaðslega mánuði í sveitasælu Frakklands og innan tíðar fæddist dóttirin Fanny. En Imlay færði hana full- komlega bakvið ljósið hvað varðaði þokukennd umsvif sín. Hann fór til Lundúna, en móðir og dóttir skyldu fljótlega verða kvaddar þangað. Þar varð hann strax elskhugi ungrar leikkonu. Enda þótt Imlay kæmi Mary til að missa fót- anna á jörðinni hélt hún áfram að fegra fyrir sér þennan bragðaref smurðan öllum hugsanleg- um olíum svika og pretta. Sambandið var and- styggilegt: hann hélt henni á síglóandi steik- arrist. Ekkert nema öryggisleysi, efasemdir og lygar pakkaðar í fallegan jólagjafapappír. Þó að ljótt sé að segja það minnir hún á fakír sem læt- ur sér ekki til hugar koma að depla auga þegar einhver stingur prjónum gegnum kinnarnar á honum. Þreytt á lífinu Imlay hafði lofað að taka á móti móður og dótt- ur á hafnarbakkanum í Lundúnum. Þar var eng- inn Imlay. Hann var hjá ástmeynni. Ástandið var skelfilegt. Mary tók of stóran skammt af laudanum, ópíumdropum, en var bjargað á síð- ustu stund. Af hverjum? Hverjum nema ástvin- inum Imlay! Þá var kannski ráð að endurvekja vonina? Hann sendi hana í ferðalag til Norður- landa: hún átti að hjálpa honum við þokukennd umsvifin. Örlög þeirra voru óaðskiljanleg, sagði kvalarinn. Afrakstur ferðalagsins var safn bréfa sem var gefið út og fékk fádæma góðar viðtökur. Ekki síst hjá gamla vininum William Godwin. Þegar heim kom var Imlay fluttur í leiguhúsnæði ásamt ástmey sinni, leikkonunni. Eftir heim- sókn til þeirra fannst Mary mælirinn vera fullur. Hún skrifaði biturt kveðjubréf og sagðist mundu kasta sér í Temsá frá svo afviknum stað að enginn vegur væri að bjarga sér. Fyrst arkaði hún um strætin í ausandi regni til að verða gegnblaut og eiga auðveldara með að sökkva til botns. Síðan kastaði hún sér yfir brúarhand- rið. Hún missti meðvitund, en nokkrir fiski- menn hröðuðu sér á vettvang og drógu hana uppí bátinn til sín. Gifting og barneign Hún náði sér. Imlay sigldi í skyndingu til París- ar. Í staðinn kom Godwin inní myndina – þessi fertugi róttæklingur og piparsveinn sem senni- lega hafði varðveitt sveindóminn. Vinátta þeirra var reist á gagnkvæmu tausti og virð- ingu, en smátt og smátt óx ástarkenndin. Bæði voru þau svo viðkvæm að lítið þurfti til að valda þeim óendanlegum sársauka. Þegar í ljós kom að Mary var með barni var hún skelf- ingu lostin. Hún var einfaldlega dauðskelkuð við að verða yfirgefin á nýjaleik. Godwin var líka andvígur hjónabandi sem stofnun, en nú voru það hamingja og sálarró Mary sem öllu máli skiptu. Að standa ein sem ógift móðir var óbærileg tilhugsun. Þau voru gefin saman í mars 1797. Þegar móðir Mary lá banaleguna hafði hún sagt: „Dálitla biðlund og öllu er lokið.“ Þessi orð endurtók Mary við Godwin þegar barnið átti að fæðast. Hún vildi ekki að hann væri við rúm- stokkinn; ljósmóðirin nægði. Hversvegna ætti þetta ekki að ganga vel? Hún var við góða heilsu. Godwin snæddi kvöldmat með vinum sínum og frá efri hæðinni heyrðist barnsgrátur. Klukkan tvö um nóttina var ljóst að ekki var allt með felldu. Legkakan kom ekki og hætta var á að Mary mundi blæða út. Godwin var ekki hleypt inní stofuna, en beðinn að sækja yfir- lækninn á fæðingardeildinni. Honum seinkaði og kom með hendurnar ataðar í bakteríum – sem þá voru óþekktar. Með smitbærum hönd- unum plokkaði hann fylgjuna bita fyrir bita á nokkrum klukkustundum. Það var ólýsanleg pynding. Í tíu daga voru kvalirnar linnulausar. Undir lokin fékk Mary svo hastarlegt kölduflog að rúmið skalf og nötraði. Það var allsherjarblóð- eitrun. Hversu staðráðin sem hún var í að halda lífi, kom það að engu haldi. Dauðinn virti hinsta viljaátak hennar að vettugi. Læknarnir þrír gerðu ekki annað en hrista höfðið. Og örvinglaður skrifaði Godwin stutt og laggott í dagbók sína: „Tuttugu mínútur fyrir átta.“ Nokkrum vikum síðar hóf hann að semja minningar um höfund bókarinnar um réttindi kvenna. Hann vildi vera fullkomlega opinskár og heiðarlegur, en fólk býsnaðist yfir „tilfinn- ingakulda“ hans. Barnið lifði af og hlaut nafn móður sinnar. Varð Mary yngri síðar heimskunn fyrir skáldsöguna Frankenstein (1818) og brotthlaup sitt árið 1814 með skáld- inu Percy Bysshe Shelley, sem yfirgaf barn- unga eiginkonuna, Harriet, með þeim afleiðing- um að hún svipti sig lífi. Shelley drukknaði á Genúaflóa í júlí 1822. Líkinu skolaði á land og var brennt á ströndinni af Byron lávarði og beljakanum Edward John Trelawney sem síðar samdi bók um Byron (1858). Aska Shelleys, ásamt hjartanu sem ekki hafði orðið þriggja tíma eldi að bráð, var jarðsett í mótmælenda- kirkjugarði í Róm með grafskriftinni Cor cordi- um. Mary yngri, sem var bæði skapmild og hóg- vær einsog faðir hennar, dýrkaði minningu móður sinnar til æviloka árið 1851. Godwin kvæntist aftur árið 1801 og eignaðist stjúpdótt- urina Claire Clairmont sem var um skeið ást- kona Byrons lávarðar. Verður varla annað sagt en lífsferill kvenn- anna, sem hér hafa komið við sögu, sé um margt óvenjulegur. Sigurður A. Magnússon (f. 1928) er rithöfundur og þýðandi. Hann hlaut menningarverðlaun DV 1980 fyrir uppvaxtar- sögu sína Undir kalstjörnu. Nýjustu verk hans eru Undir dagstjörnu (2000) og Á hnífsins egg (2001). 27 Kona allra tíma 17.10.2002 11:03 Page 29

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.