Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Side 31
bls. 31 Íverustaður bílstjórans er á annarri hæð, á móti sundlauginni, og slútir hann yfir garð fjöl- skyldunnar. Afleiðingin er sú að þegar bílstjór- inn horfir út um gluggann sér hann einkarými fjölskyldunnar þar sem hún eyðir frístundum sínum. Jafnvel þótt hleri yrði settur fyrir glugg- ann myndi fjölskyldan finna fyrir návist bílstjór- ans vegna umfangs herbergisins. Návist þjón- ustustúlkunnar er aftur á móti óbeinni. Tengsl eru mynduð milli herbergis hennar – sem er á þaki hússins, fjarri sérherbergjum fjölskyldunn- ar – og húsagarðsins í miðju hússins með röð gata sem höggvin eru í vegginn. Augnaráði hennar er þannig leyft að nema við táknrænt hjarta hússins. Peter Barber studdist við þau hefbundnu mörk milli kynja og stétta sem múslimska samfélag- ið gerði kröfu um. Samtímis gróf hann undan þessum mörkum með vægum og látlausum aðferðum. Villa Anbar ber merki um ákveðna tvíræðni sem kallar á efasemdir um þjóðfélags- legar aðstæður. Ljósmyndir: Peter Barber Associates Dr. Halldóra Arnardóttir (f. 1967) er listfræðingur. Javier Sánchez Merina (f. 1964) er arkitekt. Þau eru búsett á Spáni. Grunnteikning af jarðhæð Villa Anbar: 0. Inn- gangur. 1. Dagstofa kvenna. 2 Dagstofa karla. 3. Setustofa. 4. Sturta. 5. Salerni. 6. Eldhús. 7. Svefnherbergi. 8. Húsagarður. 9. Bílskúr. 10. Herbergi þjónustustúlku. 11. Þvottahús. 12. Tækja- og vélarúm. 13. Svefnherbergi bílstjóra. Að hluta til vegna þess að húsbyggjandinn er ekkja hefur húsið aðeins einn inngang frá götunni. Gestir af báðum kynjum mætast á þessum stað þar sem ómur vatnsins ber með sér boð um ná- vist fjölskyldunnar í sundlauginni. Peter Barber (f. 1960) arkitekt. 30 Arkitektúr 17.10.2002 11:04 Page 31

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.