Tímarit Máls og menningar - 22.10.2002, Síða 33
haf og endir, alfa og ómega, og ekki bundinn
neinum lögum heldur er hann sjálfur lögin.“4
Þá segir Páll að þetta sé hugsun Hallgríms
Péturssonar og virðist þannig álíta að hún hafi
verið gyðingleg. Það getur vel verið rétt en þá
er eftir að fá svar við því hvernig hin kristna
biblíutúlkun sé. Um það segir Páll ekkert en
beinir athygli sinni að Søren Kirkegaard og rölti
hans um öngstræti Kaupmannahafnar árið
1843.
Í þessu sambandi má einnig nefna það hér
að Matthías Johannessen fullyrðir að Jónas trúi
því að náttúran beri skaparanum vitni: „það
gerist ekki eitt einasta atvik nema fyrir guðlega
gerð.“5 Matthías vitnar í Kalvín en gæti allt eins
vitnað í Lúter eða orð Jesú um spörvana sem
ekki falla til jarðar án vitundar Skaparans.
Áhugi Páls Valssonar á Kierkegaard hleypur
að mínu mati með hann í gönur er hann túlkar
grátittlingskvæði Jónasar sem dæmi um svip-
aðar vangaveltur og er að finna hjá Kierkegaard
í bók hans, Frykt og bæven (frá árinu 1843). Páll
fullyrðir að grátittlingskvæðið sé dæmi um
hneigingu Jónasar „að þeim kristindómi sem
honum finnst best birtast í Nýja testament-
inu.“6 Ennfremur fullyrðir Páll að Jónas hafi orð-
ið fyrir áhrifum frá umræðu á þessum tíma sem
fól í sér gagnrýni á Gamla testamentið. Engin
rök eða skírskotanir í heimildir fylgja þó þess-
um staðhæfingum Páls. Enda eru þær eflaust
rangar því það voru einkum upplýsingarmenn-
irnir sem gagnrýndu guðsmynd Gamla testa-
mentisins en ekki þeir rómantísku, en Jónas til-
heyrir augljóslega þeim síðarnefndu.
Þar með verður túlkun Páls á kvæðinu einnig
röng. Hann segir að með ákvörðun sinni fórni
söguhetjan sjálfri sér líkt og Kristur gerði og að
kvæðið skýrskoti því mjög til hans. Þetta er
langsótt túlkun og stenst ekki að mínu mati því
kvæðið fjallar ekki um fórn, eins og orðin um
dýrðardæmi Abrahams gætu bent til, heldur
um heimþrá skáldsins. Hann biður Guð um að
frelsa sig, fátækt skáld innlyksa í Kaupmanna-
höfn, og höfðar til líknarverks síns á unga aldri
á niðurfrosnum grátittlingi, verks sem hafi ver-
ið Guði þóknanlegt.
Þá er það óeðlilegt að gefa sér, eins og Páll
gerir, að Jónas hafi fremur fylgt nýrri trúar-
hreyfingu en þeim gömlu, svo sem þeim sem
telja Guð búa innra með hverjum manni. Róm-
antíkin var ekki þessarar skoðunar, miklu frem-
ur upplýsingarmennirnir og síðar frjálshyggju-
menn í trúmálum eins og séra Matthías
Jochumson sem talaði um Guð í alheimsgeimi,
Guð í manni sjálfum. Jónas fylgdi hins vegar
J.P. Mynster að málum, eins og Páll veit auð-
vitað og bendir sjálfur á. Mynster var maður
íhaldssamur og gegn öllum róttækum breyting-
um í trúarefnum.
Orð Jónasar í kvæðinu um „hjartað gott sem
skóp oss drottinn“, þ.e. um hið góða hjartalag
sem leiddi til líknarverksins á grátittlingnum við
góðar undirtektir Guðs, eru hins vegar athyglis-
verð. Þau sýna að samkvæmt siðfræði hans
ráða skylduboðin ein ekki breytni kristins
manns heldur og gott hjartalag því það er einnig
af Guði gefið. Hér er þannig að finna dæmi um
sköpunartrú hjá Jónasi en ekki kristfræði, enda
hefur „dýrðardæmi Abrahams“, þ.e. vilji hans
að hlýða skilyrðislaust boðum Guðs um að
fórna syni sínum, oftast verið tekið sem dæmi
um kristfræðilega áherslu þó það dæmi sé að
finna í Gamla testamentinu. Að mínu mati þarf
þetta kvæði ekki heldur að vera gagnrýni á Kant
eða Hegel, eins og Páll heldur fram, nema þá
óbeint. Það er miklu fremur gagnrýni á hug-
myndir manna eins og Kierkegaards en höfuð-
inntak bókar hans, Uggs og ótta (Frygt og
bæven), er einmitt það að manninum beri skil-
yrðislaust að hlýða boðum Guðs.
Eins og þegar hefur komið fram heldur Páll
áfram í þessum dúr í ævisögu Jónasar (frá
1999). Hann segir þar: „Fuglinn er frjáls en
óttast um aleigu sína í fyrstu vetrarhretunum.
Hann fer út að leita dýranna sinna en rekst á
lítinn grátittling sem frosið hefur fastur í
óveðrinu og tefst við það að bjarga honum.
Við þetta kærleiksverk hlýtur hann sjálfur
örlög fuglsins, niðurfrosinn í þörf fyrir guðlega
náð. Að mati Páls er þetta dæmi um krist-
fræði Jónasar. Hann líki lífi drengins (sjálfs
sín) við píslargöngu Krists. Kvæðið hvíli „aug-
ljóslega á trúarlegum grunni“ og fjalli um
„ákveðin grundvallaratriði kristinnar kenning-
ar“. Það sé uppbyggt í „anda kristinnar bók-
menntahefðar með píslargöngu Krists sem
fyrirmynd“. Þannig sé Grátittlingurinn „trúar-
legt kennikvæði, eins konar dæmisaga þar
sem Jónas tekur til umfjöllunar ólíkar hug-
myndir um kristinn dóm og túlkanir á Biblí-
unni sem voru áberandi í hans samtíma“. Páll
segir og mjög ákveðið að kvæðið geymi við-
brögð Jónasar „við þeirri guðfræðilegu um-
ræðu og verð[i] ekki skilið til hlítar nema í
samhengi.“3
Til að styðja þessa fullyrðingu rifjar Páll upp,
í örstuttu máli að eigin sögn, hina „ákaflega líf-
legu“ og „flóknu“ umræðu. Mál hans í tíma-
ritsgreininni er þó ekki örstutt heldur þokka-
lega ítarleg umfjöllun um hugmyndafræði
þessa tíma (kvæðið var ort árið 1842). Þó kaf-
ar Páll ekki djúpt í hina guðfræðilegu umræðu
og leitar aðeins í innlenda fræðimenn um tíma-
bilið sem hér um ræðir, fyrri hluta nítjándu ald-
ar. Hann greinir aftur á móti ágætlega frá deil-
unum um miðbik aldarinnar um guðfræði H.
Marthensens og þeim áhrifum sem hann
hafði.
Páll hefur eflaust mestan fróðleik um þenn-
an tíma úr lestri sínum um Søren Kierkegaard.
Reyndar er hann heppinn í heimildalestri því
hann byggir á þekktasta Kierkegaardsérfræð-
ingi Dana, guðfræðingnum Niels Thulstrup.
Umfjöllun Páls um þessa hugmyndafræðilegu
umræðu er sem sé ágæt. Þó fullyrðir hann
nokkuð sem ég leyfi mér að halda fram að sé
rangt. Hann segir að vísu með réttu að það sé
munur á biblíutúlkun gyðingdóms annars veg-
ar og kristindóms hins vegar, en lýsing hans á
þessum mun gerir það að verkum að hann
sýnist vera enginn. Báðir geta nefnilega tekið
undir skilgreininguna sem reyndar er fín:
„maðurinn [er] í upphafi verk guðs og því get-
ur hann [þ.e. guð] hvenær sem er gripið inn í
rás þess lífs sem í rauninni er hans. Hlutverk
mannsins er samkvæmt þessu ekki að fylgja
einhverjum almennum boðorðum, heldur að
læra að þekkja guð og hans vilja. Guð er upp-
bls. 33
32 Grátittlingurinn Jónas Hall 18.10.2002 14:17 Page 33